Birta eftir svartnætti gærdagsins.

25 erlendar sjónvarpsstöðvar sýndu beint frá mótmælafundinum á Austurvelli í dag, hvernig metfjöldi, minnst 15 þúsund manns, eða álíka fjöldi, miðað við mannfjölda, og tæplega hálf milljón Svía hefðu sýnt hvernig hugarástand ríkir hjá þjóð, sem vill ekki að heiður hennar sé troðinn í svaðið, heldur vill reisa hann við. IMG_7630

Það var sama hvert litið var á Austurvelli um hálf sex í dag: Fólkið fyllti allan völlinn og flæddi út á næstu götur.

Myndirnar, sem teknar voru í fjórar áttir frá sama punkti, tala sínu máli.

En SDG sagði í firringu sinni og hroka að þetta væri ekki margt fólk.Austurvöllur 4.4.16

Það minnti á ummæli Hoeneckers leiðtoga Austur-Þýskalands þegar hann sagði upp í opið geðið á fjölmennum mótmælafundi í Dresden rétt fyrir fall Berlínarmúrsins: "Þið eruð ekki þjóðin."

Ég hitti bæði áberandi Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn á Austurvelli í dag sem voru í hópi mótmælenda.

Framsóknarmaðurinn sagði að það sem nú blasti við væri í hrópandi mótsögn við hugsjónir síns flokks.

Ég vil benda á góðan og athyglisverðan bloggpistil Jóns Magnússsonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um þetta mál, en hann vill að bæði formaður og varaformaður flokksins axli ábyrgð éins og forsætisráðherrann. Austurvöllur 4.4.16 (2)

Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði í sjónvarpsviðtali í kvöld að þar í landi yrði forsætisráðherra ekki sætt í stöðu sem væri sambærileg við stöðu Sigmundar Davíðs.

Þegar rætt var við tvo sjálfstæðisþingmenn í Kastljósi í kvöld vitnuðu þeir ekki aðeins í tilvist hins mikla fjölda á Austurvelli í dag heldur líka í simtöl og skilaboð sem þingmenn hafi fengið.

Meðal slíkra skilaboða var ályktun stjórnar Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna, og sjónvarpsviðtal við formanninn, sem var í hópi mótmælenda.

Síðan les maður hér á blogginu að hér sé aðeins um "hannaða atburðarás RUV" að ræða.

Mikill má máttur RÚV vera ef það stjórnar aðgerðum og fréttamati fjölmiðla um allan heim og ummælum sænsks forsætisráðherra í ofanálag.

Ég hélt fram á daginn í dag að í vændum væri jafnvel margra vikna andspyrna stjórnarmeirihlutans gegn því að horfast í augu við alvarleika málsins, sem er á forsíðum fjölmiðla um allan heim.

En loðin svör stjórnarþingmanna og hik Bjarna Benediktssonar og fleiri við að lýsa yfir stuðningi við forsætisráðherra, sýna að tvær grímur eru farnar að renna á þá.

Villum Þór orðaði það svo, að Kastljósþátturinn í gær, sem verjendur SDG segja að hafi ekki leitt neitt nýtt ljós varðandi málefni hans, hefði gerbreytt stöðu málsins.


mbl.is Stífluð miðborg, aldrei séð annað eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst jafn mikil firring fólgin í því að láta Illuga Jökulsson blaðra þarna.  Það hefur enginn áhuga á því að endurtaka sömu mistökin aftur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 21:01

2 identicon

Nú, það má vera að Ómar Ragnarsson telji að svartnætti vinstrimanna sé lokið, eftir tiltölulega vel heppnað plott.
En það er alger óþarfi fyrir hann að vera með einhverja sérstaka vinstri-bjartsýni, þjóðin, fyrir utan vinstriskrílinn sem safnaðist saman í veikri von um áhrif, hefur séð í gegnum plottið, og kemur til með að refsa vinstrimönnum eina ferðina enn, í næstu kosningum, eftir ár.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 21:22

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hilmar og Elín andlitslausu alltaf jafn málefnaleg :)

Ragna Birgisdóttir, 4.4.2016 kl. 21:36

4 identicon

"þetta bendir til græðgi hjá viðkomandi segir forsætisráðherra Svíþjóðar"

Þessir fjármunir hafa verið taldir fram á skattskýrslu hér á Íslandi í mörg ár, og borgaðir skattar af þessum fjármunum hér á Íslandi í jafnmörg ár,þannig að ég væri feginn mjög ef mér væri bent á, í hverju græðgin felist.

Í RUV féttum í kvöld komu tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fram og segja að þessir fjármunir séu geymdir í skattaskjóli, aflandseyju, þetta er alrangt þessir fjármunir eru taldir fram hér á landi, og borgaðir skattar hér á landi, þannig að það er mikil rövilla að halda því fram að þeir séu geymdir í skattaskjóli,nú verða fréttamenn að taka á sig rögg og leiðrétta ef þingmenn rugla út í eitt.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 21:48

5 identicon

Jóhannes ætlar ekki að birta allan listann en hins vegar er hamrað á nafni Pútíns sem ekki er á listanum.  Ekki er það nú málefnalegt.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 21:49

6 identicon

Ég fer alltaf að hlægja þegar vinstrimenn nota orðið "málefnalegur"

Orðið sjálft er ekki fyndið, og það má almættið vita, að það eru vinstrimenn sannarlega ekki. En til samans, þá er þetta dágóður og sígildur brandari.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 21:53

7 identicon

Þetta er allt mjög vafasamt og fjölmiðlar hjálpa ekkert til við að fræða okkur almúgann af hlutleysi. Því miður. 

En hugsandi mönnum er nú ljóst að þó forsætisráðherra segi satt með að allir skattar hafi verið borgaðir af fjármunum þeirra hjóna og þetta sé ekkert endilega skattaskjól frekar en í Svíþjóð eða Bretlandi (Tortóla hljómar voða illa) þá er nú skattur eitthvað minni af hlutabréfum upp á 1 dollar stykkið.

En að því sögðu og í ljósi eindregins vilja til hreinsunar Íslands þá skulum við öll taka saman höndum og tilkynna ÖLL skattsvik og svarta vinnu sem við vitum af, það er auðvelt að tilkynna til skattrannsóknarstjóra. 

Því ég sá ansi marga í hópnum á Austurvelli í dag með steytta hnefa, egg og skilti; mætt á fínu bínunum sínum, í dýru úlpunum sínum með fínu sólgleraugun sín - jafnvel fínasta fólk með eggabakkann með lífrænu eggjunum meðferðis - sem hafa sjálf fólk í svartri vinnu og kaupa svarta vinnu grimmt o.s.frv.

Tökum höndum saman. Tilkynnum allt. Hreinsum almennilega til. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 22:43

8 identicon

"þetta bendir til græðgi hjá viðkomandi segir forsætisráðherra Svíþjóðar"

Þýðingin á orðum Löfvens er hrein della. Hann var að tala um Nordea-bankann sem varð að í SDG í þýðingunni. Hlustið sjálf!

Jón (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 22:43

9 identicon

Minn ágæti Ómar, það er gott að þú minnist á setninguna "þið eruð ekki þjóðin" eftir Hoenocker, en sem reyndar vinkona þín Ingibjörg Sólrún, gerði svo að sinni. Öllum er ljóst að um stolin skjöl er að ræða og engum "fréttamanni" finnst neitt athugavert við það. En ef að finnast á milli þessara skjala hreinlega fölsuð skjöl. Hvað gera þjófsnautarnir þá? Hvernig myndir þú Ómar þá bregðast við? Annars er öllum að verða það ljóst að eina sem Sigmundur Davíð gerði rangt var að tala ekki við RUV a.m.k. þrisvar á dag. Þá hefði "fréttamennirnir" og þjófsnautarnir elskað hann og við sætum uppi með flottan og ósærðan forsætisráðherra,

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 23:39

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert lengur er hans skjól,
eftir stendur nakinn,
hann er frægur heims um ból,
hans er slæmur makinn.

Þorsteinn Briem, 4.4.2016 kl. 23:45

11 identicon

Í u.þ.b. tveggja klst. þáttum um Panama skjölin á ARD er fjallað um þau í  hálfgerðum spennuþáttastíl. Þar koma þeir "félagar" Sigmundur Davíð og Jóhannes Kristjánsson mjög við sögu.

Í skjölunum koma einnig fram nöfn um 600 Íslendinga sem er ótrúlega há tala hjá 330 þús. manna þjóð.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 23:57

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Uppljóstranir Panama-skjalanna verða rannsakaðar þar í landi þegar í stað.

Frá þessu greinir skrifstofa ríkissaksóknara Panama í kvöld.

Milljónir skjala lögfræðifyrirtækisins Mossack Fonseca innihalda upplýsingar um fjölda aflandsfélaga sem fyrirtækið stofnaði fyrir ríka og valdamikla einstaklinga víða um heim.

Í yfirlýsingu ríkissaksóknara Panama segir að þær upplýsingar sem birst hafa úr Panama-skjölunum í fjölmiðlum víða um heim gefi fullt tilefni til glæparannsóknar.

Rannsóknin miðar að því að finna hvort glæpir hafi verið framdir, hverjir frömdu þá og hvort fjárhagslegur skaði hafi verið unninn.

Aflandsfélög eru ekki ólögleg. Þau er hins vegar hægt að nota til peningaþvættis eða til að fela eignir fyrir skattayfirvöldum annars staðar."

Þorsteinn Briem, 5.4.2016 kl. 01:54

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Varnir eru öflugar hafðar uppi varðandi SDG. "Skrílslæti" á Austurvelli segir einn. Hneykslið er það að Panamaskjölin eru fölsuð. "Hönnuð atburðarás og ofsóknir RÚV 

Ómar Ragnarsson, 5.4.2016 kl. 02:05

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

- afsakið, rakst í takka,...."leikrit" o.s.frv. Mikil eru illska og máttur RÚV að geta stjórnað því leikriti sem felst í því að maður opnar ekki fyrir erlenda sjónvarpsstöð nema að SDG og aflandssvæðafélagar hans birtist ásamt útgöngu SDG úr viðtalinu fræga. 

Og "vinstri skríllinn" er með Heimdall og Framsóknarfélagið í lang stærsta bæjarfélaginu í kjördæmi SDG innanborðs og Sjálfstæðismennirnir Styrmir Gunnarsson, Björn Bjarnason og Jón Magnússon telja í skrifum sínum stöðu stjórnarinnar grafalvarlega. 

Ómar Ragnarsson, 5.4.2016 kl. 02:10

15 identicon

Það er skrítið Ómar að sjá andlit Pútíns í tengslum við þessi skjöl þegar nafnið hans er ekki að finna í skjölunum.  Þætti þér ekki skrítið ef andlit þitt væri notað til að auglýsa afhjúpun sem tengdist þér ekki?  Hvað ef andlit Ólafs Darra væri notað til að auglýsa Strumpana?  Finnst fólki þetta virkilega eðlilegt?   

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 07:48

16 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Elín og Hilmar alltaf bráðskemmtileg.laughing

Ragna Birgisdóttir, 5.4.2016 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband