Spýta í lófana og taka á móti!

Smáþjóð eins og Íslendingum er mikil nauðsyn á því að taka hressilega til hendi við að andæfa rangfærslum á borð við þeim, sem uppi eru hafðar varðandi þorskinn, sem skaða orðspor lands og þjóðar og geta haft neikvæð áhrif á afkomu okkar.

Hastarlegt er að verða fyrir slíku á sama tíma sem þorskstofninn hefur ekki verið öflugri um áratuga skeið.

Þörfin fyrir það að spýta í lófana í áróðursstríði af þessu tagi kom berlega í ljós í Icesave málinu, þar sem ekkert minna dugði en að forseti okkar nýtti sér stöðu sína sem þjóðhöfðingi og beitt færni  og áhrfinum sínum til hins ítrasta til þess að rétta hlut okkar þegar allar helstu nágranna- og vinaþjóðir okkar beitt okkur fádæma þrýstingi.


mbl.is Orðspor þorsksins gæti beðið skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nú er það að koma í bakið á okkur að hafa verið fremsti koppur í búri í ICES. Við getum illa mótmælt þessu þesar við höfum verið talsmenn áróðurs um ofveiði í áratugi.

Það dugar nefnilega ekki að koma núna og segja að þessi áróður hafi bara byggst á misskilningi þegar við látum sömu menn stjórna þessum málum og hafa stundað þessa vísindafölsun meðal fræðimanna við Norður Atlantshaf í áratugi.

Við höfum nefnilega tekið þátt í fjölda samstarfsleiðangra, ekki bara hér við Ísland heldur allt vestur fyrir Grænland, sem eru svo núna grunnurinn að þessum aðgerðum Bandaríkjamanna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.3.2016 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband