Forsætisráðherra stuðningsmaður í fyrsta sinn í 36 ár ?

Í forsetakosningunum 1953 lýstu þáverandi forsætisráðherra og aðrir ráðherrar yfir stuðningi við séra Bjarna Jónsson, sem féll í kosningunum fyrir frambjóðanda sem engir ráðherrar studdu.

1968 lýsti Morgunblaðið, höfuðmálgagn þáverandi ríkisstjórnar, yfir stuðningi við Gunnar Thoroddsen sem beið beiskan ósigur.

1980 lýsti Gunnar Thoroddsen þáverandi forsætisráðherra yfir stuðningi við Albert Guðmundsson sem lenti í þriðja sæti af fjórum frambjóðendum.

Síðan hafa ríkjandi stjórnvöld ekki gefið forsetaframbjóðendum ákveðnar stuðningsyfirlýsingar.

Nú rétt áðan sagði Sigurður Ingi Jóhannsson hins vegar, að honum litist vel á ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að bjóða sig fram til áframhaldandi setu á Bessatöðum.

Áberandi var hvað forsetinn hafði vandað vel til málflutnings síns þar.

Spurning er í ljósi sögunnar hvaða áhrif orð forsætisráðherra hafa og hvernig Ólafi Ragnari lýst á þetta útspil Sigurðar Inga.  


mbl.is Ólafur aftur í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kirkjugarðar heimsins geyma ómissandi fólk."

Þorsteinn Briem, 18.4.2016 kl. 17:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þyngra er en tárum taki,
tvisvar Óli datt af baki,
yfir honum englar vaki,
í öllu hjónarúmsins skaki.

Þorsteinn Briem, 18.4.2016 kl. 17:43

3 identicon

Stígur Davíð Oddsson fram á sjónarsviðið og gefur kost á sér? Hvað Sigurður Ingi forsætisráðherra segir hefur ekki mikið vægi trúi ég hann er bara eitt atkvæði eins og ég og þú í þessu samhengi

Baldvin Nielsen

B,N, (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 17:43

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ólafur Ragnar Grímsson hefur svo breitt og mikið fylgi, að jákvæði Sigurðar Inga, sem er nýr í embætti forsætisráðherra og verður þar aðeins tímabundið, hefur þar varla nokkur áhrif til eða frá.

En án efa er mikil örvænting nú ríkjandi í herbúðum vinstri manna og Rúvara.

Jón Valur Jensson, 18.4.2016 kl. 17:44

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Baldvin, þú hlýtur að átta þig á því, að þetta framboð Ólafs Ragnars kemur vitaskuld endanlega í veg fyrir framboð Davíðs Oddssonar að þessu sinni.

Jón Valur Jensson, 18.4.2016 kl. 17:47

6 identicon

Íslendingar verða að átta sig á því að þráseta Ólaf Ragnars er orðin regin hneysa og slíkt gerist eingöngu í þeim löndum þar sem lýðræðið er vanbúið og lítt þróað. Forsetinn, sem hefur nógu oft verið „embarrassment“ fyrir þjóðina erlendis gerir sig að athlægi um allar jarðir, ekki síður en Sigmundur Davíð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 18:24

7 identicon

Sæll Jón Valur

Kannski var það ástæðan a.m.k. hluti af henni sem fékk Ólaf Ragnar til fara aftur í framboð vegna frétta af væntanlegu framboði Davíðs Oddssonar. Sé þessi pæling rétt verður sennilega eins og þú segir ekkert úr því að Davíð gefi kost á sér í þetta sinn hafi það staðið til.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 19:47

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Haukur Kristinsson getur frjálst skrifað sín öfugmæli hér. Takið eftir, að ef Ólafi Ragnari verður í 6. sinn treyst fyrir embætti forseta Íslands, þá mun þessi öfugmælasmiður verða, skv. brenglaðri rökhugsun sinni, tilknúinn til að lýsa því yfir, að þetta sé ekki traustsyfirlýsing þjóðar, heldur verði að teljast enn ein sönnunin fyrir því, að hér ríki vanbúið, lítt þróað lýðræði og raunar "reginhneisa" (villur leiðréttar) og að þessi forseti verði "að athlægi um allar jarðir"!!

Sjálfur mætti ósjálfstæðis- og Icesave-sinninn Haukur gjarnan horfa í spegil og spyrja hvort það sé virðingarvert af honum að ýta sem oftast á eftir því, að Lýðveldið Ísland verði innlimað í lítt stjórnhæft Evrópusambandið. Eins mætti hann leiða hugann að því, af hverju nú er hafin ný kosningabarátta í Bretlandi.

Jón Valur Jensson, 18.4.2016 kl. 20:00

9 identicon

Ég hef sagt það áður og endurtek hér að það er undir minni virðingu að munnhöggvast við Jón Val, lítt menntaðan "pissant bigot".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 20:20

10 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Haukur fornvinur Kristinsson !

Eigum við ekki: að reyna, að umbera frumstæð viðhorf Jóns Vals:: hins annarrs víðkunna fjölfræðings, til þessa skrumara- og loddaradæmis, suður á Bessastöðum á Álptanesi, eins og kostur er ?

Jón Valur - auk ýmissa annarra, eru víst eitthvað smeykir við, að hratt vatni undan burgeisa- og gróðahyggjuliðinu, sem arðrænir allt venjulegt fólk hér á landi, færi Goðið (Ólafur Ragnar Grímsson), af sínum rykuga stalli, Haukur minn.

Er ekki líkt á komið - með Íslendingum, sem sumum þjóða Afríku og Asíu t.d., að þeir verði ómögulegir í sínum hversdagsleika, missi þeir sjónar á tilteknum mæni- Ásum valda stéttar viðkomandi lands, þrátt fyrir viðvar andi rupl og rán hinna sömu burgeisa, úr vösum landsmanna ?

Hér á landi: má enn finna eins konar Masókista viðhorf, í röðum samlanda okkar, þó við eigum að heita komin, inn á 3ða árþusundið, Haukur.

Því - miður.

Því má spyrja.

Zimbabwe, hvað ?

Búrma, hvað ?

O.s. frv.

Með beztu kveðjum - sem oftar og fyrri, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 21:23

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið eruð alveg sér á báti, hvor um sig, vinirnir!

Jón Valur Jensson, 18.4.2016 kl. 23:27

12 identicon

Það væri synd ef fólk áttaði sig á því að dyggustu og háværustu stuðningsmenn Ólafs eru upp til hópa fordómafullir hálfvitar og treggáfaðir hægrimenn. Útvarp Saga er strax orðin hálfgerð óopinber kosningaskrifstofa Ólafs. Svoleiðis gæti fælt frá og sett endurkjör í hættu. En ég vill Ólaf áfram. Hann er hvort sem er á launum og starfið ekki það merkilegt að hann ráði ekki við það stórslysalaust. Sparnaðinn má nota í heilbrigðiskerfið.

Jós.T. (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband