Sjálfmiðaðir kostir. "Sáuð þið hvernig ég tók hann!"

Kostirnir, sem Sigmundur Davíð segist hafa gefið sér, þegar hann fór sneypuförina til Bessastaða, miðuðust eingöngu við stöðu hans sjálfs og ríkisstjórnar undir forsæti hans sjálfs.

Því að þriðji kosturinn, sem hann kom ekki auga á, varð niðurstaðan.

Svo sjálfmiðaðir voru þessir kostir, að hann bar ætlun sína um að fá þingrofsheimild hvorki undir eigin þingflokk né þingflokk samstarfsflokksins, heldur flýtti þvert á móti fundinum með forseta Íslands til að fá hann til samþykkja það að "vera stimpill" fyrir sig.

Meðreiðarsveinarnir háttsettu og skjalataskan áttu að undirstrika að frá öllu væri tryggilega gengið og að forsetanum væri gert tilboð sem ekki væri hægt að hafna.

Það átti að taka slaginn um forsætisráðherrastólinn á fullu með "fósturföðurnum" og gefa skít í þingræðisregluna með honum, jafnvel þótt búið væri að breyta lagaumhverfinu fyrir slíkt árið 1991.

Bjarni Benediktsson var nýstiginn út úr flugvél, þreyttur og ósofinn með tímaröskun langs flugs austur yfir Atlantshafið á bakinu, og hafði ekki fengið ráðrúm til að eiga fund með þingflokki sínum.

Svo mjög ofmat Sigmundur eigin stöðu sem eins konar einræðisherra í stjórn atburðarrásarinnar, að hann ætlaði að ná tilgangi sínum með leiftursókn án þess að spyrja sinn eigin þingflokk neins, hvað þá þingflokk samstarfsflokksins.

Sem betur fór hitti hann fyrir forseta, sem ekki var tilbúinn til að brjóta meginreglu íslenskrar stjórnskipunar og því fór sem fór.

Sjálfmiðuð afstaða Sigmundar ríkti áfram þegar hann hældist um eftir á um það hve snjöll leikflétta hefði komið út úr pólitískri feigðarför hans.

Það minnir á ummæli Jóns sterka úr Skugga-Sveini: "Sáuð þið, hvernig ég tók hann!"   

 


mbl.is Átti tvo kosti í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er orðið pínlegt að fylgjast með því hvernig spunatrúðar RÚV rembast við að horfa framhjá - fyrst Ólafi Elíassyni - og nú Lilju Mósesdóttur.  Þau eru heil og ekki þátttakendur í þessu leikriti stjórnarandstöðunnar.  Tökum öll undir sjálfsagða kröfu Lilju:

Nú þegar ljóst er orðið að kjörnir fulltrúar okkar munu sitja eitthvað áfram í sætum sínum, hvet ég þá til að vinna saman að lagabreytingum sem tryggja að þjóðin fái upplýsingar um hina raunverulegu eigendur krafna í slitabú gömlu bankanna. 

Raunverulegur eigandi telst vera einstaklingur ekki eignarhaldsfélag eða annað fyrirtækjaform. Nota verður þetta ákvæði laga um peningaþvætti og setja inn í öll lög sem mögulegt er að hrægammanir noti til að koma sér undan upplýsingagjöfinni. 

Með slíkri löggjöf gætu Íslendingar lagt grunn að því að endurreisa traust í samfélagingu og alþjóðlegt orðspor þjóðarinnar. 

Traust almennings til helstu stofnana samfélagsins er í molum. Það er því mikilvægt að þjóðin viti hverjir hafa hagnast á alltof háu vaxtastigi eftir hrun, mikilli hörku við innheimtu skulda heimila og fyrirtækja, og á stöðuleikaframlagi sem er ekki nema um helmingur þess sem leggja átti á með stöðugleikaskatti. 

Upplýsingar um raunverulega eigendur eignarhaldsfélaga og fyrirtækja tryggja að:
1. allir búsettir á Íslandi greiði sinn skerf til samfélagsins.
2. óháðir aðilar keppi á mörkuðum í stað tengdra aðila sem er brot á samkeppnislögum.
3. nöfn kennitöluflakkara liggi fyrir.
4. fjölmiðlar stjórnist ekki af skuggaeigendum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 08:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skugga á hann Skugga-Sveinn,
skuggalegur er hann,
margir hér nú eiga einn,
Ómar víða Finn fann.

Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 15:43

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hverjir eru spunatrúðar RUV?  Bogí Ágústsson,Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir,Broddi Broddason,Óli Palli,Andri Freyr,Gunna Dís,Felix Bergsson,Margrét Blöndal, og fleiri starfsmenn RUV???????Hvers konar bull er þetta að vera að ásaka starfsfólk stofnunarinnar um að tala máli einhverra sérstakra eða að leggja einhverja í einelti. Svona ásakanir beinast auðvitað að hverjum einasta starfsmanni RUV en ekki RUV sem slíku því að ekki mælir steinsteypa neitt af vörum. Hvenær ætlar fólk að vakna upp og viðurkenna siðferðisbrestinn sem margt af  stjórnmála og valdafólki Íslands eru þjökuð af? Óskaplega er þetta erfitt. 

Ragna Birgisdóttir, 9.4.2016 kl. 17:35

4 identicon

Spunatrúðar RÚV taka viðtal við Ólaf Elíasson til að fella Sigmund Davíð en hirða ekki um að hamra á því sem hann kallar algert lykilatriði.  Það þarf að tryggja það að þjóðin fái upplýsingar um raunverulega eigendur krafna í slitabú gömlu bankanna.  Þú reyndir að gera lítið úr mér á þessari síðu þegar ég var að benda á þetta viðtal.  Þú ert dæmigerður spunatrúður Ragna.  Það er út af fólki eins og þér sem að ekkert breytist hérna. Taktu nú undir kröfu Lilju Mósesdóttur og Ólafs Elíassonar.  Áttu eitthvað erfitt með það?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 17:57

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þú ert alltaf jafnskemmtileg Elín!Gaman gaman :) Ég á ekkert erfitt með að reyna að tala fyrir breyttu siðferði í íslenskri pólitík Elín en það er nú ekki nema von að fólk eins og þú sjáir það ekki enda algjörlega upptekin við að finna spunatrúða í þjóðfélaginu. Svo felldi Sigmundur Davíð sig algjörlega sjálfur með sínu frábæra hroka,lygi,og omerkilegheitum  og sem betur fer er þjóðin búin að koma honum frá í bili og vonandi til frambúðar.

Ragna Birgisdóttir, 9.4.2016 kl. 18:09

6 identicon

Þú getur sem sagt ekki tekið undir þessa sjálfsögðu kröfu?  Sigmundur er ekki einn.  Það veit þjóðin.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband