Stórverkefni í rannsóknarblaðamennsku: Aflandsfélögin.

Framundan er eitt stærsta verkefni íslenskrar og alþjóðlegrar rannsóknarblaðamennsku á síðari árum: Aflandsfélögin, eðli þeirra, umfang og áhrif á efnahagsmál og stjórnmál.

Um leið og listar og upplýsingar birtast um þessi félög og eigendur þeirra, sem og þau fyrirtæki og lönd, sem halda þessari starfsemi í gangi, keppast eigendur reikninganna við að fullyrða að í þeirra tilfelli sé allt eðlilegt, enginn ágóði af tengslunum, allt löglegt.

Eftir situr samt spurningin: Fyrst það skiptir ekki máli, hvorki nú né fyrr, hvort fólk, fyrirtæki og stofnanir stofna aflandsfélög fyrir umsvif sín, af hverju gerði það þetta og gerir enn?

Nú segir Gylfi Magnússon að ekki séu öll aflandsfélög slæm þótt meirihluti þeirra sé það.

Hvernig leggur hann og hvernig leggja aðrir dóm á það í hverju tilfelli?

Gylfi segir að aflandsfélögin hafi gert efnahagslífið helsjúkt. Guðrún Johnsen segir að þau hafi skapað skaðleg ruðningsáhrif sem ryðji burt eðlilegu efnahagslífi.

Ef þetta er rétt hlýtur að þurfa að skoða öll þessi mál miklu nánar. Hér er ekki aðeins heilbrigði efnahagslífs í húfi heldur einnig misrétti meðal þjóðarinnar.

Hluti hennar hefur allt sitt alltaf á hreinu: Stundar viðskipti í erlendum gjaldmiðli í gegnum fyrirtæki í þeirra eigu erlendis sem gefur ekki aðeins möguleika á undanskotum frá sköttum með bókhaldsbrellum, heldur gulltryggir auðinn gagnvart hættunni af gengisfalli krónunnar.

Ef krónan fellur, eins og 2008-2009, heldur þessi forréttindahópur öllu sínu á sama tíma og almenningur í krónuhagkerfinu íslenska verður fyrir stórfelldu eignatjóni.

Og ekki bara það: Forréttindahópurinn og áhangendur þeirra hælist um og mærir krónuna fyrir að "bjarga" íslenska hagkerfinu.

Og björgunin felst meðal annars í því að gengisfelling krónunnar bitnar samstundis á almenningi í formi stórhækkaðs verðlags á erlendum nauðsynjum.


mbl.is Ekki öll aflandsfélög slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins Jónas Kristjánsson og fleiri hafa bent á er ein birtingarmynd ruðningsáhrifa þessara forréttindahóps hvernig þau hafa sprengt húsnæðismarkaðinn nánast í loft upp með því að kaupa upp nánast heilu íbúðahverfin og stórhækkað íbúðaverð og leiguverð.  Það er svo nánast sama til hvaða ráða opinberir aðilar grípa til í þeim tilgangi að liðka fyrir almenningi, t.d. með húsnæðisbótum, allar slíkar greiðslur hverfa umsvifalaust í hina óseðjandi hít fjármagnseigenda.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 20:33

2 identicon

Hann samþykkti sem sagt eitthvað sem honum finnst helsjúkt.  Bilað.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 21:15

3 identicon

Aflandsfélög eru eðlileg afleiðing af skattageggjun . Auðvitað flýr fólk með peningana sína til að sleppa undan snælduvitlausu kerfi sem skattleggur sama aurinn þar til hann er uppétinn.

Vinstrimenn og hægri aumingjar sem þora ekki að breyta kerfinu þegar þeir komast til valda, virðast aldrei ætla að skilja, að ofurskattpíning og skömmtunarstefna hins alltumkæfandi opinbera kerfi, leiðir alltaf af sér svart hagkerfi. Einungis hreinræktaðir fábjánar geta ekki lært af óförum kommaþjóðfélaga. Nú síðast Venesúela, þar sem þokkalegu hagkerfi hefur verið rústað af kommúnisma, svo rækilega að jafn sjálfsagður hlutur og klósettpappír er ófáanleg munaðarvara.

Heimurinn þarfnast fleiri skattaskjóla, þar til jafnvel óhæfum stjórnvöldum og kjósendum þeirra skilst, að þú borgar ekki fyrir sósíalískar þjóðfélagsbyltingar með því að fara sífellt dýpra í vasa annarra.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 21:41

4 identicon

Vinstriheimskan birtist náttúrulega í fyrstu athugasemd við þennan pistil.

Ofurskattlagning, lóðaskortsstefna, fábjánanlegar kröfur um greiðslumat og byggingareglugerðir sem eru til að vernda störf iðnaðamanna, svo fólk geti ekki byygt sín eigin hús eins og áður, hafa búið til kerfi sem enginn getur notað nema stórir byggingaverktakar í samvinnu við banka og aðra fjársterka.

Mistök á mistök ofan eru gerð á Alþingi. Aldrei skala hlustað á neinn nema hagsmunaaðila sem meira og minna skrifa lagatextann sem er hreinskrifaður af börnum með lagapróf sem vinna hjá ráðuneytum.

Auðvitað verður niðurstaðan þannig, að til að redda einhverju, þá er stórkostlegum upphæðum sóað í bótakerfi, sem er algerlega óþarft. Þannig verður á endanum allt klósettpappírslaust, og þegar það gerist, þá kemur tilskipun þar sem fólki er skipað að kúka bara einu sinni í viku, "for the greater good"

Hilmar (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 21:54

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.8.2012:

"Skattlagning á hagnað fyrirtækja er með minnsta móti á Íslandi af 34 OECD-ríkjum, þó ríkisstjórnin hafi hækkað hana úr 15% 2008 í 20% nú.

Það eru einungis fimm lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%.

Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%.

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland.
Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum.

Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010.

Fyrir hrun var búið að færa atvinnurekendum, fjárfestum og bröskurum ótrúleg fríðindi í skattamálum á Íslandi. Betri en í sumum erlendum skattaparadísum. Hófleg hækkun skatta á þá eftir hrun hefur litlu breytt. Skilyrðin eru enn góð.

Það eru því staðlausir stafir hjá talsmönnum atvinnulífsins og hægri róttæklingum þegar þeir fullyrða að fyrirtæki séu sérstaklega skattpínd á Íslandi.

Íslensk fyrirtæki eru með einna minnstu skattlagninguna sem þekkist í hagsælli ríkjunum.

Spurningin er þá hvort atvinnurekendur telji að þeir eigi ekki að bera kostnað af hruninu?
Eiga þeir að vera stikkfrí eftir að hafa grætt óhóflega á árunum fyrir hrun og átt sjálfir stóran hluta í orsökum hrunsins?

Margir af forystumönnum atvinnulífsins þá og nú voru framarlega í útrás og braski bulláranna."

Skattpíning fyrirtækja á Íslandi? - Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands

Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 22:29

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2016:

"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."

"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.

Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.

Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.

Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 22:36

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 22:38

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.10.2015:

""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."

"Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.

Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.

Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."

"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""

Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill

Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 22:39

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 22:42

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 22:43

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 22:44

16 Smámynd: Borgþór Jónsson

Steini ,það eru engin lán hvorki í Danmörku eða annarsstaðar með fasta vexti til 30 ára.

Svona lán eru alltaf með endurskoðunarákvæðum á nokkurra ára fresti.

Vextirnir lækka svo eftir því sem tíminn milli vaxtaendurskoðana er styttri.

Ef notaður er stysta endurskoðunartímabil geta vextir farið niður í 1,5% ef þú hefur gott kredit

Dönsk heimili eru þau skuldsettustu í heimi ,skutust nýlega uppfyrir Ástralíu í þessu samhengi.

Þessi heimili eru því í verulegri hættu.Þegar vextir hækka verða þau fyrir gífurlegum búsifjum.

Borgþór Jónsson, 29.4.2016 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband