Breiðholtið er nálægt Ártúnshöfða, Mjódd og Smára.

Breiðholtshverfi verður æ betur í sveit sett gagnvart verslun og þjónustu með hverju árinu sem líður. Hverfið liggur að viðskipta- og iðnaðarsvæði í Mjódd og Smiðjuhverfi í Kópavogi og liggur líka að Smárahverfinu í Kópavogi, sem fer vaxandi ár frá ári.

Til norðurs er ekki langt að fara yfir á Ártúnshöfða, sem á framtíðina fyrir sér vegna nálægðar sinnar við stærstu krossgötur landsins, þar sem þjóðleiðin frá öll landsbyggðarkjördæmunum liggur sker þjóðleiðina frá Suðurlandi allt vestur á Seltjarnarnes.

Hækkandi fasteignaverð í Breiðholti speglast af þessu.  


mbl.is Breiðholtið sker sig úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hækk­un­in er ennþá mest að jafnaði miðsvæðis en Breiðholtið sker sig svo svo­lítið úr."

Þar sem íbúðir eru mun ódýrari í Breiðholtinu en vestan Kringlumýrarbrautar, þar sem eftirspurnin er mest eftir íbúðum, er að sjálfsögðu eðlilegt að verð á íbúðum í Breiðholtinu hækki verulega.

Þúsundir útlendinga flytja nú hingað til Reykjavíkur og hlutfallslega flestir þeirra búa í Breiðholtinu, enda er eðlilegt að þeir flytji fyrst þangað sem verð á íbúðum er lægst hér í Reykjavík.

Og að sjálfsögðu er einnig eðlilegt að margir ungir Íslendingar kaupi sína fyrstu íbúð í hverfum þar sem íbúðaverðið er lægst.

En það er ekki þar með sagt að þeir vilji frekar búa í Breiðholtinu en vestan Kringlumýrarbrautar.

Og auðvelt er fyrir mörg ung pör, sem enn búa í foreldrahúsum, að leggja fyrir, til að mynda samtals 200 þúsund krónur á mánuði í tvö ár, til að geta keypt íbúð vestan Kringlumýrarbrautar, þar sem eftirspurnin er mest eftir íbúðum hér í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 9.6.2016 kl. 03:19

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.2.2016:

"
Meðal­kaup­verð 100 fer­metra íbúðar í fjöl­býli í 101 Reykja­vík á fjórða árs­fjórðungi 2015 var um 414 þúsund krónur á fer­metra."

Lítil þriggja herbergja sextíu fermetra íbúð í póstnúmeri 101 Reykjavík kostar því nú að meðaltali um 25 milljónir króna.

Og til að geta keypt þannig íbúð þarf par að hafa lagt fyrir 20% af kaupverðinu, 5 milljónir króna, eða 2,5 milljónir á mann.

Sá sem leggur fyrir um 100 þúsund krónur á mánuði í tvö ár hefur safnað þeirri upphæð.

Það eru nú öll ósköpin sem það kostar núna fyrir ungt par að geta keypt íbúð í póstnúmerinu 101 Reykjavík.

Verð á íbúðum í fjölbýli hækk­ar nú mest í Breiðholtinu

Þorsteinn Briem, 9.6.2016 kl. 03:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað eru þetta allt saman milljarðamæringar:

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Í póstnúmeri 101 Reykjavík einu eru níu leikskólar og að sjálfsögðu eru einnig margir leikskólar í póstnúmerum 105 og 107 vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 9.6.2016 kl. 03:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson heldur auðvitað að engir námsmenn í til að mynda Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Listaháskóla Íslands í Þverholti og Tækniskólanum á Skólavörðuholtinu hafi þurft að búa í til að mynda Breiðholti vegna þess að lítil eftirspurn hafi verið eftir húsnæði vestan Kringlumýrarbrautar þar til nú.

Í þessum fjórum skólum vestan Kringlumýrarbrautar eru um 20 þúsund nemendur.

Árið 1998 var íbúð auglýst til leigu í vesturbæ Reykjavíkur og þegar eitt hundrað manns höfðu hringt í eigandann á skömmum tíma til að spyrja hvort íbúðin væri ennþá laus tók hann símann úr sambandi.

Þorsteinn Briem, 9.6.2016 kl. 03:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stúdentagarðar vestan Kringlumýrarbrautar eru Gamli Garður, Skerjagarður, Hjónagarðar, Ásgarðar, Vetrargarðar, Oddagarðar og Skuggagarðar.

Og á þessum stúdentagörðum búa rúmlega eitt þúsund nemendur.

Þar að auki er nú verið að reisa stúdentagarð fyrir eitt hundrað nemendur í Brautarholti 7, sem tekinn verður í notkun nú í haust.

Þorsteinn Briem, 9.6.2016 kl. 03:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík starfa langflestir vestan Kringlumýrarbrautar og á því svæði eru stærstu vinnustaðirnir í Reykjavík.

Og langflest hótel og gistiheimili í Reykjavík eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík eru samtals um 20 þúsund nemendur og kennarar og á Landspítalanum starfa um fimm þúsund manns.

Vestan
Kringlumýrarbrautar er enn verið að þétta byggðina og auka atvinnustarfsemi, til dæmis með því að reisa mörg stór hótel og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns og flestir háskólamenntaðir, hafa nú tekið til starfa.

Hversu mikil atvinnustarfsemi er til að mynda í Háaleitis- og Bústaðahverfinu, á Laugardalssvæðinu, í Grafarvogi, Grafarholti, Árbænum og Breiðholtinu?!

Reykvíkingar
eru 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Og ef einhverjir geta talið upp meiri atvinnustarfsemi í Reykjavík en vestan Kringlumýrarbrautar, einhverju öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess, þætti mér gaman að sjá það.

Þorsteinn Briem, 9.6.2016 kl. 03:37

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.100 íbúðir verða í Vogabyggð en um 850 í Hlíðarendahverfinu einu.

Þorsteinn Briem, 9.6.2016 kl. 03:39

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er nú verið að byggja eða nýbúið að byggja um 1.250 íbúðir:

Um 200 íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt,

um 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti 7,

um 140 íbúðir í Stakkholti,

um 180 íbúðir í Mánatúni,

um 80 íbúðir á Lindargötu 39 og Vatnsstíg 20-22,

um 20 íbúðir á Lindargötu 28-32,

um 90 íbúðir á Höfðatorgi,

um 140 íbúðir á Lýsisreit við Grandaveg,

um 20 íbúðir í Skipholti 11-13,

um 70 íbúðir á Mýrargötu 26,

um 20 íbúðir á Hljómalindarreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

um 70 íbúðir á Frakkastígsreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

um 40 íbúðir á Tryggvagötu 13,

um 80 íbúðir austan Tollhússins.

Einnig verða til að mynda um 200 íbúðir á Barónsreitum, um 60 á Hverfisgötu 96 neðan við Laugaveg 77, um 20 á Frakkastíg 1, um 170 við Slippinn í Vesturbugt, um 170 í Austurhöfn við Hörpu og um 100 við Guðrúnartún.

Þar að auki verða til dæmis um 350 stúdenta- og starfsmannaíbúðir við Háskólann í Reykjavík, um 100 íbúðir við Stakkahlíð fyrir námsmenn og aldraða og um 80 íbúðir við Keilugranda í samstarfi KR og Búseta.

Og einnig er ætlunin að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu.

Alls verða því byggðar á næstunni að minnsta kosti 2.100 íbúðir í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar í viðbót við þær 1.250 íbúðir sem þar er verið að byggja eða nýbúið að byggja.

Samtals 3.350 íbúðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Og einnig er nýbúið að byggja og verið að byggja íbúðir á Seltjarnarnesi.

Þorsteinn Briem, 9.6.2016 kl. 03:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."

Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013

Þorsteinn Briem, 9.6.2016 kl. 03:46

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Þetta eru nú öll ósköpin" er sagt hér að ofan um það hve auðvelt það sé fyrir ungt fólk að eignast eigið húsnæði.

En tölurnar sýna allt annað. Aldrei hefur aldur þess ungs fólks, sem flytur úr foreldrahúsum, verið hærri.

Ásamt elstu borgurunum er þetta fólkið sem hefur minnst notið góðærisins og vaxandi kaupmáttar, sem ferðaþjónustusprengjan hefur gefið af sér síðan 2010.

Ómar Ragnarsson, 9.6.2016 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband