Áfram á leiðinni frá grasrótinni.

Undanfari ár hefur mátt sjá þess merki hvernig þeir, sem eiga að heita þjónar flugsins hafa smám saman færst fjær grundvallaratriði þess, sem er "þráðurinn að ofan", grasrótarstarfið í fluginu.

Dæmunum um þetta fer fjölgand og þeirra sér stað um allt land.

Á sama tíma og þjónustustofnun flugsins heldur eitt stykki árshátíð fyrir sjálfa sig, sem kostar þrjátíu milljónir króna, er með flestu mögulegu móti dregið úr stuðningi við grundvallaratriði flugsins, almennt flug, flugmennt og flugmannvirki.

Frumherjar flugs á Íslandi spruttu beint upp úr grasrótinni og lifðu og hrærðust í umhverfi hennar.

Nú er eins og sú öld sé liðin. Einn af frumherjunum sem spruttu úr grasrótinni, var Arngrímur Jóhannsson.

Hann sat um tíma í flugráði, en sagði sig úr því þegar svo var komið, að fund eftir fund snerust umræður allar og áhugi þar á bæ um úthlutanir á aðstöðu kaupahéðna til rýmis í Leifsstöð, en brýn viðfangsefni í almannafluginu sátu á hakanum.


mbl.is Harmar bann við sjónflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

1. maí hátíðahöldin í Reykjavík 2016:

kl. 16.00 grátkór flugmanna,

kl. 16.15 grátkór flugumferðarstjóra,

kl. 16.30 grátkór flugvallarvina,

kl. 16.45 grátið með útgerðarmönnum,

kl. 17.00 Kristján Loftsson syngur Maístjörnuna.

Þorsteinn Briem, 1.5.2016 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband