24.3.2016 | 21:50
Tönnlaðist á "vogunarsjóðum" og "hrægömmum."
Forsætisráðherra kvartar nú undan því að alhæft sé um kröfuhafana í föllnu bankana og þeir kallaðir "hrægammar", þeirra á meðal kona hans.
Þetta kemur úr dálítið óvæntri átt, því að í kosningabaráttunni vorið 2013 stagaðist Sigmundur Davíð á orðunum "vogunarsjóðir" og "hrægammar" þegar rætt var um kröfuhafana rétt eins og engir aðrir ættu kröfur á föllnu bankana.
Þetta hentaði honum prýðilega þá til þess að kynda undir kosningaboðskap hans og loforðum um að hafa af þessum hræðilegu kröfuhöfum stjarnfræðilega háar upphæðir sem kjósendur fengju beint í vasann.
Ábendingar um lífeyris- og líknarsjóði auk almennra borgara sem kröfuhafa drukknuðu í síbylju SDG.
Nú kveinkar sami maður sér yfir því að þessi "misskilningur" sem hann hamraði sjálfur inn, skuli villa um fyrir fólki.
Síðan er það haft uppi að í stjórnsýslu sé fólk ekki vanhæft nema hægt sé að sanna á það að hafa nýtt sér aðstöðu sína til vilhallra úrskurða.
Ef þetta væri svona, gæti til dæmis dómari kveðið upp þannig dóm yfir konu sinni, að ekki væri hægt að sanna á hann að þau hjónin hefðu hagnast á því!
Hvað hefðu andstæðingar mínir sagt þá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann á mesta hrægamminn,
hún þar loksins rak við,
Simma elskar ætíð sinn,
eldavél á bakvið.
Þorsteinn Briem, 24.3.2016 kl. 21:54
Kjósendur verða að átta sig á því hvaða afleiðingar það getur haft og hefur að greiða atkvæði sitt vitgrönnum, ómenntuðum hrokagikk, þó moldríkum vegna innherjaviðskipta foreldra. Eiginlega hefði maðurinn aldrei átt að eiga sæti á framboðslista.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.3.2016 kl. 22:24
Þegar talað er um hrægammasjóði (e. Vulture funds) þá er átt við þá sjóði sem versla með kröfur í gjaldþrota fyrirtækjum.
Eiginkona Sigmundar átti skuldabréf í Kaupþingi sem varð að kröfu eftir að bankinn fór í þrot. Hún verslaði ekki með kröfur í Kaupþingi eftir gjaldþrot bankans.
Þessvegna á skilgreiningin um hrægammasjóði ekki við um fyrirtæki eiginkonu Sigmundur.
Karl (IP-tala skráð) 24.3.2016 kl. 22:39
Sumt fólk er svo bláeygt að það má telja því trú um hvað sem er. Það er von að siðferðið og lýðræðið sé eins og það er í dag. Ég vorkenni fólki sem tekur undir þessa umræðu að hér sé um árásir og hatursumræður fólks að etja, þegar fólk vill bara heyra sannleikann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2016 kl. 22:52
Það verður að virða Ómari tvennt til vorkunar, að skilja ekki hvað hrægammasjóður er, og að vera alvarlega sýktur af vinstrisinnaðri öfund.
Þegar það fer saman við niðurlæginguna sem kommar urðu fyrir, þegar þjóðin henti þeim út úr Stjórnarráðinu eftir háðuglega útreið í kosningum, og þrána eftir hefnd, þá er ekki að undra að vinstrimenn ljúgi eins og þeir eru langir til, í örvæntingarfullri tilraun að skapa eftirsðurn eftir sér.
Fylgi vinstriflokkanna mælist í bjórstyrkleika, og þörfin fyrir "hneyksli" er yfirþyrmandi. Svo yfirþyrmandi að tap eiginkonu forsætisráðherra á lánum til banka, verður þeim tilefni til nornaveiða.
Þegar þetta fer svo saman við þá staðreynd, að þjóðin hefur ákaflega lítinn áhuga á þessu tilefnislausa upphlaupi, þá forherðast vinstrimenn, og ljúga eins og aldrei fyrr. En fyrir þá er málið tapað.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.3.2016 kl. 23:04
Ómar skilur mæta vel hvað átt er við með hrægömmum í þessari umræðu. En hann bendir á þá staðreynd að núverandi forsætisráðherra hafði kosningaáróðri sínum miklu víðtækari en venjulega tíðkast og gerir góða grein fyrir því í pistlinum.
En Hilmar þú áttar þig ekki á þeirri staðreynd, að betra er að hafa lítið fylki en halda heiðarleik sínum. Það er einmitt öllu venjulegu fólki mikilvægari. Breytir þá engu hvaða flokka menn kjósa í kosningum.
Á það hefur verið bent réttilega, að Sigmundur Davíð hafði upplýst þjóðina um Tortólueign þeirra hjóna fyrir kosningarnar (þá var eignin í sameign) hefði flokkur hans aldrei náð þessu fylgi. Hann hefði ekki þótt trúverðugur.
En nú virðist hann vera búinn að fella sauðagæruna að mestu og stendur næsta nakinn eftir.
Kristbjörn Árnason, 24.3.2016 kl. 23:35
Afsakið leiðréttur texti
Ómar skilur mæta vel hvað átt er við með ,,hrægömmum" í þessari umræðu. En hann bendir á þá staðreynd að núverandi forsætisráðherra hafði kosningaáróðri sínum miklu víðtækari merkingu í þessu hutaki en venjulega tíðkast og gerir góða grein fyrir því í pistlinum.
En Hilmar þvirðist ekki átta þig á þeirri staðreynd, að betra er að hafa lítið fylgi en halda heiðarleik sínum. Það er einmitt öllu venjulegu fólki miklu mikilvægara. Breytir þá engu hvaða flokka menn kjósa í kosningum.
Á það hefur verið bent réttilega, að ef Sigmundur Davíð hefði upplýst þjóðina um Tortólueign þeirra hjóna fyrir kosningarnar (þá var eignin í sameign) hefði flokkur hans aldrei náð þessu fylgi. Hann hefði ekki þótt trúverðugur.
En nú virðist hann vera búinn að fella sauðagæruna að mestu og stendur næsta nakinn eftir.
Kristbjörn Árnason, 24.3.2016 kl. 23:39
flottur pistill ómar - þetta er minn skilningur líka
Rafn Guðmundsson, 25.3.2016 kl. 00:04
Sjáum til, ein af ástæðum þess að vinstrimenn mælast í pilsnerfylgi, er þessi gengdarlausa heimska, að ætla fólki t.d. að trúa því, að vinstrimenn séu heiðarlegir. Skjaldborgin um heimilin, sem varð að gjaldborg, innheimtulög Árna Páls fyrir hönd hrægamma, Icesave og lygar Vinstri grænna um ESB umsókn, er æpandi dæmi um ómerkilegheit, svik og lygar vinstrimanna, og gleymist ekki.
Það veldur fólki velgju, þegar þessir svikahrappar koma fram eins og hvítþvegnir englar. Afsakaðu meðan ég gubba á vel við.
Nei, þetta eru örvæntingarspörk deyjandi flokka fyrir neðan beltisstað, lygar og rangfærslur. Málið er ekkert flóknara en það.
Og rétt að árétta það, að Sigmundur Davíð hefur aldrei átt neitt á Tortola, á ekkert á Tortola, og hefur aldrei átt kröfur á bankana.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 00:05
Spurning eitt: Af hverju þarf fólk að flýja með milljónir sína til útlanda? Hvað er fólk að flýja? Við hin sem eigum e.t.v. 0,1-1,0 millj. á bankareikningi getum hreinlega ekki flúið neitt. Í stað þess að grafa þessar fáu krónur í jörð treystum við bönkunum fyrir þeim. Og þar með fórum við illa með Tortólafyrirtækin. Svei og sveiattan.
Sesselja Guðmunddóttir (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 00:11
Það eru ekki bara nokkrar milljónir sem fólk er með milli handanna. Nei nei, þúsund milljónir! 1 milljarður. Og svo hátt í annan milljarð á öðrum stað, skilst manni.
Þetta er auðvitað eitthvað sem flestir íslendingar komast aldrei í kynni við.
En ástæðan að menn fara á aflandseyjar með góssið, - hlýtur að vera sú að þeir treysta svo illa efnahagsstjórn framsjalla. Eg get eigi séð aðra ástæðu. Vantraust á landi og gjaldmiðli undir ofurstjórn framsjalla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2016 kl. 00:26
Eins og athugasemd nr 10, frá Sesselju, sýnir svo glögglega, þá er einn anginn af þessu upphlaupi vinstrimanna, öfund, hrein og klár, og ógeðsleg.
Eiginkona forsætisráðherra fékk fyrirfram greiddan arf, og af honum greiddi hún erfðafjárskatt, og að honum greiddum, átti hún þetta fé og gat ráðstafað því eins og hana lysti. Hún gat farið með fé sitt úr landi, eins og allir landar hennar.
Öfundsýki er einhver ömurlegasti eiginleiki mannskepnunnar, og virðist hrjá vinstrimenn meira en aðra. Þvílíkir lúserar....
Hilmar (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 00:30
Hrægammarnir voru þeir sem keyptu kröfurnar á slikk, ekki fólkið sem gerði kröfur á bankana til að reyna að endurheimta eitthvað af tapi. Vinir þínir í vinstrinu afhentu vogunarsjóðunum þetta á silfurfati á kúk og kanil og gáfu svo skotleyfi á almenning og fyrirtæki í landinu.
Annaðhvort ertu svona skyni skroppinn að skilja þetta ekki eða þá að þú ert svona ómerkilegur að halda þessu til streitu vitandi betur.
Mér er skítsama hvort er, en þú mátt vita að þetta eykur ekki trúverðugleika þinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2016 kl. 01:51
Það er þægilegt fyrir forsætisráðherra og fylgismenn hans að geta gripið til orðabókarskýringar á hrægammasjóði þó hingað til hafi þeir notað það orð um mikið stærri hóp. Hóp sem eiginkona forsætisráðherra fyllir og var falið fyrir almenningi.
Það er víst ekki mikill manndómur í því að láta konuna bjarga fjölskylduauðnum í dollara og pund á Tortóla meðan almenningi er gert að skila inn öllum gjaldeyri og á sitt undir örlögum krónunnar. Það verður enginn forsætisráðherra sem hefði auglýst þá björgunaraðgerð.
Nú eru þeir sagðir skyni skroppnir, vorkunnsamir og ótrúverðugir sem muna hvernig allir kröfuhafar bankanna voru hrægammar í ræðum forsætisráðherra fyrir ekki mjög löngu síðan. Trúverðug gáfnaljós muna víst ekki lengra aftur en til síðustu viku og þekking þeirra kemur úr orðabók.
Hábeinn (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 03:09
Tek undir það sem Jón Steinar segir hér. En málið er flóknara en svo en sauðurinn ég í fjármálum beri skynbragð á hvaða leið hefði átt að fara. Þetta er búið og gert og best er að reyna að læra af mistökum fortíðar. Í því felst að mínu mati að endurtaka ekki þá vitleysu að selja bankana og neyðast svo til að koma þeim til bjargar þegar þeir eru að rúlla vegna tengingunnar við almenn fjármál fólksins í landinu. Leiðin er stofnun banka í eigu almennings svo fólk hafi val. Þar með er engin ástæða til að bjarga öðrum bönkum frá falli. Varðandi þetta mál Sigmundar er áberandi hvað hann er oft "ósammála sjálfun sér" Hann sagði fyrir ári á Alþingi að ríkisstjórnin færi eftir siðareglum frá 2011 þar sem segir að þingmenn eigi að upplýsa almenning um hvaðeina sem skipt gæti máli um hæfi þeirra, Nú segir hann að honum hafi ekki borið nein skylda til að upplýsa um fjármál eiginkonunnar .Þetta eitt og sér kemur mér gyrir sjónir sem algjör klaufagangur en virðist ganga í marga, sennilega bara vegna þess að þeir eru í afneitun. Málið snýst ekki um það að félag konunnar hafi gert kröfu á slitabú landsbankans heldur það að Sigmundur stóð ekki við skyldu sína samkvæmt siðareglum alþingis og að sjálfsögðu því að eiginkona hans flutti peninga ó skattaskjól sem viðurkennt er í dag sem lögbrot. Ósannsögli á borð við það að allir skattar hafi verið greiddir á íslandi bætir svo gráu ofan á svart . Það hljóta akkir að sjá að það stenst ekki og skattayfirvöld geta að sjálfsögðu að geta veitt upplýsingar um það.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.3.2016 kl. 06:53
Fannst það fremur ólíklegt að Ómar Ragnarsson hefði það á hreinu hvað Sigmundur Davíð sagði fyrir þrem árum. Tók smá rannsóknarsnúning í morgunsárið, og viti menn, Ómar Ragnarsson lýgur að Sigmundur hafi "tönnlast á hrægammasjóðum" Hann ræðir um vogunarsjóði og kröfuhafa.
En Ómar lætur þá lygar ekki duga, heldur lýgur hann um "stjarnfræðilegar upphæðir" sem Sigmundur lofar frá þessum sjóðum. Minni lygar nenni ég ekki að elta.
Ómar ætti að sjá sóma sinn að biðjast afsökunar á þessum lygum. Að öðrum kosti skal hann kallast ómerkingur og svíðingur.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 08:12
http://www.hringbraut.is/frettir/pistlar/thetta-snyst-um-truverdugleika-og-traust-sigmundur-david
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 08:56
Átti þessi tilvitnun í Ólaf Arnarsson að vera grín, Elín?
Eignarhaldsfélag eiginkonu forsætisráðherra gerði kröfur upp á einhverja hundruði miljóna, á meðan stærstu kröfuhafar gerðu kröfur upp á hundruði MILJARÐA.
Auðvitað snýst þetta um traust, maður eins og Ólafur Arnarsson hefur ekkert slíkt, bæði vegna óreiðu í eigin málum, en ekki síst vegna þess að hann var ein af aðal klappstýrum útrásarvíkinga.
Það er greinilegt að fólk er byrjað að gleyma....
Hilmar (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 09:30
Ég sá þetta allt fyrir og margsagði fólki fyrir kosningar 2013.
Framsókn er hrægammurinn, sagði eg.
Það gengur og eftir fullkomlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2016 kl. 09:54
Það var Sigmundur Davíð sem kallaði kröfuhafa hrægamma.
Hann gerði engan greinamun á þeim sem höfðu keypt kröfur eftir hrun á hrakvirði og þeim sem keyptu þær fyrir hrun. Kylfum og haglabyssum skyldi beitt á alla kröfuhafa enda varla hægt að greina þar á milli.
Þegar vísað er í Önnu Sigurlaugu sem hrægamm er aðeins verið að fylgja fordæmi SDG. Hann getur því ekki kvartað.
Ásmundur (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 10:06
Ætli flestir þeir, sem kusu 2013 muni ekki fullvel þá miklu áherslu sem lögð var á að gefa einhæfa mynd af kröfuhöfunum, fólkinu sem fjárfesti í spilaborg íslensku bankanna.
Hamrað var á "vogunarsjóðum" og "hrægömmum" en aldrei minnst á hve hátt hlutfall kröfuhafa var venjulegt fólk, lífeyrissjóðir og líknarsjóðir.
Í kvikmynd Gunnars Sigurðssonar um Hrunið var til dæmis talað við breska ekkju sem trúði fagurgalanum um "íslenska efnahagundrið" og hinn gamalagróna og trausta banka, sem hún lagði spariféð í í góðri trú.
Vogunarsjóðunum var lýst sem erlendum gömblurum sem ættu ekkert gott skilið.
Þröstur Ólafsson hagfræðíngur hefur skoðað fjármögnun Hörpunnar og komist að því að hlunnfarnir erlendir sparifjáreigendur borguðu meira en þriðjung byggingarkostnaðarins.
Við getum verið stolt af Hörpunni, ekki satt?
Ómar Ragnarsson, 25.3.2016 kl. 10:38
“Siðaðir menn semja, hinir slást” sagði Þröstur Ólafsson í Fréttablaðinu á sínum tíma.
http://visir.is/heilagra-manna-sogur/article/2011110339919
Sami maður vildi kenna Norðurlandabúum að græða á félagslegu leiguhúsnæði.
“Spurning dagsins: Þröstur, er ekki næsta skrefið útrás? Jú, næsta skrefið í útrás okkar er að kenna Norðurlandabúum hvernig þeir geti grætt á félagslegu leiguhúsnæði.” (Fréttablaðið 20. mars 2006:2).
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=271627&pageId=3889251&lang=is&q=%DEr%F6stur%20%D3lafsson
Reyna siðaðir menn að græða á félagslegu leiguhúsnæði?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 10:47
Hábeinn sagði: - - meðan almenningi er gert að skila inn öllum gjaldeyri og á sitt undir örlögum krónunnar. Hvar kom það fram að almenningur ætti að skila inn gjaldeyri og það öllum gjaldeyri? Þú verður alveg ótrúverðugur með svona villum. Það var aldrei og er ekki enn ólöglegt að geyma peninga í gjaldeyri. Það voru sett gjaldeyrishöft. En hvar stóð að þeir sem ættu gjaldeyri fyrir ættu að skila honum?
Sesselja talar á svipuðum villunótum og eins og það sé ólöglegt (og líka ómerkilegt) að geyma gjaldeyri. Og glæpur nánast að geyma gjaldeyri í erlendum banka. Sesselja heldur fram að fólk sé að flýja ef það notar frelsi sitt og geymir peninga þar sem það vill en ekki þar sem hún vill að fólk geymi peningana. Það er ekki glæpur að geyma peninga í erlendum banka og það var aldrei glæpur.
Verð að taka undir þetta frá Hilmari:
Sjáum til, ein af ástæðum þess að vinstrimenn mælast í pilsnerfylgi, er þessi gengdarlausa heimska, að ætla fólki t.d. að trúa því, að vinstrimenn séu heiðarlegir. Skjaldborgin um heimilin, sem varð að gjaldborg, innheimtulög Árna Páls fyrir hönd hrægamma, Icesave og lygar Vinstri grænna um ESB umsókn, er æpandi dæmi um ómerkilegheit, svik og lygar vinstrimanna, og gleymist ekki.
Það veldur fólki velgju, þegar þessir svikahrappar koma fram eins og hvítþvegnir englar.
Og þetta frá Jóni Steinari:
Hrægammarnir voru þeir sem keyptu kröfurnar á slikk, ekki fólkið sem gerði kröfur á bankana til að reyna að endurheimta eitthvað af tapi. Vinir þínir í vinstrinu afhentu vogunarsjóðunum þetta á silfurfati á xxx og xxxxx og gáfu svo skotleyfi á almenning og fyrirtæki í landinu.
Ætla að taka það fram að ég er ekki að verja neinn stjórnmálaflokk.
Elle_, 25.3.2016 kl. 12:22
12. gr. Skilaskylda á erlendum gjaldeyri. Öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast, þ.m.t. fyrir seldar vörur og þjónustu, skal skilað til fjármálafyrirtækis hér á landi innan tveggja vikna frá því að gjaldeyririnn komst eða gat komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans. Takist skilaskylda ekki innan ofangreinds frests skal skýringum komið á framfæri við fjármálafyrirtæki.
Svo mörg voru þau orð í reglum frá Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 13:01
Já já en það á ekki við um gjaldeyri sem var þarna fyrir.
Elle_, 25.3.2016 kl. 13:22
Það er alltaf jafn merkilegt að sjá klórið eftir millistéttarfólkið sem var búið að skuldsetja upp í rjáfur löngu fyrir hrun. Á tímum þegar þeirra flokkar stjórnuðu landinu og settu allt í strand.
Þetta er einmitt liðið sem ætlaðist til þess að þjóðin bjargaði þeim út úr ósómanum og aumingjaskapnum. Engir aðilar í landinu fengu ara eins aðhlynningu. En samt væla þeir áfram.
En láglaunafólkið sem var búið að vera í algjörri kreppu allat tíð frá 1998 sagði ekki múkk við hrunið. Það kvartaði ekki. Það bara beit á jaxlinn við að bjarga þessum aumingjum sem höfðu lifað í óreiðu árum saman og voru flestir komnir með allt undir hamarinn fyrir hrun.
Hættið svo að væla, það var allt of mikið gert fyrir ykkur. Margar kollsteypur hef ég lifað sú fyrsta 1958 og aldrei fyrr hafa stjórnvöld látið sig detta í hga að bjarga fjölsskyldum.
Enn eru launamenn að súpa seiðið af kreppunni sem varð á 7. áratugnum þegar öllum kostnaði var velt yfir á launafólk að kröfu AGS.
Kristbjörn Árnason, 25.3.2016 kl. 13:58
Þú ættir kannski bara að fletta þessum reglum upp sjálf(ur) og bera saman við fullyrðinguna: Það var aldrei og er ekki enn ólöglegt að geyma peninga í gjaldeyri.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 13:59
Verulega fyndin þessi lygasaga Ómars um ekkjuna sem tapaði ævisparnaðinum með því að leggja hann inn á íslenskan bankareikning. Staðreyndin er sú að allir sem áttu peninga inná bankareikningi íslenskra banka hafa fengið þá greidda, og þeir voru greiddir af þrotabúunum, ekki íslenskum almenningi eða erlendum stjórnvöldum.
Þó svo einhver jólasveinn þykist geta rakið þá fjármuni sem notaðir voru til að byggja Hörpuna þá er staðreyndin sú að það er einfaldlega ógerlegt. Það er líka staðreynd að það var búið að setja örfáar krónur í þá byggingu þegar ríkið tók yfir bygginguna. Það er líka staðreynd að skuldir Landsbankans voru þúsundfaldar það sem sett hafði verið í þessa einu byggingu. Það er líka staðreynd að íslenskur almenningur bar kostnað af gjaldþroti Landsbankans sem mörghundruðfaldur þessar krónur sem þessi grunnur hafði kostað þegar ríkið tók yfir bygginguna.
Hafi Ómar einhvern tímann haft einhvern trúverðugleika þá fauk hann útum gluggan með þessari lygaþvælu hans
Bjarni (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 14:06
Þorvaldur, það var ekki ólöglegt að geyma peninga í gjaldeyri eftir að gjaldeyrishöftin voru sett 2008/2009. Það getur alveg verið að það hafi verið það á fyrri öld eða öldum. Þú ætti að skoða það bara sjálfur.
Elle_, 25.3.2016 kl. 15:10
Það voru vissir sjóðir í íslensku bönkunum, Bjarni, sem fólk tapaði heilmiklu eða öllu sparifé í. Þar var fólk blekkt, gamalt fólk líka, og tapaði miklu og stundum öllu. Það var ekki lygasaga.
Elle_, 25.3.2016 kl. 15:17
En Ómar, íslenski bankinn sem þú líklega vísar í (ICESAVE) með bresku konuna var á erlendri grund og líka undir eftirliti yfirvalda þar, líka með tryggingar þar.
Elle_, 25.3.2016 kl. 15:29
21.1.2013:
Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára
1.7.2010:
Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar
Heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 15:43
9.3.2008 (fyrir Hrun):
"Við Íslendingar erum skuldugasta þjóð í heimi og hreinar skuldir okkar eru rúmir 1.800 milljarðar króna.
Þegar allar eignir hafa verið teknar með í reikninginn og dregnar frá skuldunum er niðurstaðan sú að hvert mannsbarn á Íslandi skuldar tæpar sex milljónir króna."
Íslendingar skulda mest í heimi
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 15:47
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 15:48
"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."
"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.
Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."
Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 15:50
Elle; þessar reglur eru frá 2010 þannig að sennilega þarftu að endurskoða innihald koddans. Það liggur alveg ljóst fyrir að gjaldeyri skal skila. Þó er heimilt að eiga gjaldeyrisreikninga við innlenda innlánsstofnun en út af þeim reikningum má því eingöngu taka að menn séi að fara til útlanda og þurfi aurana sér til framfærslu.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 15:56
Íslensk fyrirtæki skulduðu samtals 15.685 milljarða króna í árslok 2007 og 22.675 milljarða króna í árslok 2008, samkvæmt Tíund, fréttabréfi ríkisskattstjóra.
Tuttugu og tvö þúsund sex hundruð sjötíu og fimm milljarða króna.
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 15:59
Mér alveg sama hvort það var 2008/2009 eða 2010 Þorvaldur og sagði það enda ekki nákvæmlega. Og hvaða kodda meinarðu? Og aftur, það má geyma erlendan gjaldeyri í innlendum eða ERLENDUM reikningi. Það er eins og þú viljir ekki ræða þetta af neinum heilindum og ég nenni í alvöru ekki að lesa hæðnina og stælana.
Elle_, 25.3.2016 kl. 17:00
Elle, það er lygaþvæla að fólk hafi tapað öllum sínum ævisparnaði í einhverjum sjóðum hjá íslenskum bönkum. Fólk fékk um 70 til 80 % greitt úr þessum sjóðum?
Þess utan voru þessir sjóðir bundnir við Ísland og bankarnir voru ekki með neina slíka sjóði erlendis.
Bjarni (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 17:09
12. gr. Skilaskylda á erlendum gjaldeyri. Öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast, þ.m.t. fyrir seldar vörur og þjónustu, skal skilað til fjármálafyrirtækis hér á landi innan tveggja vikna frá því að gjaldeyririnn komst eða gat komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans.
Og þetta eru þær reglur sem nú gilda.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 17:10
En ég var að tala um gjaldeyri sem VAR ÞARNA FYRIR. Þú hlustar ekki, þú lest ekki það sem maður skrifar en þrætir bara endalaust. Var ekkert að tala um það sem þú skrifaðir þarna. Þú veist þetta ekki en þrætir bara. Svo voru sett lög um gjaldeyrismál 2008.
Seðlabankinn:
Gjaldeyrismál
Gjaldeyrisviðskipti hafa verið háð takmörkunum frá hruni bankakerfisins haustið 2008.
Seðlabankinn - Gjaldeyrismál
Elle_, 25.3.2016 kl. 17:19
Þú skrifaðir sjálf(ur): Það var aldrei og er ekki enn ólöglegt að geyma peninga í gjaldeyri. Og sömuleiðis skrifaðir þú sjálf(ur): Og aftur, það má geyma erlendan gjaldeyri í innlendum eða ERLENDUM reikningi.
Og svo má vitaskuld ekki heldur gleyma því að í fyrndinni varð alþingismaður sjálfstæðisflokksins, Jón Sólnes, uppvís að því að eiga gjaldeyrisreikning í útlöndum og varð að víkja af framboðslista í kjölfar þess.
Og sennilega veit ég lengra en þú um gjaldeyrismál en um þessar mundir eru tæp fimmtíu ár síðan ég fór að eiga í viðskiptum með gjaldeyri, en prófaðu bara að fara í gjaldeyrisdeild einhvers bankans og kynna þér þetta.
Þetta með koddann; það er meira að segja bannað að eiga gjaldeyri undir koddanum sínum.
En svo fer þetta að verða til lítils; þú vilt ekki viðurkenna að þér hafi orðið á og þar með er heppilegt að kveðja þig kærlega.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 18:01
Það er ehildarsamhengið sem skiptir máli. Það er eins og sumir heittrúaðir framsjallar hafi ekki enn áttað sig á alvarleika málsins. Eru enn í afneitun.
Heildarsamhengi.
Blekkingin er svo mikil í samhengi pólitíkur þeirrar er þessi maður hefur stundað og jafnframt sópast allt traust burtu. Blekkingin er svo stór. Þetta er svo mikið hneyksli eða pólitískur skandall sem kallast erlendis.
Færeyingar sjá þetta strax:
,,Íslendski forsætisráðharrin er undir stórum trýsti.
Í Íslandi er forsætisráðharrin, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, komin í eitt politiskt ódnarveður, nú tað er komið fram, at fyritøkan, sum kona hansara eigur og rekur, hevur útivið 63 milliónir krónur í varðveitslu á bretsku Jomfrúoyggjunum. Oyggjarnar eru tiltiknar sum skattaskjól."
http://kvf.fo/greinar/2016/03/25/islendski-forsaetisradharrin-er-undir-storum-trysti#.VvV4XfmLTNN
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2016 kl. 18:37
Já ég var löngu búin að skýra að ég ætti við lög sem voru sett 2008/2009 en ekki á fyrr öld-um. Og skiptir mig engu máli hvað þú varst lengi búinn að vera með gjaldeyrisviðskipti, ég var ekki að tala um gjaldeyrisviðskipti, ég var að tala um að GEYMA gjaldeyri í erlendum bankareiknigni. Nei ég þarf ekki að fara í banka til að vita að það má GEYMA erlendan gjaldeyri í erlendum bankareikingi, hafi hann verið þar fyrir löginn sem voru sett 2008.
Elle_, 25.3.2016 kl. 18:46
Lögin.
Elle_, 25.3.2016 kl. 18:47
Lög um gjaldeyrismál nr. 87/1992
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 18:55
Já það voru gjaldeyrishöft sett 2008. Og svo fullyrðir Þorvaldur bara út í loftið og snýr út úr.
Elle_, 25.3.2016 kl. 19:00
"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað."
Hins vegar:
"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu."
Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, bls. 16-17
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 19:12
Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál nr. 87/1992, takmörkun gjaldeyrisviðskipta, 28. nóvember 2008
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 19:32
Þú fullyrtir: Það var aldrei og er ekki enn ólöglegt að geyma peninga í gjaldeyri.
Frá fyrra stríði til 1992 var slíkt harðbannað og þeir sem áttu gjaldeyrisreikninga urðu að láta af þeim. Síðan var slakað á frá 1992 og bannað aftur 2008.
Þegar sagt er: Það var aldrei og er ekki enn ólöglegt að geyma peninga í gjaldeyri., þá er það einfaldlega ekki rétt. Nánast alla tuttugustu öldina var það bannað og vænan skammt af því sem af er þeirrar 21. Það er býsna billegt að fullyrða eitthvað og halda því síðan fram að þú hafir alls ekki átt við það heldur eitthvað annað.
En svo nenni ég þessu ekki.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 20:06
Og ég var löngu búin að skýra að ég ætti við lög sem voru sett 2008/2009 en ekki á fyrri öld-um. Það er ekki ólöglegt að geyma erlendan gjaldeyri erlendis en þú ert búinn að vera að þræta um það, þú vitir svo mikið um það vegna gjaldeyrisviðskipta þinna.
En hvar stóð það í lögum að það hafi nokkru sinni verið ólöglegt? Ekki veit ég neitt um þau fyrri alda lög. Núna bættirðu við:
Frá fyrra stríði til 1992 var slíkt harðbannað og þeir sem áttu gjaldeyrisreikninga urðu að láta af þeim. Síðan var slakað á frá 1992 og bannað aftur 2008.
Það þýðir ekki að það hafi verið bannað að geyma peninga erlendis þó fólk hafi orðið að láta vita af þeim. Vissulega varð fólk og verður enn að láta skattayfirvöld vita af þeim.
Elle_, 25.3.2016 kl. 20:38
Þessi Þorvaldur er náttúrulega dæmigeður vinstrimaður, sí-endurtekur sömu vitleysuna, trekk í trekk, öllu skynsömu fólki til almennra leiðinda.
Það er ekki óheimilt að eiga og geyma gjaldeyri. Til þess eru gjaldeyrisreikningar bankanna.
En þessi staðreynd kemur eiginkonu forsætisráðherra ekki baun við, þar sem hún á ekki erlendan gjaldeyri. Hún á hinsvegar erlent fyrirtæki, sem á fé á erlendum reikningum.
Íslenska ríkið hefur ekki lögsögu yfir erlendum fyrirtækjum, og ekki heldur lögsögu yfir eignum Íslendinga í erlendum fyrirtækjum.
Hættu nú að prumpa þessari vitleysu yfir fólk, Þorvaldur.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 20:44
Ekki ætlar Ómar Ragnarsson að biðjast afsökunar á lygum sínum um Sigmund Davíð.
Þessi ítrekuðu lygar benda til þess, að innrætið sé með þeim hætti, að hægt sé að efast um að starfsferill hans sem fréttamanns hafi byggst á heiðarleika og sannsögli. Því má efast um sannleiksgildi þeirra frétta sem hann hefur látið frá sér fara.
Svarið sem kom í stað afsökunar, var afar einkennilegt rant um Hörpuna, eins og Harpan hafi komið Sigmundi Davíð eitthvað við.
Reyndu nú að manna þig upp Ómar, og biðjast afsökunar.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 20:51
Sambandslagasamningur Íslands og Danmerkur árið 1918:
"9 gr. Myntskipun sú sem hingað til hefur gilt í báðum ríkjum skal vera áfram í gildi meðan myntsamband Norðurlanda helst.
Ef Ísland kynni að óska að stofna eigin peningasláttu verður að semja við Svíþjóð og Noreg um það hvort mynt sú sem slegin er á Íslandi skuli vera viðurkenndur löglegur gjaldeyrir í þessum löndum."
Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs fyrir allt að hálfri milljón króna og skyldi það verða fyrsta starfsfé Landsbanka Íslands.
Danir, Norðmenn og Svíar stofnuðu Norræna myntbandalagið árið 1873 og íslensk myntlög voru sett árið 1925.
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 21:13
"Færeyska krónan" er bundin gengi evrunnar.
"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands."
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 21:21
„...urðu að láta af þeim.“
Bara eitt. Að láta af einhverju þýðir að leggja það niður. Hætta því. Það þýðir ekki að láta vita af einhverju. Gjaldeyriseign erlendis var bönnuð, síðan leyfð í 16 ár og svo bönnuð aftur. Og allir þeir sem eignast gjaldeyri hér verða að skila honum til bankanna nema með þeirri undantekningu að heimilt er að geyma gjaldeyri á þar til gerðum reikningi hjá innlendri stofnun. Ekki undir koddanum. Og af slíkum reikningi er einungis heimilt að taka hálfa milljón mánaðarlega til ferðalaga eða framfærslu erlendis. Það liggur því fyrir að erfitt kynni að reynast að reka sæmilegt fyrirtæki gegnum slíkan reikning.
En þótt menn hér viti ekki hvernig lög og reglur voru fyrir 24 árum þýðir ekki að þá hafi engar reglur verið. Veröldin er nefnilega heldur eldri en 24 ára.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 21:28
NEI ÞAÐ ER EKKI BANNAÐ að geyma gjaldeyri innlendis eða erlendis alveg sama hvað þú endurtekur það oft. Og þú bendir ekki enn á lögin sem bönnuðu það "frá fyrra stríði og fram að 1992" og "bannað aftur 2008". Mig langar ofsalega að vita líka um gjaldeyrislögin frá 1128. Veistu nokkuð um þau?
Fólk búsett á Íslandi geymdi gjaldeyri erlendis í friði fyrir skattayfirvöldum frá minnst miðri síðustu öld og það voru ekki faldir reikningar. Skrýtið ef það var harðbannað. Það fólk var ekki í neinni stjórnmálaklíku.
Varstu að ýja að að ég og Hilmar værum fædd eftir 1990??
Elle_, 25.3.2016 kl. 21:59
Gjaldeyrisreikningur - Arion banki:
"Hægt er að velja erlenda mynt úr gjaldeyrisflóru sem bankinn býður upp á og ávöxtun fer eftir almennri gengisþróun og vöxtum gjaldmiðilsins hverju sinni.
Eiginleikar
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 22:56
Gjaldeyrisreikningur - Landsbankinn
Gjaldeyrisreikningur - Íslandsbanki
Sjá hins vegar 13 gr. d. í Lögum um gjaldeyrismál nr. 87/1992
Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 23:07
Einkagjaldeyrisreikningar voru leyfðir við innlendar stofnanir árið 1977 Má um þetta sjá til dæmis hér: Hinn 30. nóvember 1977 var gerð breyting á reglugerð nr. 79 frá 27. maí 1960, um skipan gjaldeyris- og innflutningsmála o.fl. Var breytingin fólgin í þvi, að þeim aðilum, sem eiga eða eignast erlendan gjaldeyri og ekki er beinlínis skylt að selja hann innlendum gjaldeyrisbönkum, er heimilað að stofna gjaldeyrisreikninga í eftirtöldum gjaldmiðlum: Bandarískum dollurum, þýzkum mörkum, sterlingspundum og dönskum krónum. Er hór fyrst og fremst um að ræða erlend vinnulaun og þóknun, afgang af áhafna- og ferðagjaldevri, arf erlendis frá, fé, sem tekið er með við flutning til landsins, svo og umboðslaun og erlendar tekjur skipa- og flugfélaga og vátryggingarfélaga. Hinum siðast töldu aðilum hefur verið og er nú jafnframt heimilt að geyma gjalcleyri á erlendum bankareikningum og hjá erlendum umboðsmönnum, enda séu slíkar innstæður í samræmi við rekstrarfjárþarfir.
Er þessi klausa tekin úr ársskýrslu Seðlabankans fyrir 1977 af bls.28.
Þá voru lagaákvæði um gjaldeyrismál frá 1960 ekki flókin (6. grein): Allur erlendur gjaldeyrir, sem aðilar, skráðir eða búsettir hér á landi, eiga eða eignast fyrir seldar vörur, þjónustu eða á annan hátt, skal án óeðlilegs dráttar seldur Seðlabankanum eða bönkum þeim, sem heimild hafa til að verzla með erlendan gjaldeyri.
Í þessum ákvæðum er engin heimild til að geyma gjaldeyri á prívatreikningum erlendis.
Þá er enginn vafi á því að bankareikningaeignir Íslendinga erlendis voru harðbannaðar eftir miðja 20. öld, sbr. t.d. frétt á forsíðu Þjóðviljans þann 27.6.1971 og leiðara sama blaðs frá 15.5. sama ár.
Og svo má ekki gleyma frétt á forsíðu Þjóðviljans frá 14.2.1978 þar sem Alþingismaður nokkur verður uppvís að því að hafa átt erlendan bankareikning um árabil þrátt fyrir skýlaust bann við slíku. Dagblaðið slær þessu sömuleiðis upp á forsíðu þann 13.2. Er þetta mál allt hið fróðlegasta, í ljósi umræðu hér að framan.
Og gjaldeyrislögin frá 1128. Á þeim tíma versluðu menn aðallega með vöruskiptum en silfri og gulli til að bæta upp mismun og var vöruskiptajöfnuður landsmanna óhagstæður og hefur verið það nánast síðan meðþeim aafleiðingum að hér hefur ríkt verðbólga frá upphafi eða því sem næst.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.3.2016 kl. 11:24
Ofanvert var frumvarp til laga 1960 en ég fann ekki lögin. Og undir þessu stóð:
"Gjaldeyrisdeildin, svo og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans, geta veitt undanþágu frá reglum 1. málsgr., svo og leyft tilteknum aðilum að eiga reikning í erlendum gjaldeyri og nota gjaldeyristekjur sínar til að inna tilteknar greiðslur af hendi."
Elle_, 26.3.2016 kl. 12:43
Já, rétt er það. Þessi heimild var til að t.a.m. flugfélög og skipafélög og önnur fyrirtæki sem höfðu hluta starfsemi sinnar erlendis, þyrftu ekki að skila öllum fengnum gjaldeyri, og sækja síðan um gjaldeyrisheimild til að greiða erlend útgjöld, heldur gætu geymt féð um stundarsakir þar til reikningar bærust. Þess voru engin dæmi að einstaklingar mættu geyma t.d. erlend umboðslaun á erlendum reikningum. Þess vegna m.a. fékk Jón Sólnes, sem var bankastjóri og alþingismaður og átti að kunna lögin fremur bágt fyrir. Hefðu undanþágur skv. 6. greininni verið almennar hefði hann sennilega hins vegar verið fyrsti maður til að fá slíkt. En hann lét sér duga að segja: Þetta eru heimskulegar reglur og ég hefði greitt atkvæði gegn þeim hefði ég setið á þingi þá, og því fell ég ekki undir þær.
Og þess má geta að lögin frá 1960 voru til rýmkunar á gjaldeyrisreglum en ekki þrengingar.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.3.2016 kl. 12:59
Um 6. gr.
Í 3. mgr. er ákvæði um, að gjaldeyrisdeildin og gjaldeyriseftirlitið, hvort á sínu sviði, geti veitt undanþágu frá skilaskyldu skv. 1. mgr. Sömuleiðis er rétt, að undir sömu aðila sé að sækja um heimildir til að eiga erlenda reikninga við banka eða hjá öðrum aðila utanlands eða innan, en beint ákvæði um það hefur ekki verið í lögum né reglugerð.
Það var ekkert í lögunum sem beinlínis bannaði að eiga gjaldeyrisreikning erlendis.
Elle_, 26.3.2016 kl. 12:59
Hins vegar fékk enginn prívatmaður leyfi til þess. Lestu nú klausuna um þetta í blöðunum: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=257&lang=is
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=257&lang=is
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.3.2016 kl. 14:36
Grikklands-stjórnin í Evrópusambandinu?
Hvernig liggur í öllu þessu bankabralli og stjórnleysi, sem flytur peninga og þræla út um allan heim, án þess að nokkurt veraldlegt embætti sé ábyrgt samkvæmt siðaðra manna lögum og dómsstólum?
Ég skil alltaf minna og minna í þessari netaflækju bankanna og dómaranna?
Mér finnst lögfræðingar, hagfræðingar og dómsstólar sleppa við alla ábyrgð og fjölmiðlaspurningar. Eftir dómarahöfðinu dansar víst restin.
Það er eitthvað meira á bak við þessa umræðu heldur en komið hefur fram. Svo mikið er fólki niðri fyrir. Sem þó kemur ekki allt fram? Kannski þorir fólk ekki að segja neitt, í "réttarríkinu" Íslandi? Það er mjög líklegt.
Hvers vegna er ekki sagt meira um heildarmyndina?
Eru það Grikkjastjórarnir sem eru að hnýta einhverja hnúta í Evrópuhöfuðborginni, með lokuð réttarhöld yfir blaðamönnum? Það er öruggt að almenningi verður ekki sagt frá hvað er verið að bralla núna, fyrr en eftir ,,undirskriftir".
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.3.2016 kl. 16:59
Afsakið villuna. Þetta átti auðvitað að vera Tyrkjastjórarnir, en ekki Grikkjastjórarnir.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.3.2016 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.