Svipað í tíð Davíðs og Jóns Baldvins. Saga af því.

Þegar Davíð og Jón Baldvin voru nokkurs konar Tvíhöfði íslenskra stjórnmála á stjórnarárum þeirra 1991-95 fóru þeir á tímabili í fýlu við fréttastofu Stöðvar 2 vegna umfjöllunar hennar um tvö mál, sem tengdust meðferð þeirra á áfengi í mismunandi tilvikum.

Þeir tregðuðust við að koma í viðtöl um nokkurt skeið og settu á eins konar "viðtalabann og stóð það öllu lengur hjá Jóni Baldvini en Davíð.

Heitustu stuðningsmenn þeirra kyntu mjög undir gagnrýni á fréttastofuna, gagnrýndu til dæmis það að myndavél Stöðvar 2 hefði verið beitt mun grimmar gegn Davíð í fréttinni af svonefndri Bermúdaskál heldur en myndavél Sjónvarpsins.

Hið rétta var að kvikmyndatökumaður RUV stillti sinni myndavél upp á undan tökumanni Stöðvar 2 og fyrir bragðið lenti síðarnefnda myndavélin að lokum í beinna sjónarhorni við Davíð.

Fljótlega rjátlaðist þetta af þeim félögum og "bannið" lognaðist útaf.

Ágæta sögu af því þegar þessu létti endanlega kann ég að segja, en á þessum árum vann ég á Stöð 2.

Eitt sinn þurfti fréttastofan á því að halda að ná sambandi við Jón Baldvin, ekki aðeins vegna fréttanna, heldur ekki síður vegna þess, að það var mikilvægt fyrir hann að í hann næðist eða hann kæmi í viðtal sem allra fyrst.

Jón Baldvin var með leyninúmer, og af því að okkur hefur alltaf verið vel til vina, hafði hann sagt mér frá því í sérstökum trúnaði nokkrum árum fyrr.

Þegar öll sund virtust lokuð um að hægt væri að ná sambandi við Jón Baldvin, bauðst ég til að hringja í hann og heyra hvað hann segði.

Hér á eftir eru ummæli Jóns skáletruð. Hann var snöggur upp á lagið og sagði:

 

"Ég harðbannaði þér að skrifa númerið niður! Þú lofaðir því að gera það ekki! Og lofaði mér líka að leggja það ekki á minnið. "

"Já, það er rétt, og ég skrifaði það ekki niður.

"Hvernig veistu þá hvað númerið er?" spurði Jón Baldvin.

"Það er af því að fyrir unnendur sögu Alþýðuflokksins er engin leið að gleyma því og ég gat ekki gleymt því þótt ég reyndi."

"Bull og kjaftæði! Þú ert næsta ósvífinn að þykjast geta blandað sögu Alþýðuflokksins inn í þetta!"

"Nei, þetta er hreina satt. Þú veist ósköp vel sjálfur hvenær var stærsta stund Alþýðuflokksins, þegar hann fékk jafnmarga þingmenn og Alþýðubandalagið í kosningum."

"Hlusta ekki á svona þvælu."

"Jú leyfðu mér að útskýra. Öll þjóðin veit að þú býrð á Vesturgötunni og þú gast ekki krafist þess að ég gleymdi því."

"Jæja þá, En hvað kemur það málinu við?"

"Jú, þar með byrjar númerið á 552."

"Ókey, en hvað þá með ruglið um sögu Alþýðuflokksins?"

"Jú, númerið byrjar á 55 og svo koma 27816."

"Og hvað með það? Þetta tóm þvæla."

"Nei, hlustaðu á mig. 2-78-16. Það munaði 2 þingmönnum árið 78 að þið fengjuð 16 þingmenn."

"Æ, æ, ókey. Þú sleppur með þetta, en hvert var erindið?"

 

Ég greindi honum frá því, og Jón sá að þetta mál var svo brýnt fyrir hann, að samband náðist og þar með slaknaði á samskiptabanninu.  

 


mbl.is Egill líkir Íslandi við Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Rétt er það Ómar: Jón Baldvin og Davíð, voru nú ekki / né eru: merkilegustu stjórnmálamennirnir, í seinni tíma sögu, sbr. SVIKIN, með afnám Bifreiða gjaldanna, sem fram átti að fara, ekki seinna:: en í árslok 1990, sé vikið að svardögum Jóns Baldvin og Þorsteins Pálssonar, í Kastljóssþætti Ríkissjónvarpsins, Haustið 1988, t.d., svo 1 málefni sé rifjað upp, frá þeirra tímabili.  

Ekki í neinu: eru núverandi valdhafar hér, neinir eftirbátar þeirra, í prettum og ómerkilegheitum, sem löngu er komið á daginn.

Skírskotun - Egils Helgasonar til Rússlands, á sér ekki neinar stoðir, V.V. Pútín:: er einn örfárra þarlendra, sem tekist hefir að halda utanum víðfeðmi landsins, vestan Úralfjalla / sem og austan þeirra,ekki minna verkefni, en Rúrik Hersir (862 - 879) tók sér fyrir hendur á sinni tíð, með stofnun Garðaríkis forðum ( þrátt fyrir vaxandi ásælni Vesturlanda ýmissa, eftir þvi ógrynni náttúruauðæfa, sem Rússar byggja á, en ekki tekist hingað til, sem betur fer, ásælni:: sem ekki var minni, á viðbjóðslegu stjórnartímabili Kommúnista Sovétríkjanna, en af einhverjum ástæðum, hugnuðust Agli og ýmsum vinstri fáráðlingum öðrum hér vestra betur, sú ömurlega ríkjaskipan (1922 - 1991), sem og Kapítalistum mörgum, að etja kappi við, með Köldu stríði, sem öðru.

Aftur að Íslandi Ómar: hérna yrði farsælazt, að ráða til lengri tímans, öflugan kunnáttumann fyrirtækja rekstrar (sé mið tekið: af fámenninu hér) austan frá Japan eða Suður- Kóreu, sem KYNNI að stýra hlutum til betri vega, í stað argaþrass og leiðinda ísl. etjórnmála- og embættismanna stéttarinnar, sem allt venjulegt fólk, er búið fá nóg af, fyrir löngu síðan, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband