21.3.2016 | 06:46
Með áhrif fyrir meira en 90% landsmanna.
Sundabraut styttir að vísu leiðina frá Grafarvogshverfi og Mosfellsbæ til norðvesturhluta Reykjavíkur og gagnaast þar að auki öllum, sem eiga þangað leið frá vestanverðu, norðanverðu og austanverðu landinu.
En Sundabraut er ekki aðeins fólgin í lagningu brautar yfir Elliðavog, heldur ekki síður leiðar yfir norðanverðan Kollafjörð sem styttir leiðina frá Kjalarnesi og þar með vestanverðu, norðanverðu og austanverðu landinu til nær alls höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.
Rætt hefur verið um allt að sjö kílómetra styttingu, sem er fimmtungur styttingarinnar um Hvalfjarðargöng miðað við það að fara fyrir Hvalfjörð.
Styttingin er í raun mun meiri þegar litið er til þess hve miklu hindrunarlausari þessi leið er en núverandi Vesturlandsvegur-Miklabraut með öllumm sínum hringtorgum og þungu umferð.
Sundabraut hefur verið á dagskrá í aldarfjórðung en einhvern veginn hefur dofnað yfir áhuganum á þessari samgöngubót á þessari öld.
En ýmislegt breytist í áranna rás og það er full ástæða til þess að taka lagningu þessarar brautar til athugunar að nýju og huga að því, hvort og þá hvernig forsendur hennar hafa breyst í aldarfjórðung með endurbótum á Vesturlandsvegi.
Til í viðræður um gerð Sundabrautar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er algjörlega nauðsynlegt að hefja undirbúning að lagningu Sundabrautar sem fyrst. Ástandið á götum borgarinnar er slíkt að þetta verk þolir enga bið. Það sem Sundabrautin leysir er fyrst og fremst að losa um umferðina og þá miklu umferðahnúta sem myndast í vesturbæ Reykjavíkur, Miklubraut og Ártúnsbrekku. Síðast en ekki síst, þá léttir hún á því mikla álagi sem er á þeim götum sem mest umferð er á og ætti þar af leiðandi að minka það mikla slit sem á þeim er, með tilheyrandi skorningum og holum. Ég væri jafnframt til að sjá Sundabraut miklu vestar, jafnvel sjá hana byrja frá miðbænum og þaðan yfir í Grafarvog, einfaldlega til að losna við þá miklu umferð sem er frá vesturbæ í grafarvog, Mosfellsbæ og vestar.
Ég vona að sundabraut verði ekki gerð að pólitísku deilu efni, heldur að menn sameinist um þetta verkefni hvort sem um er að ræða opinbera framkvæmd eða einka framkvæmd.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2016 kl. 08:58
Átti ekki að reyna að draga úr bílaumferð með grænum áherslum í borginni? Þessi framkvæmd mun stór auka umferð inn í borgina það mikið að stytting á leiðinni um sjö km. mun ekki draga úr mengun og hávaði mun aukast með meiri hraða með greiðari leiðum í gegnum borgina með fleiri bíla fram og til baka oftar en áður.
Ég tel að það ætti frekar að láta fólk mætta og hætta í vinnu og skóla á mismunandi tíma sem dæmi á morgnanna ef fólk mætti á 10 mínúta fresti frá 7.50 til 8.50 myndi vera grænasta og ódýrasta leiðin til að ná ótrúlegum sparnaði án þess að leggja út krónu! Þá væri hægt að huga að því kannski að fara laga göturnar sem eru fyrir ekki veitir af þá með efni með betri gæðum
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 21.3.2016 kl. 11:03
Þjóðvegir í Reykjavík eru til að mynda Hringbraut, Miklabraut og Kringlumýrarbraut.
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.
Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4
"8. gr. Þjóðvegir.
Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."
Vegalög. nr. 80/2007
Þorsteinn Briem, 21.3.2016 kl. 13:49
Þetta er að mínu mati stórskaðleg framkvæmd.
Sveinn R. Pálsson, 22.3.2016 kl. 07:59
Sæll Sveinn, getur þú rökstutt það nánar hvað það er sem er svona stórskaðlegt við Sundabrauta framkvæmd..?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 22.3.2016 kl. 08:47
Ég var að vinna allan daginn, þannig að ég hafði ekki tíma til að fylgja þessu eftir, en ég skrifaði pistil fyrir skömmu um þetta mál:
http://svennip.blog.is/blog/svennip/entry/2162371/
Geldinganesið mun eyðileggjast með þessari framkvæmd, og einnig önnur svæði sem farið verður í gegn um. Auk þess er miklu ódýrara að lagfæra núverandi leið.
Borgarstjóri hefur sagt að þessi framkvæmd gangi aldrei upp sem einkaframkvæmd, þannig að þeir eru bara að blekkja, sem halda því fram.
Sveinn R. Pálsson, 23.3.2016 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.