Nafnið "Vínland hið góða" segir allt.

Það er staðreynd að loftslag og veðurfar var nokkuð hlýtt fyrir og fyrst eftir árþúsundaskiptin 1000. Engu að síður hefur allan tímann, sem liðinn er frá því að rústir víkingabyggðar fundust á norðausturhorni Nýfundnalands, verið óliklegt að það svæði, sem í íslenskum heimildum er kallað Vínland hið góða, hafi verið þar.

Af sögunum sjálfum má raunar draga þá ályktun að víkingarnir hafi haldið mun sunnar, eða allt suður til ósa Hudson árinnar þar sem nú stendur borgin New York.

Myndin, sem birst hefur af minjum um víkingaþorp á suðvesturodda Nýfundnalands sýnir alveg ótrúlega stórt þorp, mikla byggð.

Það bendur til þess að landnámið hafi verið umfangsmeira en hingað til hefur verið hægt að fullyrða um.

Þar með hlýtur nafnið Vínland hið góða ágætt hlutskipti sem marktæk heimild um stórmerkilegt landnám Íslendinga í Ameríku og jafnvel ekki óhugsandi að ummerki um landnám enn sunnar kunni að finnast. .


mbl.is Svona leit víkingaþorpið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndin sem birst hefur er ekki af minjum um víkingaþorp á suðvesturodda Nýfundnalands. Myndin sem birst hefur er tilgáta, ágiskun, draumur um víkingaþorp á suðvesturodda Nýfundnalands útfrá ójöfnum í landslagi sem ekki hafa verið tímasettar. En þar sem á svæðinu hafa verið stundaðar fiskveiðar frá Evrópu síðan fimmtánhundruð og eitthvað gæti eins verið um Franskar verbúðir að ræða. Kolefnagreining á sýnum sem tekin hafa verið eru enn yngri. Ennþá er ekkert áþreifanlegt sem tengir þessar þústir við víkinga, hvað sem síðar verður.

Davíð12 (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 02:13

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tek undir med Davíd hér ad ofan. Thessi fullyrding um víkingathorp, samkvaemt ljósmyndum utan úr geimnum, getur varla talist traustvekjandi. Hálf hysterísk vidbrögd sem átt hafa sér stad vegna thessarar ágiskunar. Svona utan dagskrár, veltir madur líka fyrir sér hvad hafi valdid "global warming" á thessum tíma. Hvad eiturspúandi idnadar og farartaekjamaskínur hafi valdid thessum hlýindum, sem thá voru.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2016 kl. 06:50

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ljósmyndir utan úr geimnum afhjúpuðu einmitt löngu glataða pyramida og fleiri minjar sem Egyptar eru byrjaðir að grafa upp.Þessi tækni er bylting í fornleifavísindunum .

Ragna Birgisdóttir, 3.4.2016 kl. 09:44

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

https://www.google.is/search?q=egypts+archeology+photo+from+space&biw=1366&bih=643&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ved=0ahUKEwjxsPHAl_LLAhWCGA8KHSlqAxoQsAQIJQ

Ragna Birgisdóttir, 3.4.2016 kl. 09:46

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://www.nationalgeographic.com/explorers/bios/sarah-parcak/

Ragna Birgisdóttir, 3.4.2016 kl. 09:49

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta þarf að rannsaka miklu betur, að mínu mati.

En það sem hefur fundist þarna er einhverskonar framleiðslujárn og torfveggir.

Það telja sumir benda eindregið til Norrænna manna.

Að mínu mati þarf þó mun meiri rannsóknir, þ.e. það þarf að grafa meira til að reyna að átta sig á þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2016 kl. 11:25

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Svonefndir Indíánar voru á steinaldarstigi þá þeir kyntust járnum norræna manna, um og fyrir landnám þeirra á Grænlandi.

Um fimmhundruð árum síðar áttu þeir Indíánar stríðsaxir sem líkjast mjög norænum brúksöxum frá því um landnám á Íslandiog þóttu þvílík gersemi að þær voru grafnar.

En af hvaða tegund voru risarnir sem haltur Portugalinn  kynntist í Patagóníu á fimmtándu öld og fylgdi sögunni að konurnar voru öðruvísi.  Engar fréttir hafa af þessum risum fundist síðan.     

Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2016 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband