1.5.2016 | 10:45
Löngu, löngu tímabært.
Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn veltir beint og óbeint tugum milljarða króna í hagkerfinu með tilheyrandi beinum´og óbeinum gjaldeyristekjum.
Kvikmyndagerðin er harður samkeppnisheimur, sem krefst sérstaklega fjölbreyttrar listrænnar og faglegrar þekkingar og tækni auk markviss og öflugs markaðsstarfs.
Þessar staðreyndir eru á skjön við stanslausan áróður, sem ævinlega má sjá þess efnis að listafólk og skapandi greinar séu ónytjungar og byrði og afætur á þjóðfélaginu og alger andstæða stóriðjunnar í þeim efnum.
Rithöfundar stofnuðu sín samtök aldarfjórðungi fyrr en kvikmyndargerðarmenn og þess sér greinilega stað í allri lagaumgjörð og kjaraumhverfi þeirra að þeir hafa haft lengri tíma til að festa sig og eðlileg kjör sín í sessi.
Rithöfundar fá áð lágmarki rúmlega 22% af nettósölu bóka sinna, og ef útgefandinn gerir ekkert í útgáfumálum bókarinnar í fimm ár, fellur allur útgáfu- og höfundarréttur til höfundarins.
Þetta er gerólíkt umhverfinu í tónlistinni þar sem engin svona ákvæði eru í gildi og útgáfurétturinn getur í sumum tilfellum gengið áratugum saman á milli kennitalna og gjaldþrota útgefenda án þess að flytjandinn og skapandi listamaður fái neitt við því gert.
Bókaútgefendur og rithöfundar hafa líka í gegnum tíðina verið natnir við að verja starfsumhverfi og markaðsumhverfi sitt á sama tíma og tónlistarfólk og kvikmyndagerðarfólk hefur átt undir högg að sækja gagnvart "sjóræningjum" á því sviði.
Listræn sköpun á borð við kvikmyndagerð og tónlist er knúin af innri þörf og því miður hafa margir notfært sér það og gert umhverfið hjá mörgu listafólki líkt sjálfspíningu.
Verst er hve margir hafa litíð á slíkt sem sjálfsagðan hlut og komið því inn, að það sé nánast syndsamlegt að listamenn hafi tekjur af sköpun sinni.
Það er löngu, löngu tímabært og fagnaðarefni að kvikmyndagerðarmenn séu í sérstöku stéttarfélagi.
Kvikmyndagerðarmenn verða stéttarfélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.