40 ára lærdómur af Víetnamstríðinu? Of lítið. Of seint.

Bandaríkjamenn voru með 550 þúsund hermenn í Víetnam þegar flest var. Varpað var fleiri tonnumm af sprengjum á þetta fátæka land en varpað var samanlagt í Seinni heimsstyrjöldinni.

Fyrir hvern Bandaríkjamann sem féll í stríðinu féllu tugir Víetnama.

Samt töpuðu Kanarnnir stríðinu. Forsendurnar fyrir því, að öll Suðaustur-Asía myndi falla eins og í dómínóspili ef Vietnam tapaðist, voru rangar.

Ætla mætti að einhver lærdómur hefði verið dreginn af stríðinu, bæði af Bandaríkjamönnum og Rússum, fyrir 40 árum.

En svo var ekki. Rússar sendu her inn í Afganistan 1979, sem hrökklaðist þaðan eftir sneypuför 1985. George W. Bush sendi her inn í Írak 2003 og Kanar voru með puttana í að steypa Gaddafi í Líbíu og Assad í Sýrlandi, og þetta þrennt hefur leitt af sér verra ástand í þessum heimshluta en fyrr, dæmalausan flóttamannastraum til Evrópu og vaxandi hryðjuverkaógnar.


mbl.is Útilokar landhernað í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Listi hinna staðföstu þjóða var kynntur á blaðamannafundi utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Washington 18. mars 2003:"

"Mr. Boucher:

"There are 30 countries who have agreed to be part of the coalition for the immediate disarmament of Iraq.

I have to say these are countries that we have gone to and said, "Do you want to be listed?" and they have said, "Yes."

I will read them to you alphabetically, so that we get the definitive list out on the record.

They are:  Afghanistan, Albania, Australia, Azerbaijan, Colombia, the Czech Republic, Denmark, El Salvador, Eritrea, Estonia, Ethiopia, Georgia, Hungary, Iceland, Italy, Japan, Korea, Latvia, Lithuania, Macedonia, the Netherlands, Nicaragua, the Philippines, Poland, Romania, Slovakia, Spain, Turkey, the United Kingdom, and Uzbekistan.
""

Þorsteinn Briem, 24.4.2016 kl. 13:10

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Þorsteinn Briem, 24.4.2016 kl. 13:13

4 identicon

Það er auðvelt að vera vitur eftirá og jafnvel ímynda sér að ástandið væri betra hefði ekkert verið gert. Sérstaklega ef ekki er verið að skoða söguna djúpt eða langt aftur.

En hvernig væri heimurinn ef Bandaríkjamenn hefðu látið Evrópu um sín stríð á síðustu öld? Héti Evrópa Þýskaland eða næðu Sovétríkin til Gíbraltar?

Hvar væri Japan án Bandaríkjamanna ef Kórea hefði verið látin afskiptalaus? Væri Taiwan frjálst nytu þeir ekki verndar Bandaríkjamanna? Hvað ef Talibanar hefðu fengið að halda Afganistan taka Pakistan og ógna Indlandi? Gaddafi væri enn yfir Líbíu og Saddam Hussein hefði fengið óáreittur að leggja nágrannana undir sig?

Er það víst að ástandið væri betra? Er það víst að aukaverkanir meðalsins séu verri en sjúkdómurinn?

Hábeinn (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 13:43

5 identicon

Þetta er mikil einföldun á flókinni sögu, gerð í þeim tilgangi að færa alla sök á ástandi þessa heimshluta yfir á vesturlönd.

Staðreyndin er sú að þessar þjóðir hafa aldrei getað búið sem heild í eigin landi.  Annað hvort logar allt í borgarastyrjöld eða þjóðin í heild er kúguð af einræðisherra.

Suður Súdan er fullkomið dæmi um vanþroskaða og vanþróaða þjóð.  Eftir áratuga baráttu fyrir sjálfstæði tókst þjóðinni að leggja sjálfa sig í rúst á mettíma, algjörlega hjálparlaust og án þess að vesturlönd hafi komið að málum.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 13:49

6 identicon

Orsakir og afleiðingar geta bæði verið fóknir og einfaldir þættir.

Yfirleitt er sagan einfölduð.

Mikil og hörð andstaða bandarísks almennings við þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni er varla sjáanleg í sögubókum.

Bretar gátu allt eins bombað járnnámur Svíþjóðar í tætlur en kusu að bomba þýskar borgir í tætlur.

Sagan um "hlutleysi" svía er eins og hver önnur þjóðsaga.

Skúffufyrirtækin sem þjóðverjar stofnuðu í Svíþjóð skiptu hundruðum.

Á lestarstvöðvum í Sviss var fólki skipað  með byssuvaldi að snúa bökum að lestum þegar þær voru aflestaðar kössum merktum þýska ríkinu.

Allt með fullri vitneskju þeirra sem málið varðaði og mátti auðvitað ekki stöðva, þar sem ríkustu fyrirtæki bandaríkjanna og evrópu mökuðu krókinn ansi vel í seinni heimsstyrjöldinni.

L. (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband