Sagan frá 1980 endurtekur sig?

Haustið 1979 tilkynnti Albert Guðmundsson um framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Í janúar varð hann lykil stuðningsmaður ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens og Gunnar lýsti í kjölfarið yfir stuðningi við forsetaframboð Alberts.

Skammt er síðan Ólafur Ragnar Grímsson brást þannig við fráleitri málaleitan pólitísks fóstursonar síns um þingrof að reka hann sneyptan í burtu og gerast i staðinn pólitiskur fósturfaðir nýs manns í embætti forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jónhannssonar.

Varla hefur Ólafur Ragnar sleppt orðinu um að bjóða sig fram en sán sami Sigurður Ingi fagnar framboði hans.

Sagan frá 1980 að endurtaka sig?

Hefur nokkuð breyst í íslenskum stjórnmálum síðan þá?


mbl.is Forsetinn skapaði óvissuna sjálfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fóstursonur Gunnars, Albert "Thoroddsen" varð reyndar aldrei forseti, þannig hvað ætti að endurtaka sig?

L. (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 23:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir sýna engan veginn að erfitt verði að mynda nýja ríkisstjórn eftir næstu alþingiskosningar.

Framsóknarmaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson er einfaldlega valdasjúkur eins og framsóknarmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Þorsteinn Briem, 19.4.2016 kl. 00:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 13.4.2016:

Píratar 29%,

Vinstri grænir 20%,

Samfylkingin 9%,

Björt framtíð 5%.

Samtals 63% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 34% og þar af Framsóknarflokkur 7%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 19.4.2016 kl. 00:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 19.4.2016 kl. 00:09

5 identicon

Blessaðir kratarnir. Enn á ný trompast þeir af bræði, yfir þeirri svívirðu að þjóðin geti tekið lýðræðislega ákvörðun án þess að þeir geti rönd við reist.

Allt andverðleikasamfélag vinstrimanna fór af hjörunum í dag, aftur, og spúir bræði sinni yfir þjóðina á mismunandi kúltiveraðan hátt. Sumir kunna sér hóf og gera ánægju forsætisráðherra að aðalmálinu, eins og það skipti einhverju máli, aðrir spúa formælingum og dónaskap. En allir eiga það sameiginlegt að lýsa óbeit sinni á lýðræði.

Samkvæmt hinni frábæru stjórnarskrá Íslands, getur forseti setið eins lengi og lýðræðislegur meirihluti ákveður. Og auðvitað er það helsta baráttumál vinstrimanna að breyta stjórnarskránni.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband