19.3.2016 | 14:03
Í Hvíta húsið eftir ráðherrafund á strigaskó.
Nú berast þær fréttir að beint í kjölfar fréttanna af eign konu forsætisráðherra á Tortóla hafi Obama Bandaríkjaforseti boðið honum í heimsókn í Hvíta húsið.
Er það sagt vera síðbúið heimboð í kjölfar fundar Obama með forsætisráðherrum Norðurlanda þar sem SDG var berfættur í strigaskó á hægri fæti, en uppbúinn í svörtum blankskó á vinstri fæti.
Ráðherrum varð um og ó /
út af Simma fótlama /
striplandi á strigaskó /
svo starði á hann Obama /
og fær hann með elegans /
í að fræða´um Tortóla, /
skafa ryk af skónum hans /
og skoða vel hans skósóla.
Félagið hluti af stærri rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
18.10.2013:
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kemur til landsins um helgina og verður við vinnu á mánudaginn.
Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður hans.
Sigmundur hefur verið i fríi í þessari viku og fór úr landi ásamt fjölskyldu sinni.
Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar lýsti eftir forsætisráðherra á Alþingi í gær.
Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er Sigmundur í siglingu um Karabíska hafið."
Sigmundur Davíð kemur úr siglingu um Karabíska hafið
Þorsteinn Briem, 19.3.2016 kl. 14:57
Ekki er Jóhannes Kr. Kristjánsson ábyggilegasti og vandaðasti pappírinn í klean green möppu Vinstri Grænna, að mínu mati. Svik sem fjölmiðlaforysta í bakherbergjum planaði fyrir kosningar 2009, voru mestu kosningasvik allra tíma.
Þó ég sé ekki sammála Samfylkingunni í ESB-málum, þá virð ég þeirra réttmætu skoðanir.
Ekki sveik sá flokkur sig til valda á sama ómerkilega háttinn og foringja-baktjaldasvikadeild Vinstri Grænna árið 2009. En pólitísku réttarhöld Samfylkingarinnar í Landsdómi voru hins vegar óverjandi.
Það er eins og siðferðið margumrædda eigi sér hvergi pláss í pólitíkinni.
Og meðan þannig ástand ríkir í dómstólaspilltu lögfræðiríkinu Íslandi, þá verður aldrei friður og velferð í samfélaginu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 15:39
"Landsfundur Vinstri grænna tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti [Evrópusambands]málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald."
Þorsteinn Briem, 19.3.2016 kl. 16:03
Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.
Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, þá utan þingflokka.
Sátu hjá:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorsteinn Briem, 19.3.2016 kl. 16:04
Ekki veit ég á hverju Anna Sigríður Guðmundsdóttir byggir sitt mat. Jóhannes Kr. Kristjánsson færði okkur fréttir og ég hef ekki séð neinn rengja þær. Tal um Gróu á Leiti var því algjörlega úr takti við raunveruleikann. Ég tek hins vegar eftir því að þegar Kári Stefánsson segir furðusögu um samtal Bjarna við Sigmund þar sem sá síðarnefndi er á leið úr landi þá talar enginn um Gróu á Leiti. Er þessi saga sem sagt sönn?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2016 kl. 16:11
Í hjúskapalögum 90.gr.segir: ,,Hver, sem þess óskar, á rétt á upplýsingum úr kaupmálabók um tilvist hans og efni hans,''
Ef tveir einstaklingar stofna til hjúskapar má annar aðilinn sem dæmi ef hann á miklar eignir erlendis skrá þær sem séreign í kaupmála. Fólk sem stofnar til hjúskapar eiga kost á því að gera kaupmála sem einstaklingar geta gert t.d. vegna þess að annar eða báðir aðilar eiga miklar eignir og vilja halda þeim fyrir sig ef til skilnaðir kæmi á morgun eða hinn eða eftir tvö ár sem dæmi.
Það er ekki hlutverk maka sem er í stjórnmálum sem dæmi að upplýsa um séreign maka síns opinberlega sé séreign til staðar. í lögunum um kaupmála get ég eða þú eða hver sem er sé áhugi og vilji til staðar óskað eftir afriti af kaupmála úr kaupmálabók hjá viðkomandi sýslumanni sem einstaklingar út í bæ hafa gert sín á milli með eigur sínar.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 19.3.2016 kl. 16:40
Í gær, föstudag:
"Reglur um hagsmunaskráningu alþingismanna taka ekki til fjárfestinga í gegnum verðbréfa- og fjárfestingarsjóði.
Þingmenn geta því átt háar fjárhæðir í slíkum sjóðum án þess að þurfa að tilgreina það á vef Alþingis."
Alþingismenn geta átt milljarða í sjóðum án þess að þurfa að upplýsa það
Þorsteinn Briem, 19.3.2016 kl. 17:01
Vilhjálmur Bjarnason var ágætur í Vikulokunum í dag. Ég mæli með því að menn hugsi sig um tvisvar áður en þeir henda sér í forina fyrir manninn.
http://kjarninn.is/frettir/2016-03-19-frosti-formlega-rett-ad-sigmundur-braut-sidareglur/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2016 kl. 17:08
Elín mín. Ég byggi mína sýn á Jóhannesi Kr. Kristjánssyni á gjörsamlega óábyrgri Kastljósumfjöllun um ADHD og Rítalín-lyfjameðferð.
Það var ekki gagnleg umfjöllun fyrir sjúklingana heilbrigðiskerfis-sviknu á því afmarkaða og vanrækta sjúklingasviði. Maður þarf að þekkja af eigin raun, hvernig kerfið svíkur á markvissan þöggunarhátt, réttindi þeirra sem glíma við heilaboðefna-vanda.
Ég tel mig vita nokkuð vel hvað ég er að tala um, í sambandi við þessi heilbrigðismál. En enginn veit þó allt, og ég hlusta á réttláta og upplýsandi gagnrýni á það sem ég er að segja og skrifa. Alla vega hlusta ég stundum á gagnrýni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 18:08
Ágæta Anna Sigríður. Þar erum við sammála. Kastljósumfjöllunin var alls ekki góð að mínu mati. Núna stóð hann sig hins vegar vel. Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2016 kl. 18:19
"Engar EES-reglur eru til um sérstaklega strangt eftirlit með skattskilum þeirra sem tengjast stjórnmálamönnum.
Eiginkona forsætisráðherra segir í Facebook-færslu sem hún birti í vikunni að hún sé undir slíku eftirliti."
Þorsteinn Briem, 19.3.2016 kl. 19:49
Já Elín mín. Það hefur hver sinn djöful að draga. Djöful sem þarf að siðmennta og temja. Það er eilífðarverkefni sálarljóssins. Og svo sannarlega eiga allir sinn rétt á betrun hér á jarðlífs-kennsluhnettinum :)
Held að Jóhannes Kr. Kristjánsson sé nokkuð góður drengur, sem ekki fékk réttar heimsveldisstýrðar upplýsingar á sínum tíma.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 20:30
Undarlegt hver fljótt góðu fréttirnar berast frá forsætisrh. um að hann sé boðinn í Hvíta húsið eftir 2 mánuði, en vondu fréttunum er haldið leyndum árum saman, nema þetta beri vott um breytta stefnu þar sem eftirleiðis muni allt verða uppi á borðum.
Svo er líka skrítið í frásögn eiginkonu forsætisráðherra um bankann sem gekk út frá því að þau væru hjón. Enginn fagmaður sem vill láta taka sig alvarlega gengur út frá neinu heldur þurfa allir að leggja fram rétta pappíra til að sanna mál sitt, amk allt venjulegt fólk sem óskar eftir láni og fer i greiðslumat.
"Þegar við Sigmundur ákváðum að gifta okkur fygldi því að fara yfir ýmis mál, þar á meðal fjárhagsleg. Bankinn minn úti hafði gengið út frá því að við værum hjón og ættum félagið til helminga. Það leiðréttum við á einfaldan hátt árið 2009 um leið og við gengum frá því að allt væri í lagi varðandi skiptingu fjármála okkar fyrir brúðkaupið. Félagið var því frá upphafi rétt skráð á Íslandi og hélt utan um séreign mína. Skráningin úti og leiðrétting hennar hafði því engin eiginleg áhrif."
Eygló (IP-tala skráð) 19.3.2016 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.