Vissuð þið um negldu dekkin? Rangt skal vera rangt.

Ég hef þurft að fara í sjúkraþjálfunaræfingar á Borgarspítalanum vegna axlarbrots, og ástandið á bílastæðinu þar er oft þannig, að það borgar sig að fara á hjóli. 

Um daginn fór ég á bíl konunnar, sem er ódýrasti og einfaldasti bíllinn á markaðnum og þar að auki með koltvísýringsútblástur undir 100g á km, svo að hann á að fá ókeypis stöðu í 30 mínútur. 

En þegar út var komið var kominn sektarmiði. Stöðumælavörðurinn sagði, að það væri vegna þess að negld dekk væru undir bílnum. Ekki vissi ég að stöðumælasektum væri beitt gegn notkun þeirra. 

Vissuð þið, sem lesið þetta, það?

Fyrir nokkrum árum lagði ég bíl við Tryggvagötu. Veður var kalt og það gustaði. 

Þegar ég kom aftur var stöðumælavörður að skrifa sektarmiða. 

Það fannst mér skrýtið, því að bíllinn hafði alls ekki verið það lengi á stæðinu að miðinn væri fallinn úr gildi. 

Ég opnaði bílinn, tók miðann og sýnd verðinum, að á miðanum stóð greinilega að ég átti enn eftir um 20 mínútur eftir af tímanum. 

En hann sagðist ekki hafa séð það i gegnum framrúðuna af því að miðinn hefi fokið til. 

Ég andmælti og taldi að prentaður tími á miðanum hlyti að vera gilt sönnunargagn. 

Hann sagði að sektin væri óafturkræf úr því að hann væri búinn að ganga frá henni og með þeim orðum setti hann sektarmiða undir þurrkuna. 

Ég fór á vit Stöðumælasjóðs til að fá leiðréttingu; rétt skyldi vera rétt.

En mér var harðneitað um hana. 

Þar gilti greinilega: Rangt skal vera rangt. 


mbl.is Fengu sekt í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú margt spaugið í þessum heimi. Og ekki er þetta skárra, hér.  Til dæmis, heirir það undir lögregluembættið að rukka inn parkeringu. Ef þetta tilheirir lögregluembættinu, er þetta þá ekki eitthvað sem er sett í lög? Og ef svo er, er það ekki skilda ríkisstjórnar landsins, að eyða skattfé borgaranna á þann hátt, sem þóknast fólkinu?

Er það fólkinu í hag, að leifa þeim að kaupa bíl, sem það síðan ekki hefur leifi til að parkera á götum borgarinnar, sem það borgaði fyrir "leggingu" á með blóði og svita, skatta peninganna? Eða eru aðilar ríkisstjórnarinna, "Ræningjabarónar", hverjir ræna bændurna með skatta álagi, og er "Lögreglan" MAFÍU handbendi þeirra?

Annað, sem er enn spaugilegra ... hér í Svíþjóð.  Hér eru engin almennings salerni lengur, því það kostar að þrífa og setja klósett pappír inn á þessa staði.  Svo almenningur, verður að borga fyrir að fá að létta af sér. Svo er máli farið, að í okkar fína landi, finnast þeir sem teljast fátækir, heimilislausir og rónar.

Þurfa fátækir rónar, ekki að létta af sér? Og ef þeir eiga ekki pening til að borga fyrir salernisferðina, eiga þeir þá að gera í buxurnar, götuna eða á bak við bílinn þinn á parkeringunni? Og ef þeir gera í buxurnar, og verða bæði andfúlir, fýldir og illa þefandi ... verða þeir þá handteknir af MAFÌU löggunni, fyrir það að fíni ríkisbubbinn, þurfti að taka fyrir nefið út af fniknum?

Það skodna með fasistana, er að þeir hafa ekki vit á öðru en að vera fasistar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 23:36

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn. Yfirvaldinu faldavalda og gerspillta er illa við mjög marga ólíka og óþekka réttlætisbaráttuhópa á Íslandi.

Þegar pólitískt útskúfað og misnotað fólk ætlar að standa á rétti sínum, þá segja TYRKJA-fjandarnir að löglegt réttlæti sé ekki í boði. Og komast upp með óréttlætið?

Tyrkja-Páfahertöku-stjórnsýslan bankarænandi á Íslandi er óverjandi. Þeir sem eru með Tyrkjastjórana á sínum forsætis-forstjórasnærum, ættu að velta fyrir sér hvort þeir séu raunverulega á löglegri og réttlætisverjandi vegferð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.4.2016 kl. 00:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefur ekki fengið sekt vegna nagladekkja á þessum árstíma og líklega verið meira en hálftíma í þessari sjúkraþjálfun, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 2.4.2016 kl. 01:07

4 identicon

Bílastæðasjóður er á bísanum, það er með ólíkindum hvað er lagst lágt til að ná í peninga hjá þessari ílla reknu borg.

Kristinn (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 09:02

5 identicon

Skemmtileg kratasaga.  Á facebook síðu Vilhjálms Þorsteinssonar kemur faðir hans blaðskellandi og segir soninn hafa fengið hlut í Kögun á sínum tíma.  Sumir fengu hlut, aðrir ekki.  Spurning dagsins til þín Ómar hlýtur að vera:  Var sektin sem þú fékkst í krónum eða evrum?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 09:09

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Atvikið við Borgarspítalann gerðíst "um daginn" eins og segir í textanum, en Steina hefur sést yfir, nánar til tekið í marsbyrjun. Í glugga þessa bíls er hreyfanlegur klukkuvísir og þessi sjúkraþjálfunartími minn var óvenju stuttur, enda sagðist vörðurinn ekki vera að sekta fyrir neitt sem tímanum viðkæmi heldur aðeins fyrir það að bíllinn væri á negldum dekkjum.

Ómar Ragnarsson, 2.4.2016 kl. 11:11

7 identicon

„Margir spyrja hvert tímabilið sé fyrir nagladekk. Svarið við því er að löglegt tímabil fyrir nagladekk er frá 1. nóvember til 14. apríl ár hvert.“

Og hvernig kemur þá heim og saman að sektað sé fyrir nagladekk í byrjun mars?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 11:24

8 identicon

Ekki hélt ég að stöðumælaverðir hefðu vald til að sekta fyrir því hvort bílar væru á nagladekkjum eða ekki.

Guðmundur Joelsson (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 12:15

9 identicon

Til að bera blak af Bílastæðasjóði vil ég segja frá því að eitt sinn átti ég erindi á spítalann við Hringbraut.  Þetta átti að vera stutt skoðun, og ég greiddi fyrir 1 eða 2 tíma á bílastæði.  "Skoðunin" tók 10 klukkustundir, og þá var að sjálfsögðu komin sekt.
Ég skrifaði sjóðnum bréf, og benti á að þeir sem heimsækja Landspítalann réðu ekki alltaf sínum næturstað.  Sektin var felld niður.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 13:43

10 identicon

Ég tók ekki eftir að miðin fauk til þegar ég lokaði bílnum (enda hávaðarok)

Fékk gefins plastvasa til að líma inn á rúðuna hjá stöðumælaverðinum sem búin var að skrifa sektarmiðan.

Sektin var felld niður eftir skriflega kvörtun og innsendingu á greiddum miða

Grímur (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 13:52

11 identicon

Sæll Ómar,

eftir því sem ég best skildi þá mega aðeins visthæfir (undir 100 g CO2)  og vistvænir (Raf-/Tvinnbílar) bílar leggja frítt í 90 mínútur ef þeir eru með tímaskífu í glugganum. Þetta er búið að vera svona í töluverðan tíma, frá 2010.

Í ársbyrjun 2015 voru gerðar nokkrar breytingar á þessu, sjá

http://reykjavik.is/thjonusta/visthaefir-bilar

M.a. að ef negld dekk væru undir þá væri bíllinn ekki gjaldfrjáls lengur.

Þetta ásamt því að bíllinn þurfi að vera undir 1600 kg. er mjög skrítin reglugerð og höfum við í Hreinorkubílasamtökunum gert athugasemd við þetta en engin góð rök fengið.

Varðandi sekt fyrir miða sem var í gildi þá lenti ég í þessu á Tryggvagötunni fyrir allnokkrum árum. Ég fór með gilda miðann í bílastæðasjóð sem þá var á Hverfisgötu og fékk góðar viðtökur. Síðan gerðist ekkert, ógreiddi reikningurinn var áfram inni og þegar hótun kom um innheimtuferli þá greiddi ég þessar 1000 kr. sem það kostaði þá. Fékk þetta aldrei endurgreitt.

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband