27.3.2016 | 23:24
Öllu snúið í hring og á haus.
Svo er að skilja af því sem hefur fram hjá Árna Páli Árnasyni, að allir þeir, sem tengdust aðgerðum vegna samninga við kröfuhafa föllnu bankanna hafi verið krafðir um upplýsingar um hugsanleg hagsmunatengsl sín við kröfuhafana, en svör allra hafi verið að enginn hafi haft slíkin tengsl.
Hinn eini, sem ekki hafi verið krafinn um þetta hafi verið forsætisráðherra.
En nú kemur í ljós að hann einn tengdist einmitt einum kröfuhafanna.
Þá kemur hann bara og segir að af því að enginn hinna hefðu talið sig eiga nein hagsmunatengsl, hefði hann ekki verið skyldugur til að gefa neitt slíkt upp!
Halló!? Einmitt ekki hann sem virðist hafa verið sá eini sem hafði tengsl?!
Hér er öllu snúið á haus og í hring. Hvað snýr fram og hvað snýr aftur ?
Svo má bæta því við að það er alveg nýr skilningur á vanhæfi að nóg sé að skoða gerning hins vanhæfa eftir á til að meta hvort hagsmunatengsl hans hafi haft áhrif.
Ef þetta er réttur skilningur, eru reglur um að vanhæfi sé kannað áður en en hinn vanhæfi hefst handa við gerning sinn, alveg óþarfar.
Sem er vitanlega galið, því að eftir að gerningurinn liggur fyrir er hægt að deila endalaust um þrjá kosti:
1. Að hinn vanhæfi hafi hitt á hin sanngjörnu málalok. Sem getur verið endalaust umdeilanlegt.
2. Að hinn vanhæfi hafi hyglað hinum tengda.
3. Að hinn vanhæfi hafi gengið á hlut hins tengda.
Kostir 2 og 3 snúast báðir um mismunun og eru því afleitir.
Þetta er aðalástæðan fyrir reglum um að hugað sé að vanhæfi fyrirfram en ekki eftir á.
Athugasemdir
Framkoma forsætisráðherra gagnvart þjóðinni fjölmiðlum og Alþingi er algjörlega út úr kú. Það er ótrúlegt að forsætisráðherra skuli hafa komist hjá því að gefa upp fjármál sín og maka hér fyrir kosningar á meðan að öldruðum og öryrkjum er skilt að gefa upp hverja einustu krónu hjá sér og maka sínum .Síðan er þessu fólki skaffað lágmarksframfærsla á meðan að forsætis og hans líkar geyma allt sitt í aflandsfélögum .
Ragna Birgisdóttir, 27.3.2016 kl. 23:40
"Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að eignarréttur kröfuhafa væri varinn í stjórnarskrá og læra ætti af mistökum sem ríkisstjórnin hefði gert í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði hann"
Árni Páll í apríl, 2013, þar sem hann svarar þeirri ætlun Framsóknarmanna að ganga að Vogunarsjóðum, og öðrum kröfuhöfum bankanna.
Ætlun vinstrimanna var að afhenda vogunarsjóðum eignir íslendinga. Árni Páll gerði sitt besta með Árna Páls lögunum, en almenningur kom í veg fyrir fullunnið afbrot vinstrimanna, með því að fleygja þeim út með látum út úr Stjórnarráðinu í kosningunum 2013. Framhaldið þekkjum við. Hundruðir miljarða skiluðu sér í vasa almennra Íslendinga, í sjóði Seðlabanka og ríkissjóð, eftir aðgerðir Framsóknarmanna.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 00:36
Ég hef séð vitnað í þessi lög hér:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1993037.html
hjá þeim sem halda fram vanhæfi SDG í nauðasamningum v. þrotabúa föllnu bankanna.
Mig langar að benda á grein 2 í þessum lögum, hvað varðar gildissvið þessara tilteknu laga:
" 2. gr. Gildissvið gagnvart öðrum lögum.
Lög þessi gilda ekki um þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti."
Eigum við ekki að láta löglærðum eftir að meta hvort SDG hafi í raun verið vanhæfur, frekar en dómstól götunnar eða pólitíkusum? Nú eða bloggurum, með fullri virðingu fyrir síðuritara?
Það er ekki nóg að finnast SDG vanhæfur, ef hann er það ekki að lögum. Því set ég spurningamerki við röksemdir hér að ofan sem ganga út frá vanhæfi hans sem gefnu.
Karl Ólafsson, 28.3.2016 kl. 03:31
Fólki finnst sem sé allt í lagi að forsætisráðherra hafi steinþagað yfir eignum sínum á reikningum og skjólum erlendis? Gleymum því ekki að það er eitthvað sem heitir siðferði en það er ekki nema von að hér logi allt vegna framkomu stjórmálastéttarinnar enda megnið af þjóðinni búið að fá upp í kok af siðblindunni sem fólk á hinu háa alþingi og hjá fjármálaelítunni virðist vera haldið.Siðblint fólk sér aldrei neitt rangt við það sem það segir eða gjörir.
http://this.is/harpa/sidblinda/hare_nanari_utlistun.html
Ragna Birgisdóttir, 28.3.2016 kl. 09:43
Af hverju birtir RÚV ekki þennan lista?
http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/03/28/ahrifamenn-i-sjalfstaedisflokki-og-samfylkingu-tengjast-aflandsfelogum-i-skattaskjolum/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.