Fylgið hefur streymt til vinstri út frá miðjunni.

Rúmt síðasta ár hefur orðið svipuð breyting á fylgi stjórnmálaflokka hér og í mörgum öðrum Evrópulöndum, fylgið hefur frá miðjunni út á jaðrana til hægri og vinstri.

Í síðustu kosningum fengu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur samanlagt 49% atkvæða.

Nú hafa þeir 38% eða 11 prósentustigum minna.

Píratar og Vinstri grænir höfðu um 18% samanlagt en hafa nú um 45%. Fylgi þessara tveggja flokka samanlagt hefuru vaxið um hvorki meira né minna en 27 prósentustig og gert gott betur en að tvöfaldast. Þessi 27 prósentustiga fjölgun er svipað að stærð og allt fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Í grófum dráttum hefur fylgið streymt til vinstri. Að vísu er ekki hægt að skilgreina Pírata sem hreinan vinstriflokk, en þó frekar þeim megin en hægra megin, enda í stjórnarandstöðu við hægri stjórn.

Vinstri grænir fara langt með að tvöfalda fylgi sitt og þeir eru hreinn vinstri flokkur.

Hvernig í ósköpunum menn fara að því að túlka hreyfinguna í fylgi stjórnmálaflokkanna þannig að taflið sé´snúast við í áttina til hægri er mér hulin ráðgáta.

Árni Páll Árnason telur í blaðaviðtali að Samfylkingin þurfi að færa sig til hægri í litrófinu til þess að ná í fylgi af miðjunni.

Hvaða miðju? Er virkilega svona mikið að atkvæðum að fá úr því miðjufylgi, sem er ekki nema svipur hjá sjón?

Og á sama tíma streymir fylgið frá miðjunni framhjá Samfylkingunni og úr hennar röðum yfir til Pírata og Vinstri grænna.


mbl.is Taflið er að snúast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015:

Píratar 22%,

Samfylkingin 16%,

Björt framtíð 11%,

Vinstri grænir 10%.

Samtals 59% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Þorsteinn Briem, 17.5.2016 kl. 16:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 1.5.2016:

Píratar 27%,

Vinstri grænir 18%,

Samfylkingin 8%,

Björt framtíð 5%.

Samtals 58% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 17.5.2016 kl. 16:23

3 identicon

Birgitta Jónsdóttir segir að kjósendur Sjálfstæðisflokksins beri ábyrgð á þróun í átt að einkavæðingu / einkarekstri heilbrigðiskerfisins.  Hún kýs að líta fram hjá því að það var Sighvatur Björgvinsson sem byrjaði að tala um kostnaðarvitund sjúklinga og það var R listinn sem seldi Heilsuverndarstöðina.  Ef hún í einlægni vill ná fram einhverjum breytingum þá verður hún að horfa á myndina sem blasir við.  Hún er einfaldlega ekki trúverðug þegar hún bullar svona.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.5.2016 kl. 16:28

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Menn eru sem betur fer í vaxandi mæli að gefast upp á Pírötum.

Sjálfir hafa þeir ekki úthald í þetta.

Þeir geta snúið sér aftur að tölvuleikjunum.

Jón Valur Jensson, 17.5.2016 kl. 17:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakannanir Gallup:

Vinstri grænir og Samfylkingin samtals 26% bæði 1.4.2015 og 1.5.2016.

Píratar og Björt framtíð samtals 33% 1.4.2015 og 32% 1.5.2016.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11% 1.4.2015.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11% 1.5.2016.

Sem sagt, enginn marktækur munur á öllum þessum samanburði frá 1.4.2015.

Um 13% fylgi færðist hins vegar á þessu tímabili frá Samfylkingunni og Bjartri framtíð til Vinstri grænna og Pírata.

Þorsteinn Briem, 17.5.2016 kl. 17:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 17.5.2016 kl. 17:27

7 identicon

En í hvaða leik er Evrópusambandið með Bandaríkjunum og Ísrael?  Hver stjórnar þar?  Ekki gerir almenningur það með öll sín tilgangslausu atkvæði til hægri eða vinstri.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.5.2016 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband