Vekur upp óhugnanlegar minningar.

Það, að vera staddur í aðeins 300 metra fjarlægð frá vettvangi mannskæðs hryðjuverks þegar það er framið og að vera kominn með töskur í hendur í morgun til að fara út á flugvöll þar sem annað jafnvel enn mannskæðara hryðjuverk er framið, vekur upp gamalkunnugt hugarástand frá fyrri árum.

Þyrlur fljúgandi yfir húsaþökum og ýlfrandi sjúkrabílar og lögreglubílar hver á eftir öðrum á tímabili í morgun og hafði síðast í gær verið á ferð með syni mínum í gegnum neðanjarðar járnbrautarstöðina, þar sem blóðugt ódæði var framið, - allt kveikir þetta gamlar minningar um að koma á morðstað Roberts Kennedys í Ambassador hótelinu í Los Angels skömmu eftir að hann var skotinn 1968 og upplifa andrúmsloft óróa og átaka það ár í þessu fjölmenna ríki.

Í fyrradag fórum við í gegnum hið friðsæla arabahverfi Molenbeck, skammt frá miðborginni, þar sem Abdeslam forsprakki hryðjuverkamanna var handtekinn í fyrri viku og upplifðum það að blandast friðsömu fólki frá ótal löndum og álfum á förnum vegi og á veitingastöðum, svona nálægt ormahreiðri ódæðismanna og ógnvalda samtímans.

Afar svipað og þegar við hurfum óttalaus í manngrúanum í bandarískum stórborgum 1968 innan um hvítt, svart, rautt og gult fólk af ótal trúarbrögðum, vitandi þó um ólguna sem skók það mikla þjóðfélag stafna á milli í átökum lögreglu og stríðandi hópa með tilheyrandi beitingu táragass, slökkviúða og kylfa og barefla.

Vísa að öðru leyti til status á facebook síðu minni.     


mbl.is „Það sem við óttuðumst hefur gerst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hugheilar kveðjur til Brüssel.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2016 kl. 14:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Þorsteinn Briem, 22.3.2016 kl. 14:47

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

5. gr. var ekki notuð eftir stríðsaðgerðir Breta gegn Íslandi haustið 2008.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2016 kl. 15:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég geri ráð fyrir að Guðmundur Ásgeirsson vilji að Bandaríkin og Ísland ráðist inn í Bretland, líkt og þegar Ísland sendi allan sinn herafla inn í Írak, og hertaki til að mynda verslunina The Norman Brothers, 5 Oxford Street, London, ef Bretar gera allar skuldir íslenska ríkisins upptækar.

Steini Briem, 2.3.2014

Þorsteinn Briem, 22.3.2016 kl. 15:20

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Í okkar íslenska tilfelli hefði væntanlega dugað að gera upptæka tvo höfuðpaura í UK. :)
En athyglisvert þetta með "...í Evrópu eða N-Ameríku".  Var aldrei settur inn fyrirvari um bandalagsríkið í Asíu?

Kolbrún Hilmars, 22.3.2016 kl. 15:40

7 identicon

Hérna er sannleikurinn um "hið friðsæla hverfi Molenbeek":

http://www.politico.eu/article/molenbeek-broke-my-heart-radicalization-suburb-brussels-gentrification/

Hilmar (IP-tala skráð) 22.3.2016 kl. 18:31

8 identicon

Gott að vita þig og þína

heila og hólpin.

Kveðja.

íslendingur.

Skuggi (IP-tala skráð) 22.3.2016 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband