11.5.2016 | 07:47
Ástæðan fyrir falli Sigmundar Davíðs var tvíþætt.
Nú eru tveir mánuðir síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þrætti fyrir það þegar tekið var sjónvarpsviðtal við hann, að Wintris væri til.
Síðar fór hann á bak við eigin þingflokk og þingflokk samstarfsflokksins í fræga sneypuför til Bessastaða, "aleinn", eins og forseti Íslands hefur orðað það, til þess að fá forsetann til að rjúfa þing með sér.
Karl Garðarsson alþingismaður var gráti nær í sjónvarpsviðtali og gat ekki leynt tilfinningum sínum eftir að forsetinn greindi fjölmiðlamönnum frá þessu á Bessastöðum.
Þetta tvennt og fjölmennustu mótmæli síðustu ára á Austurvelli daginn áður ollu því að forsætisráðherrann var rúinn öllu trausti, jafnt í innsta hring sem meðal annarra þennan dag.
Svo einfalt er það.
Hátt í 400 milljónir í skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki gleyma því Ómar að ef þetta væri klippt og skorið hjá þeim þá hefði ekki tekið 2 mánuði að fá endurskoðendur til að skila skýrslu með réttum og sönnum gögnum.
Ef þetta var svona borðliggjandi þá hefði tekið hámark einn dag að prenta út reikningsyfirlit, sem hefði ekki átt að vera feimnismál þar sem allir vissu þegar að reikningurinn innihélt 1,2 milljarða. Síðan hefði kannski tekið annan dag að fá skattinn til að staðfesta þau atriði á skattframtali sem snúa að þessu félagi Wintris og allt hefði þá legið á borðinu hreint og klárt.
EN, það tók 2 mánuði með aðstoð endurskoðenda að koma með eftirá skýringar sem hægt var að birta!
Matthías Einarsson (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 08:28
Hann þrætti ekki fyrir Wintris í þessu viðtali. Ef maður hefur orð Ólafs Elíassonar í huga þá veltir maður því fyrir sér hvort einhver hafi borgað fyrir að koma manninum frá. Svo einfalt er það.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 08:48
Aðeins vanþroska lýðræði endar uppi með ómenntaðann, arrogant krakka sem forsætisráðherra. Hefur ekki einu sinni vald á menntaskóla-ensku.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 09:21
Já. Og það þarf menn frá útlöndum til að koma þessu al-óhæfa liði frá. Fyrst forsætis og síðan forseta. Hahaha.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2016 kl. 10:06
Mér er ekki hlátur í huga yfir þjóðmálum okkar en ég verð að viðurkenna að ég kenni samt svolítið í brjóst um aumingja vesalings Sigmund Davíð.
Ég les dæmið þannig að hann vilji gjarnan snúa til fyrri starfa að fríinu loknu enda á hann trúlega fárra annarra kosta völ.
Ég er samt ekki viss um að þessar nýbirtu upplýsingar hans um fjármál þeirra hjóna dugi í þeim tilgangi.
Kannski ætti hann að mæta í annað Kastljóss viðtal, límdur við stólinn með einhverjar sárar reynslusögur. Hvað veit ég, en þau hjónin hljóta að hafa góð sambönd við færa fjölmiðla sérfræðinga sem gætu endurreist þeirra vörumerki, hvað sem það svo er.
Agla, 11.5.2016 kl. 12:02
31.3.2016:
"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."
"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.
Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.
Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.
Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar
Þorsteinn Briem, 11.5.2016 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.