2.5.2016 | 22:10
Mælikvarði á lífvænlega byggð: Ungt fólk og konur með börn.
Í tæplega öld hefur myndast sú hefð varðandi íslensk byggðamálað taka mið af hreyfingu fólks á milli landshluta. Strax í upphafi myndaðist tilhneiging til að líta eingöngu á þá einföldu "atvinnusköpun" sem felst í vinnu í verkafólks í framleiðslufyrirtækjum.
Það er aðeins á síðustu árum sem önnur atvinnusköpun svo sem skapandi greinar, hefur komist á blað og einnig það að líta ekki eingöngu á fjölda starfa verkafólks heldur fremur á samsetningu mannfjöldans sjálfs.
Því engu skiptir hversu mörg störfin eru, ef inn í mannfjöldann vantar ungt fólk og konur á barneignaaldri.
Á sama hátt skiptir heildarmannfjöldinn í landinu ekki máli, ef þetta fólk vantar.
Þess vegna er það alvarleg stórfrétt ef kjör ungs fólks dragast svo aftur úr að hætta sé á að það flytji úr landi.
Fulltrúar gamals tíma amast mjög við því að litið sé á málin frá þessum sjónarhóli, - segja að þeir sem vilji breytingar til hins betra, séu að útmála "ónýta Ísland" og vilji að Íslendingar gefist upp og flýi á náðir ESB.
Slíkur málflutningur felur í sér flótta frá veruleikanum, gera lítið úr viðleitni til að gera sér grein fyrir ástandinu svo að hægt sé að bregðast við því.
Unga fólkið dregst aftur úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað."
Þorsteinn Briem, 2.5.2016 kl. 22:32
19.8.2010:
Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 2.5.2016 kl. 22:33
Innflytjendur hér á Íslandi voru 27.477 í ársbyrjun 2014 eða 8,4% mannfjöldans - Hagstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 2.5.2016 kl. 22:35
Lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) nr. 47/1993
Þorsteinn Briem, 2.5.2016 kl. 22:35
8.1.2016:
"Tölur sem ASÍ birti í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist."
Þorsteinn Briem, 2.5.2016 kl. 22:40
Sú tilhneiging að líta eingöngu á þá atvinnusköpun sem felst í vinnu í framleiðslufyrirtækjum helgast af því að þar eru laun starfsmanna hærri en í þjónustu. Í dag er uppistaðan í ferðaþjónustunni ungt fólk á lægstu launum sem löglegt er að greiða. Gífurleg fjölgun þannig starfa hefur skilað okkur þessu.
"Eitthvað annað", sem sumir lofa og prísa, er mikil vinna fyrir lítinn pening. Munurinn á löndum þar sem áherslan er á framleiðslu og þeim sem lifa á ferðamennsku er augljós öllum sem sjá vilja. Spánn eða Grikkland norðursins er ekki framtíð þar sem kjör okkar verða sambærileg við granna okkar.
Hábeinn (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 23:01
Gott dæmi um "eitthvað annað" er Danmörk, land með nær enga stóriðju (heavy industry) auðlindir jarðefna eða orku. Sjávarútvegur brot af þjóðarbúskapnum.
Ómar Ragnarsson, 3.5.2016 kl. 01:36
Í Danmörku er töluverð stóriðja (heavy industry) þó stórar málmbræðslur séu þar ekki. Og þó Danir séu ekki eins stórir og Norðmenn þá eru þeir í 32. sæti yfir útflytjendur olíu og gass. Danir leggja einnig áherslu á að framleiða frekar sultu og bjór en að skipta á rúmum og þrífa baðherbergi. Vinna í framleiðslufyrirtækjum ber uppi Danska hagkerfið ekki Tivoli.
Hábeinn (IP-tala skráð) 3.5.2016 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.