Frankensteinar framtíðar?

Hugbúnaður er gott orð. Það felur í sér, að "dauður" búnaður geti framkvæmt hluti sem bankar í það að vera á pari við hugsun mannsheilans.

Eftir því sem munurinn á eðli heilastarfseminnar og tölvubúnaðar verður minni er hægt að ímynda sér að smám saman nálgist sú stund, að vélmenni með innbyggða hugarorku og hugarstarfsemi verði gædd vilja, sem á endanum geri þeim kleyft að rísa gegn skapara sínum.

Nokkur konar Frankenstein.

Þá gæti illt orðið nærri, rétt eins og í sögununni um Frankenstein.

Þess má geta, að 1983 var mannkynið næst því að tortíma sér í kjarnorkustyrjöld af völdum bilunar í tölvubúnaði.

Síðan þá hafa orðið stórstígar framfarir á þessu sviði, sem allt eins geta vakið ugg eins og bjartsýni.


mbl.is Stýrðu vélmenni með hugarorkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fyrra tókst að tengja taugaenda við ljósleiðara sem er 2o sinnum öflugri en við þekkjum...

GB (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 17:07

2 identicon

Hver var Frankenstein? Hvort var nú Frankenstein sá sem skapaði skrímslið, eða skrímslið sjálft?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 18:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Algjört fífl er Frankenstein,
í Framsókn er nú genginn,
vildu ekki vinstri græn,
varla betri en enginn.

Þorsteinn Briem, 2.5.2016 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband