7.5.2016 | 19:33
Þið munið hann Lúkas.
Að mörgu leyti hafa svonefndir samfélagsmiðlar gert umræðu í þjóðfélaginu gagnsærri og oft á tíðum fært fólki betri upplýsingar og markvissari og réttari meðhöndlun mála en þegar kjaftasögur og slúður grasseruðu undir yfirborðinu.
En furðu oft hefur hraðinn á umfjöllun og umræðum haft þveröfug áhrif og er Lúkasarmálið á Akureyri hér um árið gott dæmi um það.
Hundurinn Lúkas hvarf og smám saman blossuðu upp æ svakalegri sögur um það að honum hefði verið rænt og hann drepinn á kvalafullan hátt.
Voru lýsingarnar af því hroðalegar.
Síðan kom hundurinn fram og málið var dautt en ekki Lúkas.
Gísli Marteinn Baldursson tekur afar skynsamlega á málum í afsökunarbeiðni sinni á Twitter varðandi það, að of fljótt hefði verið dæmt í ummælum hans og fleiri varðandi ákveðið nauðgunarmál. Og hann bætir við: "Meðferð nauðgunarmála þarf að breytast, en þetta var ekki rétt leið."
Gísli Marteinn biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.