4.4.2016 | 16:16
Rússland, fyrirmynd varðandi ríkisfjölmiðla?
Verjendur forsætisráðherra, sem fara enn hamförum yfir "ofsóknum" RÚV á hendur honum, geta bent á góða fyrirmynd um skikkanlega hegðun ríkisfjölmiðla, Rússland.
Raunar er einn þessara verjenda búinn að sjá, að erfitt hefði verið að komast það langt hér á landi að RÚV yrði hinn eini þeirra hundraða fjölmiðla, sem hafa fjallað um Panamaskjölin, sem segði sig frá málinu og fjallaði sem allra, allra minnst um það.
Þessi mikli verjandi SDG er búinn að finna það út að orðið banani eigi ekki við lönd skattaskjólanna i hugtakinu "bananalýðveldi" heldur sé þessu öfugt farið, orðið banani passi fyrst og fremst við fjölmiðla heimsins í nýju heiti, "bananafjölmiðlar."
Mikið hlýtur nú að líða mikil sælutilfinning um þennan orðhaga uppfinningamann að vita af því að í Rússlandi leynist fyrirmynd fyrir fjölmiðla, sem andæfi gegn "ofsóknum" á hendur ráðamönnum og þegi þunnu hljóði um mál eins og Panamaskjölin.
Þegja þunnu hljóði um skjölin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið tekur örum breytingum um þessar mundir. Skattaskjól eru ekki skattaskjól lengur, aflandsfélög ekki merkilegri en skóbúð á Selfossi og hrægammar aftur aðeins fuglar. Skattgreiðendur eru allir sem segjast borga fulla skatta. Fréttir eru það sem stjórnvöldum kemur best annars eru það ofsóknir og fjölmiðillinn bananafjölmiðill. Það kallast fyrirsát að spyrja stjórnmálamann spurninga sem hann hefur ekki fengið afhentar nokkrum dögum áður. Og þeir vinstri hjörð sem ekki kjósa framsókn skilyrðislaust og lofa framferði leiðtogans.
Hábeinn (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 17:23
Þorsteinn Briem, 4.4.2016 kl. 17:39
Þetta er svolítið framsóknarlegur pistill. Jóhannes vann fréttina - ekki RÚV. Jóhannes var rekinn af RÚV. Nafn Pútins er ekki að finna í skjölunum. Laumaðist Sigmundur Davíð í tölvuna þína Ómar?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.