Því beinni nýting sólarorkunnar, því betra.

Doktor Bragi Árnason, sem hlaut heimsfrægð fyrir það á sínum tíma að benda fyrstur manna á möguleikana á því að nota vetni sem orkubera, varð sannspár hvað það snerti að einhverjir fengju trú á þessu.

Hjá Toyota er fyrsti vetnisknúði bíllinn kominn á markaðinn, og vetnisgeymar hafa þann kost fram yfir rafgeyma, að drægi bílsins er meira.

Þetta er bara byrjunin. Toyota ætlar að halda áfram á þessari braut og fleiri bílaframleiðendur eru við startholurnar.

Fyrir rúmu áratug spáði doktor Bragi því að bein nýting sólarorku hlyti að verða hin endanlega aðferð við orkuframleiðslu.

Afar rökrétt, því að allar jarðefnaorkulindir jarðar voru í upphafi kveiktar með sólarljósi.

Framfarir í nýtingu sólarorkunnar eru mjög miklar og ef sú orkulind verður ofan á, verða þær þjóðir ofaná sem búa næst miðbaug.

Raunar sömu þjóðirnar og eiga stærstu olíulindirnar af þeirri einföldu ástæðu, að á þeirri breiddargráðu bjó sólarorkan til mesta gróðurinn sem síðar lenti undir jarðlögum.   


mbl.is Rafhlöður þekja vegina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Francois Isaac de Rivaz setti fyrsta vetnisbíllinn á göturnar 1807. Lenoir Hippomobile vetnisbíll brunaði um torg og stræti 1860. Norsk Hydro fiktaði við vetnisbílagerð 1933. Rússar breyttu 200 GAZ-AA bílum í vetnisbíla 1941. o.s.frv. Verði Doktor Bragi Árnason ekki 300 ára á þessari öld þá ert þú að bulla. En það er ekkert nýtt að fólk haldi vetnisbíla vera nýung. Sama er að segja yngri bræður vetnisbílanna: rafbíla, "nýung" sem er að komast á tvöhundruðasta aldursárið. 

Og þar sem þú hefur svona mikið vit á olíu þá er ekki úr vegi að spyrja hvers vegna nær öll olían finnst norðan við miðbaug alla leið til norðurpólsins en varla dropa er að finna sunnan við miðbaug. Ég er nokkuð viss um að sólin hafi skinið jafn sterk sunnan við miðbaug og norðan.

Hábeinn (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 02:06

2 identicon

Sælt veri fólkið.
Gallinn við að vinna vetni með rafgreiningu er sá hversu mikla orku þarf að nota til þess. Vetnið er góður orkuberi, það vantar ekki, en mig minnir að það þurfi 1,3 kW af raforku til að framleiða vetni sem skilar 1 kW af orku. Þetta gæti út af fyrir sig gengið hér á Íslandi, en víða annarsstaðar yrði þetta óhagkvæmt og sá útblástur koltvíildis og annarra þeirra lofttegunda, sem orsaka hlýnun andrúmslofts sem sparaðist í umferðinni, myndi skila sér í útblæstri orkuvinnslustöðvanna. Þessvegna væri hagstæðast hér á landi að reyna í sem mestum mæli að nota veiturafmagn beint til samgangna þar sem það væri hægt. Vetnið væri hinsvegar vafalaust heppilegt að nota við siglingar, bæði fiskveiðar og vöruflutninga.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 10:45

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt aðal verkefni þeirra leyniskyttna Hábeins og Hilmars virðist að rakka allt niður sem ég skrifa hér á síðunni, er það staðreynd að Bragi Árnason var nefndur sem frumkvöðull í fremstu röð í helstu tímaritum heims þegar þar var fjallað um vetnisvæðingu. 

Leonardo da Vinci rissaði upp teikningu af loftfari sem líktist þyrlu, en samt er ekki hægt að ræna Sicorsky brautryðjendastarfi sínu mörgum öldum seinna.

Það er líka staðreynd að mestu olíubirgðir jarðar eru í miðausturlöndum og sólarorkan mikil þar þótt Hábeinn þræti fyrir það.

Ómar Ragnarsson, 24.4.2016 kl. 23:07

4 identicon

Hvernig Bragi Árnason varð nefndur sem frumkvöðull í fremstu röð í helstu tímaritum heims þó engan hafi hann vetnisbílinn smíðað eða hannað og ekki gert nokkuð sem aðrir höfðu gert áður er mjög undarlegt, sé það satt. Ég minnist þess ekki að hafa séð Braga Árnason nefndan sem frumkvöðul í fremstu röð í helstu tímaritum heims. Nefndu tímaritin og greinarnar sem hundsa algerlega fyrstu 200 ár vetnisbíla, vetnisrannsókna og þróunar.

Þú getur talað þig bláan og birt daglega greinar um flug það sem þú átt ólifað en tekur samt aldrei titilinn af Wright bræðrum. Og hefði Leonardo da Vinci flogið þyrlu en ekki rissaði upp teikningu af einhverju sem líktist þyrlu hefði Sicorsky ekki talist brautryðjandi mörgum öldum seinna.

Ég þræti hvergi fyrir það að mestu olíubirgðir jarðar séu í miðausturlöndum og að sólarorkan sé mikil þar. Ég bendi einfaldlega á það að nær öll olían finnst norðan við miðbaug alla leið til norðurpólsins en varla dropa er að finna sunnan við miðbaug þó sólin hafi skinið þar engu minna. Hvers vegna það er átt þú víst erfitt með að svara, enda passar það ekki inn í sófakenningu þína um tilurð olíu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 02:35

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki "sófakenning" að aðeins fjórðungur af flatarmáli byggilegra heimsálfa er sunnan miðbaugs og að það þarf heppilega samsetningu jarðlaga til að olía finnist.

Doktor Bragi Árnason fékk fálkaorðuna 1999 fyrir "vísindastörf og rannsóknir á nýtingu vetnis."

Ég las um hann í tímaritinu Time á þessum tíma, og Ari Trausti Guðmundsson fjallaði um hann og ræddi við hann í útvarpi, svo að eitthvað sé nefnt, en þú mátt afneita Braga eins og þig lystir mín vegna, - aðferð þín og Hilmars (nema það sé sami maðurinn) felst í því að heimta dagsetningar og tölublaðanúmer.

Eitt sinn þegar það átti sko aldeilis að negla það að ég skrifaði "ekkert nema lygi og rangfærslur" klikkaði aðferðin þó varðandi Mitsubishi Outlander tvinnbílinn, af því að ég hafði tía til og gat tekið myndir af gögnum mínum og birt samdægurs. 

Í annað sinn var ég sagður spinna upp og ljúga ummælum upp á talsmenn álveranna en daginn eftir kom einn þeirra einmitt með slík ummæli í dagblaði.

Ómar Ragnarsson, 25.4.2016 kl. 06:42

6 identicon

Hversu mikið af flatarmáli byggilegra heimsálfa er í Norðursjó, Mexikóflóa eða á Drekasvæðinu fyrir norðan okkur? Hversu mikinn gróður skóp sólarorkan á þessum hafsvæðum?

Fálkaorðan gerir Braga ekki að fyrstum manna til að benda á möguleikana á því að nota vetni sem orkubera. Né heldur umfjallanir. Sérstaklega ekki þegar farið var að nota vetni sem orkubera löngu fyrir fæðingu hans.

"Í annað sinn var ég sagður spinna upp og ljúga ummælum upp á talsmenn álveranna en daginn eftir kom einn þeirra einmitt með slík ummæli í dagblaði." Semsagt þegar þú sagðir það þá var það lygi. Þú gætir haldið því fram að þú hefðir spádómsgáfu og öll ósannindin ættu eftir að rætast fyrst þú ert að klóra í bakkan.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband