Þegar Íslendingum var fjölgað uppi á sviði á sveitaböllunum.

Það kom nokkrum sinnum fyrir á þeim meira en þúsund sveitaböllum, sem ég skemmti á hér í gamla daga, að húsin voru svo troðfull, að nánast hvað sem var, gat gerst, bæði i salnum og jafnvel uppi á sviðinu, þétt upp við hljómsveitarmennina.

Einnig fundust stundum afkimar og skot til hliðar sem lagið fólk gat nýtt sér svo lítið bar á.

Gat hið ástþyrsta ungviði oft komist óátalið og að mestu óséð upp með athæfi sem gat stuðlað að "uppbyggingu" íslenska kynstofnsins, enda minnist ég þess ekki að neitt mál hafi orðið úr þessu, - ja fyrr en níu mánuðum seinna.

Það var því af nógu að taka í lýsingunni í laginu Sveitaballi, svo sem:

"...Sveitaball,

öll kvennagullin elska sveitaball,

því næði gefst þeim til að gramsa þar

og kjamsa þar

á kjömmunum, -

jafnvel á ömmunum..."


mbl.is Stunduðu kynlíf á brautarpallinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sakkna sveitarball, það var Yfirleit góð stemming og stundum riskingar. Það er ekkert ball sem jafnast á við gott sveitarball eins og þau voru áður fyrr og fyrir hass og aðra vímugjafa, en áfengi.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.4.2016 kl. 17:07

3 identicon

Þrotið þokkadísa val,

þverr nú ris á kalli,

senunni ég einatt stal,

en aldrei brautarpalli!

sealed

Þjóðólfur í Neðra-Skarði (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband