30.4.2016 | 20:49
Þurfum forseta sem getur breytt sögu fortíðarinnar.
Ég var að uppgötva hvað það getur verið dýrmætt að eignast forseta sem getur breytt sögu fortíðarinnar, til dæmis breytt hinni óréttlátu kjördæmaskipan, sem var hér fram á sjötta áratug síðustu aldar.
Því að upplýst er í Morgunblaðinu í dag að þegar Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafi hann verið staðráðinn í að breyta eftirfarandi:
Ekkert sjónvarp var í júlí.
Ekkert sjónvarp var á fimmtudögum.
Enga mjólk hægt að kaupa í matvörubúðum.
Sterkur bjór var bannaður í landinu.
Engin epli seld nema á jólunum.
Og þetta tókst, sjónvarp kom í júlí 1983, sjónvarp kom á fimmtudögum 1987 (1986 á Stöð 2), mjólk kom í mjólkurbúðir 1977, sterki bjórinn kom 1989 og epli fengust utan jólanna talsvert fyrr en 1991.
Og hvers vegna ekki að bæta því við að kveða niður meira en 100% verðbólgu 1983 og gera Þjóðarsáttina 1990?
Nú opnast möguleiki,úr því að aðeins einu ári skakkar, að DO geti unnið þorskastríðiö 1976 og tryggt 200 mílna landhelgi þótt 39 ár séu liðin.
Við þurfum líka fleiri afrek stjórnmálaprófessors sem breytir sögu fortíðarinnar svo um munar, þurrkar til dæmis út loftárás Þjóðverja á Guernica 1937 og gerir málverk Picassos að umdeilanlegu listaverki, sem ekki var málað vegna Guernica, heldur klístrað á það þessu nafni eftir að það var að mestu klárað.
Hægt að kjósa utankjörfundar á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú gleymdir stærsta afrekinu. Hann einkavinavæddi bankana.
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 22:17
"Einkavæðing bankanna var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.
Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.
Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.
Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.
Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."
Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:
"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.
Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.
Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.
Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu."
Þorsteinn Briem, 30.4.2016 kl. 22:30
20.4.2010:
Steingrímur Ari: Davíð og Halldór réðu öllu og pólitísk ákvörðun hverjir eignuðust bankana
Þorsteinn Briem, 30.4.2016 kl. 22:30
28.12.2009:
Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd
Þorsteinn Briem, 30.4.2016 kl. 22:31
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 30.4.2016 kl. 22:34
9.3.2008 (fyrir Hrun):
"Við Íslendingar erum skuldugasta þjóð í heimi og hreinar skuldir okkar eru rúmir 1.800 milljarðar króna.
Þegar allar eignir hafa verið teknar með í reikninginn og dregnar frá skuldunum er niðurstaðan sú að hvert mannsbarn á Íslandi skuldar tæpar sex milljónir króna."
Íslendingar skulda mest í heimi
Þorsteinn Briem, 30.4.2016 kl. 22:35
Íslensk fyrirtæki skulduðu samtals 15.685 milljarða króna í árslok 2007 og 22.675 milljarða króna í árslok 2008, samkvæmt Tíund, fréttabréfi ríkisskattstjóra.
Tuttugu og tvö þúsund sex hundruð sjötíu og fimm milljarða króna.
Þorsteinn Briem, 30.4.2016 kl. 22:36
Framsóknarflokkurinn - Árangur áfram, ekkert stopp!
Árið 2008:
Guð blessi Ísland!
Þorsteinn Briem, 30.4.2016 kl. 22:37
Guð blessi Ísland. Og ekki síður: GUÐ BLESSI JÖRÐINA.
Ísland er nánast ósýnilegt frímerki í hafinu, en jörðin er það sem allt snýst um. Allar þjóðir vestursins eru of skuldugar vegna banka-peningaprentunar-fölsunar.
Tölvuframköllunar-peningar án raunverulegs verðmætis eru innistæðulausir gjaldmiðlar vestursins í dag, og kauphallir heimsins eru hryggjastykkið í peningaspilavítis-bólgu-blekkingunum.
Almættisorkan algóða blessi alla jörðina og okkur vitleysingana alla sem ekki kunnum fótum okkar forráð í banka/fjármála-siðferðisþróuninni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2016 kl. 23:13
Fyrir tvö þúsund árum síðan kom upp maður sem laggði fram mótmæli um þá verandi ríkjandi pólitík, og varð fyrir það kross festur.
Þessi jörð, er "skel" utanum plasma bolta, sem balanserar milli "þyngdarafls" og þennslukrafts.
"Guð blessi þessa jörð", nei takk ... Guð blessi okkur, sem sækjumst eftir þekkingu til þess að komu okkur burtu af þessu skeri, og losna undan oki, styrjöldum, "gas" öskri úr heilaþvegnum mafíu böðlum og öllu því óréttlæti sem því fylgir ... þar á meðal, að DO bjargaði Íslandi og Al Gore, sem "fann upp" internetið.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 23:44
Við erum víst ekkert án jarðarinnar og óskaðlegs andrúmsloftsins, Bjarni Örn. Eða hvað?
Ekki kann ég, og varla þú heldur, að bjarga andrúmsloftinu og jörðinni frá geislavirku tilraununum og öðrum eyðileggingum. Og varla skaðar það nokkurn mann að biðja um blessun almættisaflanna, til að hjálpa okkur vitleysingunum við að verja andrúmsloftið og Móður Jörð sem nærir alla. En nærir ekki bara syndabera allra síðustu tíma mistaka Íslands: DO.
Almættið hjálpar víst engum sem ekki vill hjálpa sér eftir fremsta megni sjálfur. Sem betur fer erum við öll frjáls í hjartanu til að trúa því sem við viljum. DO er trúfrjáls maður með sín tilveruréttindi, eins og við hinir vitleysingarnir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.5.2016 kl. 00:44
"Þurfum forseta sem getur breytt sögu fortíðarinnar." (Ómar)
Þetta hljómar bara eins og beint upp úr Orwells 1984 eða Huxleys Brave New World -- eða úr sögu-síendurskoðunarfabrikku Sovétríkjanna gömlu!
Jón Valur Jensson, 1.5.2016 kl. 00:49
Þröstur Ólafsson í Minjavernd hlýtur að vera rétti maðurinn.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 09:53
Eru skrif Hannesar um Davíð í Morgunblaðinu ekki opnunaratriðið að Bessastaðaför Davíðs?
Annars væri nær að fá Hannes sjálfan á Bessastaði, hann sýnir í skrifum sínum hve létt verk það er að breyta fortíðinni.
Er hann ekki hvort eð er á launum hjá almenningi við að endurskrifa hrunið - orsök þess og afleiðingu?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2016 kl. 11:06
Ómar, ég skil ekkert í þér að taka ekki þessa færslu þína út. Hér rugla rugludallar á hægri og vinstri, aðallega þó til vinstri og enginn virðist hafa lesið þessa grein HHG, bara trúað blindandi á smásálina Egil Helgason sem tekur hlutina úr algjöru samhengi og biðst auðvitað ekki afsöknnar á því. Þetta sem þú telur upp kemur hvergi fram í grein HHG, bara lesa hana og hafa það sem sannara reynist, eins og altaf.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 22:02
Leiðinlegt að lesskilningur Ómars sé svona lítill.
Hannes segir alls ekki að Davíð hafi breytt þessum atriðum.
Kannski lesskilningurinn batni ef flokkspólitísku gleraugun eru tekin af?
ls (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 09:26
Hér er eina vitræna innleggið í umræðuna um þessa grein HHGiss:
http://www.hringbraut.is/frettir/hid-erotiska-eintal#.Vycuog5fXyU.facebook
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.