23.4.2016 | 17:18
Ákvæðin í frumvarpi stjórnlagaráðs voru og eru skýr.
Stjórnlagaráð velti í upphafi starfs alls konar möguleikum varðandi þann sem gengdi embætti þjóðhöfðingja Íslands, því að í alþjóðlegum samskiptum er alltaf einhver ein persóna, sem verður að vera fulltrúi hverrar þjóðar, jafnvel þótt ekkert formlegt embætti þess efni sé til, heldur reglur um tilflutning hlutverksins eftir atvikum.
Velt var upp hugmyndum allt frá forsetaræði eins og í Bandaríkjunum og Frakklandi til þess að ekkert formlegt forsetaembætti væri.
Niðurstaðan var sú að hafa í huga það sem best hefði dugað hjá nágrannaþjóðum okkar og að þrátt fyrir ákvæði um þá meginreglu að þjóðinni yrði fengið beint vald í þjóðaratkvæðagreiðslum eftir ákvæðum þar að lútandi, gæti forseti gripið inn í í algerum undartekningartilfellum, þar sem aðstæður væru þannig, að ekki gæfist tími til eða aðstaða til að halda þjóðaratkvæðagreiðslur.
Tvö önnur atriði voru skýr í frumvarpinu: Hámarkstími sem forseti mætti sitja og það að nota STV-útfærslu í forsetakosningum, líkt og í Írlandi, Ástralíu og víðar, en sú regla tryggir að forseti fái meirihluta atkvæða.
Persónulega hefði ég talið að tólf ár væru hæfilegur hámarkstími í embætti, en niðurstaðan varð átta ár.
Nú í sumar eru fimm ár síðan þessar tillögur koma fram og enn virðist víðs fjarri að það sé vilji til að breyta þeim, frekar en flestu öðru í okkar gölluðu stjórnarskrá, sem er stanslaust að koma okkur í koll en valdaelíta landsins mærir sífellt.
Að lokumm er rétt að geta þess að Uhro Kekkonen sat sem lýðræðislega kjörinn forseti Finnlands frá 1956-82 eða í 26 ár, en í Reykjavíkurbréfi í dag er fullyrt að enginn lýðræðiskjörinn forseti hafi setið jafn lengi í embætti og Ólafur Ragnar Grímsson, og hefur hver étið þetta upp eftir öðrum dögum saman.
Hitt er rétt að Kekkonen hefur verið einsdæm hvað þetta varðar meðal forseta í raunverulegum lýðræðisríkjum.
Sameinar ekki, heldur sundrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og Ísland var á árunum 1918-1944 er Ástralía sjálfstætt konungsríki, þar sem Elísabet Bretadrottning er þjóðhöfðingi beggja ríkjanna.
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 17:48
Orðið konungdæmi er notað yfir það sem á ensku kallast monarchy, enda þótt þjóðhöfðinginn beri ekki í öllum tilfellum titilinn konungur eða drottning og dæmi um aðra titla eru keisari, fursti, hertogi, emír og soldán.
Í ríkjum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar.
Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með þingbundna konungsstjórn.
Með nýrri stjórnarskrá árið 1975 var allt vald konungs Svíþjóðar afnumið en táknrænu embætti konungs haldið.
Í Bretlandi er einnig þingbundin konungsstjórn og Elísabet 2. Bretadrottning er nú þjóðhöfðingi Bretlands og fimmtán annarra ríkja í Breska samveldinu, þar sem hún tilnefnir landstjóra sem hefur táknrænt gildi.
Þessi ríki eru því einnig með þingbundna konungsstjórn, til að mynda Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland.
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 17:50
Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands árið 1920:
"1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn."
Ísland varð fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918 og Danmörk og Ísland voru frá þeim tíma tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama þjóðhöfðingja.
Færeyjar og Grænland eru hins vegar í danska ríkinu og því engan veginn hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur, enda þótt Færeyjar og Grænland hafi fengið heimastjórn.
Konungsríki - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 17:53
Ákvæði eru ekki endilega gáfuleg þó þau séu skýr. Og við erum engu bættari með því að skipta út einni lítillega gallaðri stjórnarskrá fyrir aðra enn gallaðri. Sú aðferð stjórnlagaráðs að ímynda sér og búa til vandamál þar sem ekkert var sem þurfti að leysa á sem flóknasta hátt með eins miklu málskrúði og hægt væri var ekki vænleg til árangurs.
Hábeinn (IP-tala skráð) 23.4.2016 kl. 18:05
Í síðustu forsetakosningum fékk Ólafur Ragnar Grímsson atkvæði 35,7%, eða rúmlega þriðjungs þeirra sem þá voru á kjörskrá.
Karlinn fékk hins vegar meirihluta greiddra atkvæða í kosningunum, um 52,8%.
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 18:09
Frumvarp Stjórnlagaráðs - 78. gr. Forsetakjör:
"Forseti Íslands er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarétt hafa til Alþingis.
Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest tveggja af hundraði.
Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð.
Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti.
Ef aðeins einn maður er í kjöri, er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Að öðru leyti skal ákvarða með lögum um framboð og kosningu forseta Íslands."
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 18:10
"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."
Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 18:11
Forsetakosningar árið 1980:
Vigdís Finnbogadóttir fékk 33,8% atkvæða,
Guðlaugur Þorvaldsson fékk 32,3% atkvæða,
Albert Guðmundsson fékk 19,8% atkvæða,
Pétur J. Thorsteinsson fékk 14,1% atkvæða.
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 18:13
Ólafur Ragnar Grímsson hefur aldrei verið sameiningartákn okkar Íslendinga.
Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru það hins vegar.
15.9.2009:
Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 18:16
Þarf þá ekki að tryggja í nýrri stjórnarskrá að handhafar forsetavalds hafi ekki verið lengur á alþingi eða verið í hæstarétti sem hæstaréttardómarar en forsetinn má sita á forsetastóli í leiðinni til að gæta jafnræðis. Í dag er forseti alþingis sem er er handhafi forsetavaldsins búinn að vera 25 ár á alþingi skipaður af kjósendum og forseti hæstaréttar sem fer með forsetavald er búinn að vera 22 ár sem dómari í réttinum skipaður af Þorsteini Pálssyni fv. dómsmálaráðherra og fréttastjóra Fréttablaðsins.
Það er hægt að hafa forsætisráðherra sem fer með forsetavald án þess að hann sé þingmaður svo það væri kannski í leiðinni gott að setja það inn að slíkur aðili geti ekki verið lengur en sami forseti má vera í valdastóli.
Gaman að fá umræðu um þetta því þetta er stór partur af heildarmyndinni ef vanda á til verka við gerð nýrra stjórnaskrá
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 23.4.2016 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.