Aðferð Kárahnjúkabókarinnar eða ekki?

Sum deiluefni geta verið svo heit að sú ætlan að reyna að snerta á þeim má líkja við það að reyna að snerta glóandi hlut með töngum. 

Rétt er að taka það fram, að þessi pistill er aðeins skrifaður almennt um ákveðna tæknilega útfærslu við að snerta á heitum deilumálum í fjölmiðlum, ræðu eða riti, og tekið eitt íslenskt dæmi.

Deilur um Kárahnjúkavirkjun voru ákaflega heitar í aðdraganda byggingar hennar og á meðan hún var gerð.

Með útgáfu bókarinnar "Kárahnjúkar - með og á móti" var reynt að varpa ljósi á það flókna og viðkvæma mál með útgáfu bókar, staðreyndir og mismunandi sjónarmið, þar sem á hverri opnu vógust á rök með og á móti, - rökin með vinstra megin á opnunni og rökin á móti hægra megin, líkt og gert er í málflutningi í réttarsal.

Til þess að tryggja sem að bestu rök og mikilvægustu staðreynir kæmu fram, var fulltrúa frá náttúruverndarfólki boðið að lesa yfir sín rök og gera athugasemdir við kaflana vinstra megin, og fulltrúa og helsta talsmanni virkjana á þeim tíma boðið að lesa yfir kaflana sem settu fram rök meðmælenda virkjunarinnar á síðunni hægra megin á hverri opnu.

Þetta tókst og þessi efnistök og útkoman vöktu ekki deilur á sínum tíma.

En margir mánuðir liðu reyndar, þar sem illa gekk að leysa þetta mál farsællega.

Og útkoman hefur vonandi orðið betri og aðgengilegri við það að fá þetta allt fram í einni bók heldur en í tveimur eða fleiri mismunandi bókum.

En reynslan af því að skrifa þessa bók gefur til kynna, að ekki megi mikið út af bregða til þess að sérstakar deilur geti skapast um einstakar bækur, sem skrifaðar eru á þennan hátt. ð8 

 


mbl.is Íhuga kæru vegna Mein Kampf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband