18.5.2016 | 12:43
"Smáfréttirnar" um ölvaða ökumenn.
Á morgnana má oft heyra smáfréttir um störf lögreglu til dæmis um það hve margir ölvaðir ökumenn hafi verið stöðvaðir eða ökmenn undir áhrifum fíkniefna.
Ljóst er að þetta er toppurinn á ísjakanum, því að miklu fleiri ökumenn í annarlegu ástandi sleppa.
Þessar "litlu" fréttir þýða að í umferðinni á hverjum tíma er fjöldi stórhættulegra ökumanna á ferð.
Helsta hættan við þá er að þeir eru alveg óútreiknanlegir, en tilvist þeirra samsvarar því að fjöldi gangandi vegfarenda sé vopnaður byssum, og skjóti úr þeim út í loftið af handahófi án þess að slasa neinn.
Ölvaðir og uppdópaðir ökumenn eru sérstaklega hættulegir þar sem umferð er hröð og vegurinn með einni akrein í hvora átt.
Ökumenn, sem aka grandalausir inni við vegarmiðju , geta lítið gert ef bíll, sem kemur á móti þeim, sveigir yfir á rangan vegarhelming.
Enn hættulegri eru ökumenn í vímu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem eru algerlega berskjaldaðir ef eitthvað ber út af.
Hlupu í burtu frá vettvangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hef alltaf litið á höfuðborgarsvæðið sem eina heild, enda býr undirritaður rétt hjá mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness og engu máli skiptir hér hvoru megin ég er búsettur.
Þar að auki býr undirritaður skammt frá mörkum þriggja kjördæma, Reykjavíkur suður, norður og Suðvesturkjördæmis.
Og hér skiptir heldur engu máli hvort ég bý á Seltjarnarnesi eða til að mynda í 101, 104, 107 eða 108 Reykjavík, enda hef ég búið í öllum þessum póstnúmerum.
Og öllum kjördæmum landsins.
Þorsteinn Briem, 27.5.2016 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.