Aðferð "lagatækna".

Það er aðferð snjöllustu svonefndra "lagatækna" að lauma sakleysislegum orðum og orðalagsbreytingum inní lagatexta til þess að umbreyta honum svo mjög að hann verði annað hvort ónýtur til síns tilgangs eða að innihald hans gerbreytist.

Gott dæmi um þetta gerðist á síðasta kjörtímabili þegar liðin voru 13 ár síðan svonefndur Árósasamningur var gerður og Ísland var enn eina landið í Mið- og Norður-Evrópu sem ekki hafði lögtekið samninginn vegna harðvítugrar andstöðu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins.

Að lokum varð að ráði að gera úrslitatilraun til að ná samkomulagi og eftir drjúga setu yfir málinu varð til lagatexti, sem komst í gegn án þess að beitt væri hinu þekkta málþófi.

Aðferðin, sem notuð er, er sú að taka ekki alþjóðasamninga á borð við þennan endilega hráa upp, heldur færa þá í búning íslensks frumvarps. Þannig er hægt að fela það að verið sé að í raun að afsala ríkisvaldi með þvi að samþykkja alþjóðasamninga eða gerast aðilar að alþjóðastofnunum.

Megintilgangur Áróssamningsins er að tryggja lögaðild samtaka umhverfis- og náttúruverndarfólks að framkvæmdum sem hafa umhverfisáhrif.

Þegar á þetta reyndi fyrir Hæstarétti vegna Gálgahraunsmálsins kom í ljós, að lagatæknar andstæðinga samningsins höfðu útvatnað hann nógu mikið til þess að Hæstiréttur gat með því að ey8ða í það ellefu blaðsíðum, úrskurðað að samtök hundraða og þúsunda umhverfisvernarfólks ættu ekki rétt til aðildar að málinu, þvert ofan í yfirlýstan tilgang samningsins!

Svipað er uppi á teningnum varðandi drög stjórnarskrárnefndar að tveimur stjórnarskrárgreinum um´náttúru og náttúruauðlindir Íslands.

 


mbl.is Tóku út skírskotun í nýjan spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ákveðið hefur verið að Landspítali-Háskólasjúkrahús verði áfram við Hringbraut samkvæmt deiliskipulagi fyrir Landspítalann við Hringbraut sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012 eftiröll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höfðu samþykkt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þar sem gert er ráð fyrir að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut.

Þorsteinn Briem, 15.3.2016 kl. 13:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag, þriðjudag:

"Kristján Þór [Júlíusson heilbrigðisráðherra] segir að öruggt sé að Landspítalinn verði við Hringbraut.

Það hafi verið ákveðið á Alþingi árið 2010 og endanlega staðfest árið 2013."

Heilbrigðisráðherra: Landspítalinn verður við Hringbraut

Þorsteinn Briem, 15.3.2016 kl. 13:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær, mánudag:

"Framkvæmdir við Landspítalann eru hafnar ... Kristján Þór [Júlíusson heilbrigðisráðherra] bendir á að verkið sé hafið á grundvelli samþykktar Alþingis.

"Alþingi hefur síðast fyrir þremur mánuðum gengið frá fjárlögum fyrir þetta ár og á þeim grunni er ég að vinna að framgangi málsins."

Að því vinni líka þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi málið verið rætt í dag og var niðurstaðan sú að halda sömu stefnu í málinu.

"
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stendur við fjárlög ársins 2016 og ríkisfjármálaáætlun til ársins 2019," segir heilbrigðisráðherra."

Þorsteinn Briem, 15.3.2016 kl. 14:11

4 identicon

Megintilgangur Áróssamningsins er að tryggja lögaðild samtaka umhverfis- og náttúruverndarfólks að framkvæmdum sem hafa umhverfisáhrif.... Náttúruverndarfólk skilur það þannig að hægt sé að stöðva framkvæmdir meðan hægt sé að stofna samtök. Þegar ein tapa máli sé nóg að stofna önnur og kæra aftur. Hæstiréttur er ekki sammála og náttúruverndarfólk í fýlu.

Snjöllustu svonefndra "lagatækna" náttúruverndarsinna tókst ekki að koma því í gegn að þeir gætu endalaust stöðvað allar framkvæmdir og yrðu í reynd einráðir.

Svipað er uppi á teningnum varðandi drög stjórnarskrárnefndar að tveimur stjórnarskrárgreinum um´náttúru og náttúruauðlindir Íslands....Þar var ekki farin leið stjórnlagaráðs að gera bókstaflega allar framkvæmdir þar sem hreyft er við steinvölu að stjórnarskrárbroti eins og náttúruverndarsinnar ætluðu að lauma í gegn með "lagatæknilegu orðalagi".

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.3.2016 kl. 14:21

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

það eru fimleikar hjá þér, Hábeinn, að segja að það eigi að stöðva framkvæmdir "meðan hægt sé að stofna samtök."

Samtökin, sem um ræðir varðand Gálgahraunsmálið, voru öll búin að vera til í mörg ár og áratugi, svo að það þurfti ekkert að stofna þau.

Árósasamningurinn kveður á um að allir aðilar máls eigi jafna stöðu gagnvart því, landeigendur, sveitarfélag, framkvæmdaraðili og fyrrnefnd samtök.

Þess vegna er þessi setning þín byggð á einhverjum ævintýralegum misskilningi.

Ómar Ragnarsson, 15.3.2016 kl. 17:33

6 identicon

Samtökin, sem um ræðir varðandi Gálgahraunsmálið, voru öll búin að vera til í mörg ár og áratugi,....Þegar ein töpuðu tóku næstu við og Hæstiréttur stöðvaði að lokum endaleysuna.

Og Árósasamningurinn kveður á um að allir eigi jafna stöðu gagnvart því að fá upplýsingar og koma að sínum sjónarmiðum, landeigendur, sveitarfélag, framkvæmdaraðili, fyrrnefnd samtök og almenningur. Það er byggð á einhverjum ævintýralegum misskilningi að Árósasamningurinn tryggi lögaðild samtaka umhverfis- og náttúruverndarfólks að framkvæmdum umfram það sem lög viðkomandi lands kveða á um.

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.3.2016 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband