26.3.2016 | 07:28
Svona er heimurinn í dag.
"Svona er Ísland í dag" var viðkvæðið hjá Jóni Ársæli Þórðarsyni í þáttum, pistlum og fréttum.
Nú má víkka þetta út og segja ekki aðeins "svona er Brussel í dag", "svona er Jemen í dag" eða "svona er Bagdad í dag", "svona er Leifsstöð í dag," heldur líka "svona er heimurinn í dag" þegar litið er yfir fréttir af sjálfsmórðsárásum á ýmsum stöðum.
Áhrifin af þessum árásum eru afar mikil eins og sjá má af þeirri truflun sem orðið hefur bara hér í Brussel þar sem fólk er enn að melta þau og átta sig á þeim usla sem örfáir ofstækis- og glæpamenn hafa valdið.
Heilum alþjóðaflugvelli tveggja milljón manna borgar hefur verið kippt úr sambandi í viku að minnsta kosti og því meiri áhrif sem blóðbaðið í aðeins 300 metra fjarlægð frá bústað Íslendinga hér hefur á daglegt líf og hugsanir, því meiri árangur hefur árás heilaþveginna ódæðismanna á frið, farsæld og mannréttindi vestræns samfélags.
Þess vegna er þrátt fyrir allt uppörvandi að sjá og heyra viðbrögð fólksins dag eftir dag á blómum skrýddum samkomustöðum utan húss, svo sem við Maalbeek brautarstöðina, þar sem mynd á faceboook síðu minni var tekin í gær.
Og í útvarpi má heyra spilað að nýju rúmlega 40 ára gamlan ástaróð til Brussel, borgarinnar sem skrýððist vorsins blómabreiðum á þegar vorið gengur í garð á jafndægrum.
22 látnir eftir sjálfsmorðsárásir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innrásin í Líbýu var sem sagt vel meint og óvænt heimsókn. Það er einhver framsóknarbragur á þessu öllu saman :)
http://www.ruv.is/frett/frakkar-vildu-halda-ahrifum-i-n-afriku
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.3.2016 kl. 10:37
Sæll Ómar minn. Heyrði í útvarpsfréttum klukkan 10 í dag, að það yrði ekki flogið frá Brussel fyrr en á þriðjudag? Í gær var talað um að fljúga á morgun?
Nú hefur maður áhyggjur af þér Ómar minn, svo ekki sé meira sagt.
Ef ég væri þú Ómar, og væri stödd þarna í Brussel núna, og gæti skaffað mér pening fyrir bílfari norður á bóginn (t.d. til Danmerkur), og svo þaðan með flugi heim sem fyrst. Þá myndi ég gera það.
En ég ekki þú, og því síður stödd í Brussel núna með sand af seðlum. Ég er bara gömul taugaveikluð kerling, sem stundum er ekkert mark á takandi.
Þú ert ekki eign valdakerfisins á Íslandi Ómar minn, þótt valdakerfið vilji endalaust eigna sér frjálst og saklaust fólk á Íslandi.
Gangi þér og þínum sem allra best, og allar góðar vættir/verndarengla-eldveggir verji veg ykkar, og vaki yfir ferðum ykkar og allra annarra sem eru háðir ferðaskrifstofum, flugi, og lestarsamgöngum.
Ekki veitir af verndinni ósýnilegu og traustu.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.3.2016 kl. 10:57
Hábeinn (IP-tala skráð) 26.3.2016 kl. 16:23
Kveikt í húsnæði ætluðu flóttabörnum
Þorsteinn Briem, 26.3.2016 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.