Ekki verri áföll en þeir hafa vanist.

Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason hafa sýnt það á ferli sínum, að það sem kalla má "áföll" og "vondar fréttir" fyrir flesta þjálfara, eflir þá aðeins og lið´þeirra þar með.

Allir voru búnir að afskrifa Dag fyrir síðasta EM vegna eindæma forfalla í liði hans.

Þau voru svo mikil að talað var um að hann stæði uppi með b-lið sem engum árangri myndi ná.

Annað kom á daginn (Daginn). "Unglingaliðið", "varaliðið", "b-liðið" stóð að lokum uppi sem Evrópumeistari.

Langur ferill Alfreðs er líka varðaður áföllum, sem hann hefur staðið af sér.

Sannur meistari en nefnilega sá sem kann að vinna úr ósigrum og áföllum.


mbl.is Áfall fyrir Dag og Alfreð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson eru fæddir leiðtogar. Leiðtogar sem bera virðingu fyrir leikmönnum sínum ná að draga það besta fram í hverjum manni og gott betur. Þeir njóta mikillar virðingar í Þýskalandi og í handboltaheiminum Ég er stolt af því að vera samlandi þeirra :)

Ragna Birgisdóttir, 1.4.2016 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband