10.5.2016 | 14:10
Panamaskjölin aðeins örlítill hluti af dæminu?
Lekinn í Panamaskjölunum er aðeins frá einni skrifstofu. Hvað um allar hinar?
Þegar starfsmenn 60 minutes könnuðu umfang peningaþvættis í Washingtonborg einni var leitað með tálbeitu til 16 lögmannsskrifstofa ef ég man rétt.
Aðeins ein vildi ekki hjálpa til við að þvo illa fengið fé frá uppdiktuðum einræðisherra í Afríku, sem vildi kaupa snekkju, húseignir og þotu án þess að hægt yrði að rekja straum fjárins til Afríku.
Allar hinar skrifstofurnar voru til í tuskið, ef nógu vel yrði greitt fyrir greiðann.
Ágiskunartölurnar, 1000 milljarða tap þjóðarbús Íslands, og 900 þúsund milljarða tap alls á heimsvísu, eru stjarnfræðilega háar.
Ef til vill langt frá því að vera allur pakkinn og Ísland hlutfallslega í fremstu röð!
400 leitir á sekúndu í gærkvöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Talan þúsund milljarðar hefur verið nefnd í umræðum um athafnir tiltekinna viðskiptajöfra á Íslandi. Það minnir mann á að nafn sumra þeirra heyrast varla núna frekar en þeir hefðu aldrei verið til. Þögn er ein leið til að stýra fréttaflutningi. Það vissi ónefndur stjórnmálamaður á Íslandi fyrir rúmum áratug, en var talinn paranoid.
Eigum við ekki bara að tátla hrosshárið okkar?
Flosi Kristjánsson, 10.5.2016 kl. 14:22
Fellur allt í ljúfa löð,
laginn delinkventinn,
fólin hér í fremstu röð,
en fallinn presidentinn.
Þorsteinn Briem, 10.5.2016 kl. 15:21
Góður, Steini Briem.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2016 kl. 18:22
Hvað er það nákvæmlega sem þú ert ekki að fatta með frjálsa fjármagnsflutninga Ómar minn?
Fjármagnsflutningafléttum sem virðast vera öllum skattrannsóknarembættum heimsins ofviða að fletta ofan af.
Af hverju getum við almenningur ekki einfaldlega fylgt hefðum líkt og er krafist af forsetaembættinu?
Það sæmir einfaldlega ekki almenningi frekar en forseta að fara " út fyrir " valdsvið sitt.
Yfirþjóðlegar stofnanir eru svo sannarlega ekki að fara eyðileggja hugarfóstur sitt og tutla áþreifanlegt og nærtækt hrosshár hagsmunanna.
L. (IP-tala skráð) 10.5.2016 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.