30.4.2016 | 00:32
Stórfelldar úthringingar í óviðkomandi fólk eru hvimleitt fyrirbæri.
Úthringingar eru hvimleitt fyrirbæri og sömuleiðis alls konar sms-skilaboð af svipuðum toga þegar hringt er skipulega út um borg og bý í fólk, sem vill vera í friði fyrir slíku.
Öðru máli gegnir að vísu um það þegar hringt er í fólk, sem er innan ákveðins hóps, sem ætla má að taki slíku vel.
Fjölmiðlarnir og netið eiga að búa yfir nægum möguleikum til þess að auglýsa, upplýsa eða ná sambandi við fólk.
Úthringingar fóru ekki vel í landann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mjög einfallt að koma í veg fyrir svona lagað. Senda viðkomandi reiking fyrir 4 klst útkalli á sama taxta og stjórnarmenn í Landsbankanum taka fyrir stjórnarsetu eða 80 þús kr/klst. Senda svo í innheimtu.
Geir Harðarson (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 08:09
Einfaldasta leiðin til að losna við þessa óværu er að kynna sér upplýsingar um "Óumbeðin fjarskipti" á vef Póst- og fjarskiptastofnunar og senda síðan beiðni um "bannmerkingu" til Þjóðskrár.
TJ (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.