Allir möguleikar erfiðir fyrir Ólaf Ragnar.

Með útspili sínu í dag hefur Davíð Oddsson óvænt sett heldur betur strik í reikninginn hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, sem með ummælum sínum í dag á Eyjunni vísaði í bæði nýjársávarp sitt og framboðsfund um daginn til þess að gefa vísbendingu um grundvöll stöðu hans, sem sé þá, að hvort tveggja megi rökstyðja, að halda framboðinu til streitu eða hætta við.

Allir möguleikar Ólafs Ragnars sýnast erfiðir, einkum þegar höfð eru í huga þeirra samskipti þeirra í aldarfjórðung, allt frá einstæðum ummælum þeirra hvor um annan á þingi.

1. Að halda framboðinu til streitu en tapa kannski fyrir öðrum frambjóðanda. Davíð myndi varla sýta það, þótt hann sjálfur tapaði líka, sætt er sameiginlegt skipbrot og búið að tryggja snautlegan endi á einstæðum ferli Ólafs Ragnars á forsetastóli.

2. Að taka slaginn og verða kosinn. Í ljósi stöðunnar nú er það áhættusöm ákvörðun og útkoman varla eins góð og Ólafur Ragnar hefði kosið, einkum ef þetta mistækis og Davíð yrði kosinn og gæti sagt sigri hrósandi, að spyrja ætti að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum í samskiptum þeirra í gegnum tíðina.

2. Að hætta við framboðið með þeim rökum að staðan væri gerbreytt eftir að fram hafi komið tvö öflug framboð. Hann gæti rökstutt það með því að nú væri meiri líkur á því en fyrr að frambjóðandi með drjúgt fylgi yrði kosinn með viðunandi miklu fylgi. En eftir stæði að hafa sjálfur hrokkið af standinum og sjá jafnvel gamlan viðfangsmann sinn, standa uppi sem sigurvegara.

Kostirnir eru fleiri, en allir erfiðir.

Þetta verður spennandi.


mbl.is Metur forsendur framboðs síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Báðir þykjast hér um hitu,
helvítin á agnið bitu,
hrokafullir hundar skitu,
hvor þeir annan fyrirlitu.

Þorsteinn Briem, 8.5.2016 kl. 21:09

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Vonandi verður þetta framboð þessara skarfa til þess að unga fólkið kjósi nýtt Ísland en ekki gamla ósóma með hörmungarfarangur í koffortinu.

Ragna Birgisdóttir, 8.5.2016 kl. 21:14

3 Smámynd: Már Elíson

Á íslensku er Ómar að lýsa því með sínum deilijöfnum, að eftir rimmuna sem DO er að búa til núna, stendur einn turn eftir eins og planað er.

Þetta var rosalega kækrkomið fyrir þá sem ætla/munu kjósa Guðna Th. - Hann er hlutlausi sigurvegarinn sem horfir á leðjuslaginn í þessum pólitíska leik DO á móti erkióvinium "Sitjandi forseta". (Lesist EKKI "Sitting bull")

Már Elíson, 8.5.2016 kl. 21:35

4 identicon

Ólafur Ragnar bauð sig fram af þeirri einföldu ástæðu að það voru engir boðlegir frambjóðendur, megnið vinstriskríll, en allir fábjánar.

Davíð Oddsson er af slíku kalíberi, að nú getur Ólafur Ragnar stigið til hliðar eftir löng og gífturík ár sem forseti.

Vissulega eru skemmtilegir tímar framundan, fyrir alla nema vinstrimenn, þeir munu þjást. Eftir ótrúlega framkomu gagnvart Ólafi Ragnari, fölsunum, lygum og matreiddum áróðri Ríkisútvarpsins tekst þeim að fá Ólaf til að draga sig í hlé, og fá Davíð Oddsson sem forseta í staðinn.

Happy times.

hilmar (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 21:52

5 Smámynd: Már Elíson

Hmmmm...Hilmar, þú veist að DO er EKKI að leita eftir forsetaembættinu. - Hann er að leika sér, skilurðu. - Ekki segja að ég sé "vinstri.." eitthvað, ég sé þetta á hlutlausan hátt og á þann hátt sem DO er búinn að stunda í gegnum tíðina.

Már Elíson, 8.5.2016 kl. 22:18

6 identicon

Í morgun skein sól yfir Hádegismóum, sumarið er komið!smile

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 22:30

7 identicon

ÓRG gæti ekki rökstutt það að hætta við framboð með því að nú væri meiri líkur á því en fyrr að frambjóðandi með drjúgt fylgi yrði kosinn með viðunandi miklu fylgi. Það var ekki sú ástæða sem hann gaf fyrir framboði. Langt var í að framboðsfrestur rynni út, ennþá von á sterkum frambjóðendum og ekkert sem benti til þá eða nú að forseti verði ekki kosinn með svipuðu fylgi og fyrri forsetar hafa fengið. Og fylgið í kosningum segir ekkert um hvernig fólk kemur til með að standa sig í embættinu.

ÓRG gæti aðeins rökstutt það að hætta við framboð með því að kominn væri frambjóðandi sem hann treystir til að vinna úr því vandamáli sem hann sér á sjóndeildarhringnum. Vandamál sem hann taldi hina frambjóðendurna ekki færa um að leysa og neyddist því til að bjóða áfram fram þjónustu sína. En hefði ÓRG talið einhvern Íslending hæfan til að taka við embættinu hefði hann beðið með framboð þar til á síðustu stundu í þeirri von að sá frambjóðandi kæmi fram. Þannig að hæpið er að hann noti þau rök eða sjái sér fært að hætta við. Frambjóðandi sem hann treystir er ekki kominn og kemur ekki.

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 22:32

8 identicon

Mér fannst nú vera mjög létt yfir honum í þættinum hjá Binga í dag.  Hvað sem hann gerir þá fær hann alltaf plús fyrir Icesave.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 22:32

9 identicon

Ég get ekki séð hvað er erfitt fyrir Ólaf hann er búinn að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í forseta stóli

Ég skil vel að allir möguleikar fyrir þjóðina eru erfiðir nema að kjósa Ólaf því þjóðin veit hvað hún hefur en veit ekki hvað hún fær kjósi hún annan en Ólaf til starfans

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 23:59

10 identicon

Ég vona sannarlega ekki að Ólafur Ragnar guggni undan ágangi hýenanna. En hvað sem kann að gerast, þá mun ég aldrei kjósa rugludallinn Guðna Th. sem segir eitt en meinar annað. Þegar hann segist myndi hafa vísað IceSave samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er það harla ólíklegt. Það er margbúið að sýna fram á að hann lýsti yfir stuðningi við Icesave-samninginn á sínum tíma með skrifum sínum.

Guðni er að reyna að setja sig á háan hest og skreyta sig með lánuðum fjöðrum. Hann ætti frekar að bjóða sig fram til Alþingis. Maður með svona persónubresti eins og Guðni á ekkert erindi á Bessastaði, en hann myndi smellpassa við alþingismennsku, enda er hræsnin og gervimennskan í hávegum höfð þar.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 00:28

11 identicon

Jú, góðar fréttir fyrir spennufíkla.

Nú er bara spurning hvort orðspor og ímynd Íslands bíður endanlegt skipbrot ...

Og með framboði sínu hefur Davíð einfaldlega sett forsetaembættið endanlega á pólitískan stall.

En auðvitað fer það eftir hvernig sagnfræðingar munu matreiða söguna ofan í þjóðina.

Endurkjör hrunflokka eftir slöppustu kosningarbaráttu íslandssögunnar.

Afsögn forsætisráðherra vegna panamaskjala.

Ásakanir um tengsl núverandi forseta við aflandsreikninga.

Framboð einstaklings til forseta Íslands sem hefur verið úthrópaður sem einn af 25 einstaklingum sem bar ábyrgð á fjármála krísunni.

Það þarf enga kristalkúlu til að sjá hvert stefnir og þá hver hagnast af allri óreiðunni ...

L. (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 00:42

12 identicon

Ferli afléttingu gjaldeyrishafta verður einfaldlega að stöðva hið snarasta!

L. (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 00:59

13 identicon

Ótrúleg veruleikafirring að láta sér detta í hug að Davíð Oddsson eigi möguleika á að ná kjöri.

Með brotthvarfi ÓRG mun hagur Davíðs þó aðeins vænkast. En hann hefur miklu minna fylgi en Guðni og að mínu mati einnig töluvert minna en Andri Snær. Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef Halla fengi meira fylgi en Davíð þó að ég vilji ekki spá því.

Guðni vill ekki láta bendla sig við hægri eða vinstri. Margir hægri menn telja hann vinstri sinnaðan og margir vinstri menn telja hann hægri sinnaðan. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 09:51

14 identicon

Það er líka ótrúleg veruleikafirring að banna suma fána í Eurovisionhöllinni og kalla það hlutleysi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 10:46

15 Smámynd: Agla

Ég hugsa til Forseta kosninganna með hálfgerðum óhug því mér finnst umræðan enn sem komið ekki beint fallin til þess að auðvelda vitmunalega ráðstöfun kosningaréttarins.

Þessa dagana virðist hún samt komin hálfa leið milli kjaftasagna og  túlkunnar á eða ályktanna dregnum af skoðunarkönnunum.

Kannski koma  nú einhverjir með haldgóða lýsingu á þeim hæfileikum og fyrri reynslu sem þeir telja æskilega fyrir þennan æðsta starfsmann þjóðarinnar og þá líka hvað starfssvið hans raunverulega er samkvæmt gildandi stjórnarskrá?

Að starfslýsingu lokinni væri þá kannski hægt að meta umsækjendur um starfið með tilliti til fyrri reynslu og frammistöðu þeirra í viðtölum tengdum umsókninni sem  yrðu þá að sjálfsögðu að vera kjósendum aðgengileg?

Agla, 9.5.2016 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband