Tórtóla og fleira rifjast upp við sýningu Áramótaskaupsins 2009.

Við það að horfa á Áramótaskaupið 2009 í sjónvarpinu í kvöld kom vel í ljós hvað atburðir undanfarinna vikna, einkum þó Panamaskjölin, eru náskyldir atburðum áranna 2008-2009, svo sem fræg spurningu Egils Helgasonar um Tortólu í þætti hans.

Einstaka atriði eru þó eðlilega gleymd flestum eins og ummæli Margrétar Tryggvadóttur.

2009 og 2016 kallast á, mótmælafundir, Tortóla, Icesave, loforð SDG, forsetinn, stjórnarsamstarf Sf og Vg o. s. frv.

Meira að segja þyrluslys fyrir nokkrum dögum tengist atburðum Hrunsins.

Örstutt atriði með þjónustufulltrúum í banka lýsti upp það, sem nú hefur komið enn betur fram en fyrr, að á meðan forréttindafólkið bjargaði sínum eignum óskertum og vel það til aflandsfélaga, sáu bankarnir skilmerkilega um að skuldum heimilanna í bönkunum væri "bjargað", það er að borga þyrfti þær, ekki bara að fullu, heldur miklu hærra verði.

Og frammistaða Páls Óskars og annarra í lokalaginu var hrein snilld og texti þessa lags á eins vel við í dag og 2009.    


mbl.is Í þyrlu á meðan aðrir greiði bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband