Danir taka forystuna af okkur.

Íslendingar hafa haft alla burði til þess að vera í forystu að öllu leyti í að hætta að nota jarðefnaeldsneyti á samgönguflotann.

En loforð um að setja þetta í gang hafa reynst með frekar holan róm.

Auðvelt hefði verið að búa svo um hnúta að hægt sé að aka milli Akureyrar á rafbílunum, sem þegar eru komnir, en ekkert bólar á efndum.

Í Tapei á Taívan er þegar búið að koma upp sjálfsölum á öllu höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess, þar sem ökumenn rafhjóla af gerðinni Gogoro geta rennt upp að sjálfsölunum og skipt á einni mínútu um rafhlöðurnar, fengið hlaðnar og afhent tómar gegn sáralitlu gjaldi, líkt og þegar gaskútum er skipt út á íslenskum bensínstöðvum.

Hægt er að láta þennan pistil verða miklu lengri með því að telja upp ótal framfaraskref erlendis í þessum efnum.

Á sama tíma flytja æðstu embættismenn þjóðarinnar ræður um möguleika Íslendinga á þessu sviði, sem eru að mestu orð án innistæðu.


mbl.is Bylting í dönskum bílasamgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þessir draumar um rafmagnsknúin farartæki eru ágætir en pínulítið hallærislegir. Þeir eru auðvitað ekki nýir af nálinni.

Málið er samt að hver líter af bensíni inniheldur um 10.000 wattstundir af orku á meðan lithium-ion batterí innihalda um 300 wattstundir af orku. Í bili er það þannig að batterí eru ekki samkeppnishæf við olíu. 

Svo gleymist auðvitað í þessum rafmagnsdraumum að seinna þarf að farga batteríum. Er hægt að gera það með það umhverfisvænum hætti?

Helgi (IP-tala skráð) 19.3.2016 kl. 14:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2016


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 19.3.2016 kl. 15:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 19.3.2016 kl. 15:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan Leaf-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetra.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan Leaf frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 19.3.2016 kl. 15:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.12.2014:

"Í flestum löndum Evrópu eru lítil eða engin gjöld á Nissan Leaf og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl."

Gott ár Nissan Leaf

Þorsteinn Briem, 19.3.2016 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband