Á ekki að standa við skuldbindingarnar frá Ríó og Ramsar?

Tvennum sögum fer af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra varðandi það að ástand Mývatns sé ekki af mannavöldum.

Hér á mbl.is er það haft eftir henni að rannsókn hafi leitt í ljós, að ástandið sé ekki af mannavöldum.

En í viðtali á Bylgjunni nú í hádeginu sagði hún að ekki hefði verið sannað að ástandið sé af mannavöldum.

Á þessu tvennu er grundvallarmunur.

Með fyrra orðalaginu er því slegið föstu, að ástandið sé ekki af mannavöldun, heldur af náttúrulegum vðldum.

En síðari ummælin, sem ég heyrði sjálfur, fela í sér að ekki hafi heldur verið afsannað að hrun lífríkisins sé af mannavöldum.

Íslendingar undirrituðu Ríósáttmálann fyrir 24 árum, en eitt meginatriði hans er að ef einhver vafi leiki á umhverfisáhrifum, eigi náttúran að njóta vafans.

Íslendingar hafa líka skuldbundið sig til þess að hlíta þeim skilmálum Ramsar samkomulagsins að standa vörð um lífríki vatnsins.

Vonandi verður því ekki haldið áfram að láta iðnað, landbúnað og ferðaþjónustu ævinlega njóta vafans um breytingar á lífríki Mývatns.

Vonandi er hægt að reikna með því að orðalagið í frétt mbl.is hafi verið ónákvæmt.   

  

 


mbl.is Mývatnsmál litið alvarlegum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nær væri að loka umhverfismálaráðuneytinu en að hafa það undir stjórn Sigrúnar Magnúsdóttur. Sorry, en konan stígur ekki í vitið, á ekkert erindi í stórt embætti.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.5.2016 kl. 12:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn:

Sigrún Magnúsdóttir mætti ásamt eiginmanni sínum Páli Péturssyni. Forseti Íslands mætti einnig.

Þorsteinn Briem, 7.5.2016 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband