Minnir á 1955-56 og 77-78. SDG aftur forsætisráðherra?!

Fyrstu svonefndu "helmingaskipta-ríkisstjórnir Sjalla og Framsóknar voru við völd frá 1950-56 og 1974 til 1978.

Í bæði skiptin fóru Framsóknarmenn að hlaupa út undan sér í lok kjörtímabils árin 1956 og 1977.

Vandamálið í sambúðinni 1950-56 var það að trúnaðarbrestur ríkti milli formannanna, Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar og gat hvorugur hugsað sér að sitja í stjórn undir forsæti hins.

Þetta var leyst árið 1950 með því að Steingrímur Steinþórsson varð forsætisráðherra, Ólafur Thors sjávarútvegsráðherra og Hermann Jónasson landbúnaðarráðherra.

1953 varð niðurstaðan sú að Ólafur varð forsætisráðherra og Hermann Jónasson utan stjórnar.

Þetta var óheppileg niðurstaða eins og kom á daginn, en í upphafi stjórnarmyndunarviðræðna var látið í það skína að Alþýðuflokkurinn yrði líka í stjórninni svo að "lýðræðisflokkarnir" svonefndu væru saman en Sósíalistaflokkurinn og nýstofnaður Þjóðvarnarflokkur herstöðvaandstæðinga einir í stjórnarandstöðu.

Ekki varð úr þátttöku krata enda Hannibal Valdimarsson orðinn sterkur þar á bæ og komst í formannsstól. En þetta leiddi til þess að Ólafur Thors varð forsætisráðherra í áframhaldandi helmingaskiptastjórn, en Hermann utan stjórnar, hundóánægður með stöðu sína og flokksins.

Stjórnin hafði ekki setið nema tæp tvö ár þegar fór að fjara undan stjórnarsamstarfinu, enda gengu sögusagnir um "plott" Hermanns með bróður Hannibals, Finnboga Rúti Valdimarssyni, sem þótt mikill og djúpskyggn pólitískur refur.

Hannibal, sem var forseti ASÍ, klauf Alþýðuflokkinn og málfundafélag jafnaðarmanna, sem var skjól fyrir vinstri sinnaða krata, myndaði kosningabandalagið "Alþýðubandalagið" með Sósíalistaflokknum.

Í mars samþykkti þingmeirihluti vinstri manna ályktun um brottför varnarliðsins á Miðnesheiði og það sprengdi stjórnina og haldnar voru kosningar í júní.

Framarar og kratar mynduðu kosningabandalag sem nýta átti sér meingallað og óréttlátt kosningakerfi til að ná þingmeirihluta út á ca 36% atkvæða.

Það mistókst að vísu naumlega, einkum vegna fylgistaps Framsóknarflokksins, en Hermann varð forsætisráðherra vinstri stjórnar og "leikfléttan í pólitískri refskák" gekk upp.

1977 voru harðar vinnudeilur og þá varpaði Ólafur Jóhannesson því fram að lágmarkslaun yrðu að verða 100 þúsund á mánuði.

Magir Sjallar litu á þetta eins og að sprengju hefði verið varpað inn í stjórnarsamstarfið og ríkisstjórnarflokkarnir biðu sjaldgæfleaga mikið afhroð í kosningunu 1978.

En það leiddi til þess að vinstri stjórn tók við, - og með hverjum haldið þið við stjórnvölinn?  Jú formanni Framsóknarflokksins eins og 1956, Ólafi Jóhannessyni eftir hrikalegt fylgistap flokksins!

Ef svipað er í uppsiglingu nú skyldi þvi enginn afskrifa það að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði forsætisráðherra næsta ári eftir fylgistap Framsóknarflokksins!

Endalok á pólitískum refskákum verða nefnilega oft með miklum ólíkindum.   


mbl.is Framsókn komin í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær upprifjun á þessum pólitíska svika-farsa.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 17:17

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Uppákoma  og upplýsingar tengdum forsætisráðherra og konu hans nálgast landráð. Maðurinn gjörsamlega búinn að tala tveim tungum hér.Dr Jekyll and Mr Hyde. Mikið lifandi skelfing vildi ég óska að þessi ríkisstjórn springi og fyki út í hafsauga.

Ragna Birgisdóttir, 16.3.2016 kl. 17:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði aftur forsætisráðherra þurfa einnig aðrir stjórnmálaflokkar en Framsóknarflokkurinn að vilja það.

Og harla ólíklegt að þeir hafi áhuga á því.

Þorsteinn Briem, 16.3.2016 kl. 18:09

4 identicon

ætli Sigmundur að vera í valdastöðu eftir næstu kosningar þarf að að kokka upp einhverja meiriháttar snákaolíu

Brjánn sem var notandi en Bog.is búið að afskrá (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 20:20

5 identicon

Kosningaloforðið er komið: Nýr spítali á Vífilsstöðum. Skítt með raunveruleikann og vinnu sérfræðinga s.l. 15 ár.

Halldór (IP-tala skráð) 17.3.2016 kl. 08:31

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er dauðvona þjóð sem trúir því að vinna misviturra sérfræðinga síðastliðin 15 ár, sé það eina sem trúverðugt sé í þessu lífi.  

Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2016 kl. 20:40

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn mánudag:

"Framkvæmdir við Landspítalann eru hafnar ... Kristján Þór [Júlíusson heilbrigðisráðherra] bendir á að verkið sé hafið á grundvelli samþykktar Alþingis.

"Alþingi hefur síðast fyrir þremur mánuðum gengið frá fjárlögum fyrir þetta ár og á þeim grunni er ég að vinna að framgangi málsins."

Að því vinni líka þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi málið verið rætt í dag og var niðurstaðan sú að halda sömu stefnu í málinu.

"
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stendur við fjárlög ársins 2016 og ríkisfjármálaáætlun til ársins 2019," segir heilbrigðisráðherra."

Þorsteinn Briem, 17.3.2016 kl. 21:31

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn þriðjudag:

"Kristján Þór [Júlíusson heilbrigðisráðherra] segir að öruggt sé að Landspítalinn verði við Hringbraut.

Það hafi verið ákveðið á Alþingi árið 2010 og endanlega staðfest árið 2013."

Heilbrigðisráðherra: Landspítalinn verður við Hringbraut

Þorsteinn Briem, 17.3.2016 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband