Þetta byrjaði á svipaðan hátt í Víetnam.

Meðan John F. Kennedy var forseti Bandaríkjanna tóku Bandaríkjamenn á pappírnum ekki beinan hernaðarlegan þátt í átökunum þar í landi heldur sendu svonefnda "hernaðrráðgjafa" til að leiðbeina her Suður-Víetnama í baráttunni við uppreisnarmenn kommúnista, Vietcong.

Kanar studdu Ngo Dien Diem, gerspilltan lepp vesturveldanna, og þegar það reyndist herfilega, stóð CIA fyrir því að hann var drepinn, án þess að menn færðust feti nær því að ráða við vandann.

Að senda "hernaðarráðgjafana" í smáhópum í senn, kannski 250 í hvert skipti, breytti engu.

Ástandið olli Kennedy miklu hugarangri, en hann var drepinn áður en kom til þess að taka rösklegar til hendi í samræmi við hástemmd loforð í innsetningarræðu hans um að hvika hvergi í aðstoð Bandaríkjamanna í öðrum löndum í "baráttunni fyrir frelsi."

Kanar prófuðu ýmislegt, til dæmis að veita mjög sérstaka útgáfu af "vernd" með því að gera varnarvirki umhverfis þorp í Suður-Víetnam sem áttu að halda liðsmönnum Vietcong frá.

Þessir heraðarlegu múrar utan um þorpin höfðu þveröfug áhrif miðað við það sem ætlunin var, því að gagnvart þorpsbúum virkuðu þeir eins og innilokandi fangelsisvegggir, fólkinu fannst það hafa verið hneppt í fangelsi.

Bandaríkjamenn hafa að sönnu lært ýmislegt á hernaði sínum í Írak og Afganistan, en engu að síður bera fálmkenndar aðgerðir þeirra í Sýrlandi vitni um svipaðan vandaræðagang og hefur ævinlega fylgt hernaðarlegum afskiptum þeirra í fjarlægum löndum með þjóðlíf, siði og hugsunargang, sem eru gerólík því sem vestræn lýðræðissamfélög byggjast á.

Í Víetnam byrjuðu vandræðin með því að senda æ fleiri ráðgjafa uns á endanum var komið út í stríð með 550 þúsund manna herafla og meira sprengjukasti úr flugvélum en í allri Seinni heimsstyrjöldinni.

Þau spor hræða, þess vegna þvertekur Obama í orði fyrir það að sendur verði landher til Sýrlands á sama tíma og hermenn eru sendir þangað í nokkur hundruð manna hópum í senn.  

 


mbl.is Sendir 250 hermenn til Sýrlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Víetnam:

"Air force captain, Brian Wilson, who carried out bomb-damage assessments in free-fire zones throughout the delta, saw the results firsthand.

"It was the epitome of immorality...One of the times I counted bodies after an air strike - which always ended with two napalm bombs which would just fry everything that was left - I counted sixty-two bodies.

In my report I described them as so many women between fifteen and twenty-five and so many children - usually in the arms of their mothers or very close to them - and so many old people."

When he later read the official tally of dead, he found that it listed them as 130 VC killed."

Turse, Nick (2013). Kill Anything That Moves: The Real American War in Vietnam. New York: Metropolitan Books.

Þorsteinn Briem, 26.4.2016 kl. 13:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"195,000-430,000 South Vietnamese civilians died in the Vietnam war."

"50,000-65,000 North Vietnamese civilians died in the war."

"The Army of the Republic of Vietnam lost between 171,331 and 220,357 men during the war."

"The official US Department of Defense figure was 950,765 communist forces killed in Vietnam from 1965 to 1974."

"The most detailed demographic study calculated 791,000-1,141,000 war-related deaths for all of Vietnam."

"Between 200,000 and 300,000 Cambodians died in the war along with about 60,000 Laotians and 58,220 U.S. service members."

The Vietnam War

Þorsteinn Briem, 26.4.2016 kl. 13:13

3 identicon

Í leshringjum komma á árum áður var Diem auðvitað útmálaður sem handbendi Bandaríkjamanna, gerspilltur og ómögulegur á alla kanta. Fátt bendir í raun til þess að svo hafi verið. Hitt er náttúrulega þekkt, að hann vann með Bandaríkjamönnum gegn þeirri vá sem kommúnismi var, og er.

Bandaríkjamenn gerðu fullt af mistökum í Víetnam, en þau má flest rekja til ósigurs í áróðursstríðinu á vesturlöndum. Vinstrimönnum, ma.a. hér á Íslandi, tókst að sannfæra almenning um að kommarnir í Víetnam væru frelsishetjur sem börðust fyrir sjálfstæði Víetnam. Sem er fjarri sanni þar sem suður Víetnam var frjálst og í átt að lýðræði, en norður Víetnam var einræðisríki undir stjórn morðóðra komma. Tap Bandaríkjamanna varð tap suður Víetnam og leiddi til harðstjórnar kommúnista í gervöllu Víetnam, pyntinga og morða.

Sýrland á ekkert sameiginlegt með Víetnam. Það eru engin frelsisöfl í Sýrlandi til að vinna með, bara mismunandi róttækir múslimar sem hafa óbeit á lýðræði. Eini hópurinn sem Bandaríkjamenn geta unnið með, eru Kúrdar, og það eru nákvæmlega þeir sem eiga að njóta þeirrar aðstoðar Bandaríkjamanna sem tilvitnuð frétt fjallar um.

Kúrdar eru einu múslimarnir sem geta sameinað trú og frelsi, enda er íslam í Kúrdistan mun líkara kristni á vesturlöndum. Það er kannski þess vegna sem vinstrimenn á vesturlöndum er slétt sama um tíð fjöldamorð á Kúrdum, og þess vegna hafa vinstrimenn á Íslandi engan áhuga á að styðja sjálfsagðar kröfur Kúrda um eigið ríki, á meðan þeir hamast á eina lýðræðisríkinu í miðausturlöndum, Ísrael, og vilja umfram allt að því ríki verði eytt sem skjótast í þágu ofbelsisfullra múslima.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.4.2016 kl. 16:12

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef Diem var svona frábær maður og bandamaður, af hverju stóð CIA á bak við það að hann var drepinn á hroðalegan hátt?

Ómar Ragnarsson, 26.4.2016 kl. 23:49

5 identicon

Var einhver að segja, að Diem hafi verið frábær maður? Hann hafði ábyggilega sína kosti, og sína galla. En óumdeilanlega var hann sá sem var kommúnistum erfiðasti ljárinn. Ho Chi Minh fagnaði vel þegar honum var steypt, gat varla trúað þeirri lukku.

Hvað varðar drápið á Diem, þá kom CIA þar hvergi nærri. Þetta er einungis endurrómur áróðurs vinstrimanna frá liðinni tíð. Flestir sem geta lesið sér til gagns, geta lesið sér til um ástæður þess að honum var steypt, og hver stóð að drápinu.

Bandaríkjastjórn vissi af fyrirhuguðu valdaráni, hafði óformleg tengsl við hershöfðingjana, en hafði ekki tök á að koma í veg fyrir valdaránið, en gátu heldur ekki stutt Diem áfram, vegna aðkomu bróður Diem að mótmælum Búddamunka og getuleysi eða viljaleysi Diem til að fjarlægja Nhu frá völdum. Bandaríkjamenn stóðu því hjá, en buðu valdaránsmönnum að Diem og Nhu fengju hæli í Bandaríkjunum. Það kom ekki til þess, þar sem arftaki Diem, Minh, lét drepa bræðurna.

Reyndar bera Bandaríkjamenn mikla ábyrgð á valdaráninu, en það skrifast á afar klaufalega aðkomu stjórnar Kennedy að málinu. Þetta voru fyrstu stóru mistök Bandaríkjamanna í Víetnam, og sennilega upphafið að endalokum Víetnamstríðsins. Hugurinn á bakvið var göfugur, eins og vænta mátti frá Kennedy, en afleiðingarnar eins og búast má við þegar óskhyggja ræður för.

Fyrir áhugasama um sögulegt efni, þá eru eftirfarandi síður áhugaverðar:

http://digitalcommons.liberty.edu/cgi/viewcontent.cgi?article=1203&context=honors

https://www.mtholyoke.edu/acad/intrel/pentagon2/pent6.htm

http://nsarchive.gwu.edu/NSAEBB/NSAEBB101/vn29.pdf

Hilmar (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 07:48

6 identicon

Sjáðu til Ómar, þarna er munurinn á sagnfræði og áróðri vinstrimanna. Áróður vinstrimanna miðast við hvað hentar í baráttunni á hverjum tíma, en sagnfræðin styðst við gögn. Vinstrimenn geta illa uppfært eða lagfært áróðurskenningar, þær eru nær óbreytanlegur fasti, fullyrðingar sem styðjast ekki við neitt nema lokatakmark á hverjum tíma.
Sagnfræðin er lifandi, þar sem sífellt ný gögn koma fram sem bregða nýju ljósi á liðna atburði. Hrein sagnfræði er ekki pólitísk, tilgangurinn enginn nema að upplýsa um liðna atburði. Samsæriskenningar eru pólitískur áróður, þar sem sannleikurinn má liggja á milli hluta.

Við vitum hvoru megin hryggjar þú ert hvað ofangreint varðar.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband