26.4.2016 | 22:54
Kjarni málsins: Hagnaður af leynd.
Þessa dagana hrannast upp yfirlýsingar um það hve lítið eða jafnvel ekki neitt þeir hundruð Íslendinga, sem áttu fé í aflandsfélögum, hafi grætt á því.
Fjöldamargir segjast hafa beinlínis tapað á því og öll þessi spilaborg, þar á meðal fyrirbærið "gervimaður útlönd" hafi engan hátt verið sett upp vegna græðgi eða eiginhagsmuna.
Síðan er afar hentugt að kenna bönkunum um að hafa ráðlagt grandalausu fólki að taka þátt í því að setja heimsmet meðal þjóða í stofnun aflandsfélaga.
Viðtalið við Guðrúnu Johnsen í Kastljósi í kvöld afhjúpaði það, að í landinu lifðu og lifa enn tvær þjóðir við gerólík kjör: Annars vegar elítan, þeir sem hafa efnast stórlega í skjóli sérréttinda, auðs og valda og gátu fengið aðstoð samtvinnaðs valds og aðstöðu hinnar allsráðandi blöndu stjórnmála og viðskiptalífs til þess að skapa hátimbrað kerfi leyndar, sem með ruðningsáhrifum sínum ruddi burtu heiðviðri starfsemi og viðskiptum.
Á bak við allar yfirlýsingarnar um minnisleysi, tap og grandaleysi liggur hinn raunverulegi kjarni málsins, hagnaðurinn af leyndarkerfinu.
Því að hefði hagnaðarmöguleikinn ekki verið drifkrafturinn, hefði hið hraðvaxandi leyndarkerfi aldrei orðið til, kerfi sem ruddi burtu eðlilegu viðskiptaumhverfi hraðar hjá Íslendingum en nokkurri annarri þjóð.
Ruðningsáhrif aflandsfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
31.3.2016:
"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."
"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.
Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.
Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.
Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar
Þorsteinn Briem, 26.4.2016 kl. 23:17
Þetta nýja heimsmet, heimsmet í taprekstri aflandsfélaga í skattaskjólum, er furðulegt í ljósi þess hve margir þátttakenda eru framarlega í viðskipta og fjármálakerfi okkar. Maður hefði haldið að þeir hefðu eitthvað vit á peningum.
Hábeinn (IP-tala skráð) 26.4.2016 kl. 23:17
Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 26.4.2016 kl. 23:19
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 26.4.2016 kl. 23:20
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Verðhjöðnun í Danmörku
Þorsteinn Briem, 26.4.2016 kl. 23:21
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 26.4.2016 kl. 23:22
20.10.2015:
""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."
"Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.
Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.
Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."
"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""
Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill
Þorsteinn Briem, 26.4.2016 kl. 23:28
"Tilraunir kínverska fjárfestisins Huangs Nubos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hefur jörðin verið auglýst til sölu á Evrópska efnahagssvæðinu."
Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.
Þorsteinn Briem, 26.4.2016 kl. 23:37
gétur verið að vandræði krónunar sé vegna þess að íslendíngar kuna ekki að borga skuldir sínar til baka þurfa altaf að fá afskriftir af lánum. vextir séu svo háir vegna þess að bankar þurfa að mæta afskriftum til að fá eðlilega ávöxtun á svokallað eigiðfé.?.hvernig væri að bankar og stofnanir hefðu eithvað útúr gjaldþrotum í stað þess að eingar eignir fundust í búunum. kanski að bankamen ætu að fara í námskeið í lánveitíngum í evrópubandalaginu sem þurfti ekki nema að borga nokkra tugi milljarða til að bjarga bankakerfum evrópu. eru varla bunir að bjarga þvíþó liðin séu um 8.ár. frá hruni. það er þá eithvað að læra af veit varla.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.