Sleifarlag og seinagangur enn og aftur.

Sleifarlag er eina orðið sem hægt er að nota um útbreiddan seinagang í starfsemi íslenska ríkisins og speglast í ýmsum fréttum viku eftir viku um þessar mundir.

Seinagangur og seinagangur á seinagang ofan leiddi til þess að lyktir mansalsmálsins í Vík í Mýrdal urðu þær verstu sem hugsanlegar voru varðandi fórnarlömb manssalsins, sem nú eru stödd á verri stað en þau voru þegar ráðist var til atlögu við kúgara þeirra.

Sleifarlag olli því að niðurstaðan úr starfi nefndar sem fór fyrir nokkrum árum ofan í saumana á því sem þyrfti tafarlaust að gera til að bæta úr óforsvaranlegu ástandi á tugum nafngreindra íslenskra ferðamannastaða, var sett ofan í skúffu og málið þar með tafið í mörg ár á meðan beðið er með öndina í hálsinum eftir stórslysi.

Nú blasir við enn eitt sleifarlagið varðandi uppgjöf við stórt kvikmyndafyrirtæki, og þetta sleifarlag hefur þegar kostað okkur mikið tekjutjón, mun spyrjast út og kosta okkur enn þá meira.


mbl.is Horft framhjá Íslandi tvisvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband