8.4.2016 | 13:35
Afneitunarheilkennið.
Afneitunarheilkennið er eitt þekktasta fyrirbrigði vímuefnafíkla.
En það kemur víðar fram.
Hið ofsafengna afneitunarheilkenni, sem hefur birst í hegðun fráfarandi forsætisráðherra, hefur nú ekki einasta heltekið þá íslensku aflandsfélagaráðherra, sem enn sitja sem fastast, heldur líka sjálfan forsætisráðherra Bretlands sem hefur birt afneitunarheilkennið svo skýrt, að hann hefur fimm sinnum reynt að leyna stöðu sinni.
Allt þetta afneitunarfólk, innlent sem erlent, ætti að axla ábyrgð og segja af sér.
En svo virðist sem það telji sér mögulegt að þráast við og kannski mun því takast það í bili.
Og þá vaknar spurningin, af hverju Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vék úr embætti en ekki aðrir, enn sem komið er.
Svarið blasir við: Hann byggði allt sitt eldflaugarskot upp í valdamesta embætti þjóðarinnar á því áhættuspili að leyna aflandsfélagi sínu og konu sinnar og ennfremur að leyna því að hún varð ein af kröfuhöfunum í þrotabú föllnu bankanna, - og hann þar af leiðandi með hagsmunatengsl.
Hann byggði valdatöku sína á því að mæra íslensku krónuna og hvetja almenning til trúar á því að eiga eignir í íslenskum krónum, - en á sama tíma geymdu hann og annað yfirstéttarfólk sitt fé í leynd aflandsfélaga.
Þegar síðan öll þessi siðlausa spilaborg hrynur á einstæðan hátt í kastljósi allra helstu fjölmiðla heimsins, Íslendingum til stórrar skammar, er í rauninni furðulegt að nokkur skuli hafa haldið því fram á meðan á þessu stóð, að hægt væri að halda áfram pólitískri feigðarför Sigmundar Davíðs alla leið inn á gafl hjá forseta Íslands.
Frá afneitun til játningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og sömu andlitin rúin trausti 70% þjóðarinnar sitja enn í ráðherrastólum og á þingi :P
Ragna Birgisdóttir, 8.4.2016 kl. 13:44
Afneitunin heldur áfram, nú í beinni frá alþingi og Bjarni Ben hefur tekið við keflinu af Sigmundi.
hilmar jónsson, 8.4.2016 kl. 13:52
Annars er það helst í fréttum að blaðamaðurinn og bloggarinn, Páll Vilhjálmsson er búinn að reka Unni Brá úr Sjálfstæðisflokknum.
Sakarefni ? Sjálfstæð skoðun.
hilmar jónsson, 8.4.2016 kl. 13:57
Um 26% landsmanna treysta nýju ríkisstjórninni
Þorsteinn Briem, 8.4.2016 kl. 14:06
Panamabræðralagið:
Þorsteinn Briem, 8.4.2016 kl. 14:21
David Cameron admits he profited from father's Panama offshore trust
Þorsteinn Briem, 8.4.2016 kl. 14:25
Já já. Þetta er otrúlegt, - en satt.
Blekkingarnar og lygarnar eru svo svakalegar.
Bara sú tilhugsun, að einhver geti haga sér svona er eiginlega svona handan ímundunarafls.
Leyna þessu allan tíman þegar hann beitti þeirri orðræðu og pólitík er framsókn stundaði.
Svo eru stuðningsmenn þessa liðs alveg steinhissa á að meginþorri þjóðar skuli vera brjálaður yfir þessu. Þeir halda áfram að rífa kjaft! Ofsa stuðningsmennirnir.
Þeir halda áfram sömu brigslunum og hreinlega bara hálfvitaganginum og bregðast illa við ef einhver segir þeim sannleikann. Þ.e. að hægri-vagninn og þjóðrembingar og opinberir stuðningsmenn þessa óskapa eru bókstaflega með allt á hælunum rífandi stólpakjaft við þjóðina.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2016 kl. 14:57
600-800 laumufarþegar skatta/tolla-skjóla eiga að sleppa fram yfir kosningar? Í boði pólitískra blaðamanna og fjölmiðla vítt og breytt um veröldina?
Unnur Brá Konráðsdóttir var komin í kosningagírinn þegar Fréttablaðið birti drottningar-auglýsingaviðtal við hana fyrr í vetur?
Vissi hún ekkert hvað stóð til?
Ekki kosningar fyrr en búið er að opinbera öll lekagögnin!
Það er engin munur á vinstri spillingu og hægri spillingu.
Hvers vegna þessi leynd yfir restinni af gögnunum? Hver stýrir þessum gagnaleka, og hver er raunverulegur tilgangur leyndarinnar yfir 600-800 gögnum sem tengjast Íslandi?
Réttlæti fyrir alla, en ekki bara fyrir suma handvalda pólitíkusa. Strax.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2016 kl. 16:16
Sammála þér Anna Sigríður. Réttlæti fyrir alla. Sameinumst um það.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 16:26
Já Elín mín, réttlæti fyrir alla. Sameinumst um það.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2016 kl. 21:39
i fjölmiðlum erlendis er sagt að það sé búið að sleppa glæpamönum bankana .er þetta satt ég hef ekkert seð minnst a þetta a MBL
https://www.rt.com/news/338869-iceland-imprisoned-bankers-free/?utm_source=browser&utm_medium=aplication_chrome&utm_campaign=chrome
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 23:50
Helgi. Mikilvægt að vita raunverulega sannleikann um banka/lífeyrisræningjasjóða-sleppibúnaðinn?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2016 kl. 23:58
Við viljum ekki þetta selektíva réttlæti RÚV sem reyndi að þaga í held viðtal við Ólaf Elíasson með því að vekja ekki athygli á því sem hann sagði algert lykilatriði. Ólafi Elíassyni skal hér með þakkað fyrir að eyðileggja þennan spuna RÚV. Hann er heill í gegn.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.