2.4.2016 | 14:16
Ekki beint lagaleg áhrif heldur pólitísk.
Undanfarnar vikur hafa ýmsir reynt að gera umræðuna um aflandsfélögin tortryggilega með því að segja að undir hana sé kynt af óæskilegum stjórnmálaöflum enda hefur forsætisráðherra gefið þá línu að það hafi verið fullkomlega eðlilegt, löglegt og siðlegt að hann væri eini aðilinn að uppgjörinu við kröfuhafa föllnu bankanna sem ekki var krafinn um upplýsingar um tengsl sín við þessa kröfuhafa.
Tengsl hans hafi engin verið þótt þarna væri um eiginkonu hans að ræða.
Björn Bjarnason vitnar í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis varðandi það að þingrofstillaga stjórnarandstöðuflokkanna sé óþingleg af því að þingið ráði því ekki lagalega séð hvort þing sé rofið, heldur sé það vald í höndum forsætisráðherra.
Og þar af leiðandi sé hugsanlegt að tillögu um þingrof yrði vísað frá í meðförum Alþingis.
Þó segir Helgi það að pólitískt séð yrði forsætisráðherra að taka tillit til samþykktar slíkrar tillögu.
Það ætti að þýða að umræða um slíka tillögu og afgreiðsla hennar væri pólitískt réttlætanleg.
En frávísun slíkrar tillögu myndi auðvitað minnka umræðuna um málið, sem margir reyna nú.
Þingrofstillögunni vísað frá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir það ekki breyta neinu varðandi meint vanhæfi þó ráðherrann hafi unnið gegn hagsmunum konu sinnar."
"Þá skipti það heldur ekki máli að umræddar eignir séu séreign eiginkonunnar, vanhæfið, sé það til staðar, sé hið sama, enda sé hún það tengd honum að vanhæfisreglur eigi við um hann sem ráðherra."
"Eiríkur Elís segir að umræðan um málið hvað varði vanhæfið hafi verið á verulegum villigötum.
Þannig hafi aðstæður verið bornar saman við það að allir alþingismenn hefðu þá verið vanhæfir í sumum málum tengdum hruninu, til dæmis þegar ákveðið var að gera innistæður í bönkum að forgangskröfum.
Þessu sé gjörólíku saman að jafna við mál forsætisráðherra. Hæfisreglur varðandi alþingismenn séu af allt öðrum toga.
Þannig verði alþingismenn aðeins vanhæfir í málum þar sem um er að ræða fjárveitingar til þeirra sjálfra."
"Eiríkur Elís bendir á að forsætisráðherra væri því ekki vanhæfur til að fjalla um málið sem alþingismaður.
Hins vegar hafi hann gert það sem forsætisráðherra og þar gildi hæfisreglur stjórnsýslunnar sem séu miklu strangari en hæfisreglur alþingismanna og svipi hæfisreglum sem gildi um ráðherra raunar til hæfisreglna dómara."
"Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra eru hjón samsköttuð óháð því hvort annað hjónanna á eignir en hitt ekki. Þau séu sameiginlega ábyrg gagnvart skattayfirvöldum."
Hæfi ræðst ekki af vinnu gegn kröfuhöfum - Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Þorsteinn Briem, 2.4.2016 kl. 14:24
Þetta er nákvæmlega það sem ég setti fram hér á síðunni varðandi skilgreiningu á vanhæfi.
Ef hagsmunatengsl eru, skal beita reglum um vanhæfi áður en hinn vanhæfi dregst inn í viðkomandi mál, - ekki eftir á.
Enda er deilt um það nú, hvort kröfuhafarnir hafi tapað eða hagnast á því hvernig gjaldtaka var ákveðin í málinu.
Sumir segja að þeir hafi tapað á samningunum en aðrir að þeir hafi komist sem svarar 300 milljörðum betur út úr þeim en ella.
Ómar Ragnarsson, 2.4.2016 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.