Öfugur árangur.

Styrmir Gunnarsson, gamall ritstjóri Morgunblaðsins, og þekkir vel til vinnbragða þar á bæ í 60 ár, er ekki ánægður með það, í hvaða far kosningabaráttan fyrir þessar forsetakosningar hafa færst.

Styrmir minnist ekki á neinn sérstakan frambjóðanda í þeim efnum, en engum dylst að herferð Davíðs Oddssonar, stuðningsmanna hans og hlutur Morgunblaðsins, nú síðast í leiðara í morgun, hefur haft mest áhrif á það, að ásakanir Davíðs á hendur öðrum frambjóðendum fyrir ummæli eða skrif þeirra um Icesave og ESG, hafa sett alveg nýjan blæ á þessa kosningabaráttu.

Og Styrmir er ekki einn um að vera óánægður með nýjan blæ á kosningabaráttu, því að eins og er, minnkar fylgi Davíðs samfara þessari herferð, en gagnsætt því að kjósendur virðast fráhverfir þessum málflutningi, bætir Morgunblaðið í í morgun og er á sömu buxum og fyrr.

Þeir, sem leggja svona mikla ofuráherslu á Icesave og ESB, ættu að hafa tvennt í huga.

Í fyrri forsetakosningum hefur áróður af þessu tagi misheppnast. Ég minnist þess sem þátttakandi í kosningabaráttu Gunnars Thoroddsens 1968, að enda þótt af hálfu hans sjálfs og þeirra, sem ráku kosningabaráttuna, væri algerlega sneytt hjá því að minnast neitt á hugsanlegar stjórnmálaskoðanir Kristjáns, var einhver umræða um hana á meðal kjósenda.

Sú umræða hafði þveröfug áhrif, enda hafði Kristján ekki verið gerandi í stjórnmálum.

1980 var það hent á lofti að Vigdís Finnbogadóttir hefði sést í göngu herstöðvaandstæðinga.

En hún var samt kosin forseti á eigin verðleikum.

1996 var enn reynt að kroppa í fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar með því að benda á staðreyndir varðandi ákvarðanir hans og gerðir sem stjórnmálamanns.

Enn og aftur mistókst sú fyrirætlan að láta þetta verða að aðalatriði.

2. Ef hamast er við það núna að leita lúsaleit að einhverjum ummælum eða skrifum forsetaframbjóðenda varðandi ESB og Icesave, getur slík umræða hitt þann fyrir, sem einn frambjóðenda hefur tekið afdrifaríkar ákvarðanir.

Það gerði hann varðandi Icesave og einkavæðingu bankanna og ekki síst varðandi það að gera Ísland að meðvirkri þátttökuþjóð í ólöglegu stríði á hendur fjarlægri þjóð með þeim afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á.

Það er mikill munur á því að hafa sannanlega tekið stórar ákvarðanir í stjórnmálum eða á því að hafa einhvern tíma sagt eða skrifað eitthvað sem áhorfandi að stjórnmálum.

Það reyndist stundum vel fyrir Morgublaðið fyrr á tíð að finna eitthvert splunkunýtt mál svo stuttu fyrir hinar ýmsu kosningar, að ekki gafst færi á að koma við vörnum.

Þetta gerðist til dæmis með hinni svonefndu Gulu bók fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1958 og í máli kaupfélagsstjórans á Fáskrúðsfirði 1967.

Bæði málin reyndust vera þess eðlis að þau urðu öllum gleymd á skömmum tíma eftir kosningar.

Eitthvert slíkt mál gæti leynst uppi í erminni hjá Davíð að þessu sinni ef hann tapar áfram á því hvernig hann heyr kosningabaráttu sína.  

 


mbl.is Halla bætir við sig mestu fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Vonandi fer þeim ört fækkandi sem taka mark á því sem sagt og skrifað er í Morgunblaðið. cool

Ragna Birgisdóttir, 13.6.2016 kl. 10:39

2 identicon

Davíð tekur að sér að vera fuglahræðan í þessu máli eins og Framsókn í flugvallarvinskap sínum.    

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.6.2016 kl. 11:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir meira en tveimur áratugum.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Þorsteinn Briem, 13.6.2016 kl. 11:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 13.6.2016 kl. 11:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 13.6.2016 kl. 11:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 13.6.2016 kl. 11:28

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir árið 2013."

Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu

Þorsteinn Briem, 13.6.2016 kl. 11:29

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á Evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.

Þorsteinn Briem, 13.6.2016 kl. 11:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Engin þjóðaratkvæðagreiðsla var um þessi mál.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta fjölmiðlalögin, sem hann svo gerði 2. júní 2004:

"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar.

Það sem gerðist 13. janúar 1993 [yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands um að hún myndi ekki ganga gegn þeirri ákvörðun sem lýðræðislega kjörið Alþingi hefði löglega tekið] sýnir ríka tilfinningu fyrir samspili æðstu handhafa ríkisvaldsins og þeirri virðingarskyldu sem á þeim hvílir innbyrðis."

Þorsteinn Briem, 13.6.2016 kl. 11:35

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki þarf að efast um, af vinnubrögðunum stuðningsmanna Davíðs að dæma, að leitað hafi verið logandi ljósi að einhverju neikvæðu til að klína á Guðna.

Það að hamrað skuli á þessari Icesave-tuggu æ-ofaní-æ sýnir að sú leit hefur engan árangur borið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2016 kl. 12:25

11 identicon

Ég kalla það mikla dirfsku – fífldirfsku, þegar veitast skal að Guðna Th., með Icesave kylfunni. Hversu oft þarf að minna sjalladúddana á það að Icesave var skilgetið afkvæmi Sjallabankans, gamla Landsbankans. Þeir stofnuðu til þessara tær-snilld-reikninga til að reyna að bjarga eignum sínum eftir að bankinn var kominn upp að vegg með fjármögnun á alþjóðlegum fjármálamarkaði á árinu 2006. Þetta var þjófnaður á sparifé útlendinga. Mikið af fénu lenti svo á Tortólareiknngum manna með flokksskýrteini FLokksins. Einnig vil ég minn á eftirfarandi. Dýrasti Icesave samningurinn var Haarde-Mathiesen samningurinn (13.4% af vergi landsframleiðslu), en Baldur greyið Guðlaugsson var formaður þeirrar nefndar. Fyrri Svavars samningurinn var rétt rúmlega helmingur af þeim samning. Buchheit samningurinn var 2.8% af vergi landsframleiðslu eins árs. Icesave málið var og er í heild sinni eitt snilldarverk í blekkingum og ástæðan fyrir því að við sitjum ekki aðeins enn uppi með Óla ræfilinn, heldur höfðum við forsætisráðherra sem varð heimsfrægur fyrir óheiðarleika og aulahátt. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2016 kl. 16:38

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki að undra að vinstri menn reyna að verja Guðna Th. og það með röngu fremur en með öngu, enda var málflutningur hans í ICESAVE-málinu alveg í takt við þeirra eigin aumingjaskap og þjóðfjandsamlegan undirlægjuhátt gagnvart Bretum og Evrópusambandinu, stórveldinu valdfreka sem knúði mjög á um það mál allt frá A til Ö.

Þótt við Guðni séum málvinir, vinn ég það ei fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Hann talaði með Svavarssamningnum í júní 2009, kvað hann bezta kost okkar þá (allir aðrir kostir væru verri!), en skuld af honum nú væri 208 milljarðar! Guðni sagði jafnvel að Ísland myndi einangrast eins og N-Kórea ef við semdum ekki við Breta og Hollendinga! (Grapevine, 19. júní 2009.)

 

Í apríl 2009 studdi hann svo Buchheit-samninginn sem væri nú búinn að kosta okkur nær 80 milljarða í erlendum gjaldeyri og svipt hefði okkur möguleika á að fá hinn algera sýknudóm EFTA-dómstólsins 28. jan. 2013!

 

Forseti á að standa með lagalegum rétti og hagsmunum þjóðar sinnar, ekki á móti þeim!

Jón Valur Jensson, 13.6.2016 kl. 19:44

13 Smámynd: Már Elíson

Kemur nú hinn svokallaði "guðsmaður" með hnjóðsyrði og skítkast að sínum hætti. - Hann gengur greinilega á sínum "guðs" vegum sem endranær. Ekki veit í hvaða versum úr "ævintýrabókinni" miklu hann tekur hnjóðsyrðin. - Hann svarar því sjálfur. - Notar hvert tækifæri (eins og Mogginn..sjá ofangreint) til að vega að öðrum. - Hvílíkur "guðs" maður !!

Már Elíson, 13.6.2016 kl. 22:53

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er ég að "vega að öðrum" með því að herma ummæli Guðna upp á hann sjálfan?

Er ekki bezt að sjá hvað hann sagði orðrétt?

19. júní 2009 sagði hann í blaðinu Grapevine:

„Það getur verið að okkur líki Icesave-samningurinn illa, en hinn kosturinn er miklu verri og kannski er þetta það bezta sem við eða einhver annar gæti fengið. Haldið eða sleppið, það eru skilaboðin sem við fengum. Ég held að hver sá sem gagnrýnir samninganefndina fyrir linkind sé að horfa, viljandi eða óviljandi, framhjá því hversu ótrúlega erfið staða íslenskra stjórnvalda er.“

Hér á frummálinu í Grapevine:

„We might not like the Icesave deal, but the alternative is much worse, and maybe this is the best we or anyone else could get. Take it or leave it, that’s the message we got. I think anyone criticizing the negotiations team for being weak are ignoring, wilfully or not, the incredibly difficult position the Icelandic authorities find themselves in.“

Telur Már þetta ekki dæmi um gagnrýnislaus meðmæli með þeim landráðasamningi Svavars og Steingríms J. sem m.a. gaf Bretum dómsvald um öll ágreiningsefni um samninginn og um afleiðingar þess að við gætum ekki staðið við hann? Þær afleiðingar gátu m.a. verið stórfelld upptaka ríkiseigna; en Guðni talar þarna af lítilli ábyrgð og gengur þó enn lengra þegar hann lætur skína í hálfgerða ógnun við þjóðina (neðar), í takt við það sem ýmsir aðrir Icesave-sinnar gerðu þá (og ef mig misminnir ekki, voru þeir allir æstir Icesave-borgunarsinnar: Steini Briem, Axel Jóhann Hallgrímsson, Haukur Kristinsson og Már Elíson, enda allir Jóhnönnustjórnar-þjónar eða -afsakendur). Klisjur um, að ég sé "guðsmaður" duga skammt til að fela sannleikann um glapræði stuðningsmannanna Icesave-svikasamninganna.

Telur Már þetta ekki dæmi um gagnrýnislaus meðmæli með þeim landráðasamningi Svavars og Steingríms J. sem m.a. gaf Bretum dómsvald um öll ágreiningsefni um samninginn og um afleiðingar þess að við gætum ekki staðið við hann? Þær afleiðingar gátu m.a. verið stórfelld upptaka ríkiseigna; en Guðni talar þarna af lítilli ábyrgð og gengur þó enn lengra þegar hann lætur skína í hálfgerða ógnun við þjóðina (neðar), í takt við það sem ýmsir aðrir Icesave-sinnar gerðu þá (og ef mig misminnir ekki, voru þeir allir æstir Icesave-borgunarsinnar: Steini Briem, Axel Jóhann Hallgrímsson, Haukur Kristinsson og Már Elíson, enda allir Jóhnönnustjórnar-þjónar eða -afsakendur). Klisjur um, að ég sé "guðsmaður" duga skammt til að fela sannleikann um glapræði stuðningsmannanna Icesave-svikasamninganna.

Í sama Grapevine 19.6. 2009 sagði Guðni ennfremur: "augljóslega, ef Ísland myndi segja, að við ætluðum ekki að samþykkja þetta [Icesave-samninginn], þá myndi það gera okkur nánast eins einangruð og Norður-Kóreu eða Búrma (obviously, if Iceland were going to say, we´re not going to accept this, that would pretty much make us as isolated as countries as North Korea or Myanmar)."

Já, hans eigin orð, Már, ekki mín! Og þetta er maðurinn sem þú (auðvitað!) mælir með sem næsta forseta landsins! En ætli hann fengi nokkurn tímann vinnu sem spámaður, jafnvel í cirkus-tjaldi?

Gleymið ekki, að EFTA-dómstóllinn staðfesti 28. jan. 2013 fullkomið sakleysi þjóðarinnar (og ríkissjóðs) í Icesave-málinu. En jafnvel með Buchheit-samningnum var Jóhönnustjórnin að afsala þjóðinni því sakleysi og taka þess vegna á okkur 80 milljarða vexti sem nú væri búið að borga Bretum og Hollendingum í erlendum gjaldeyri! Þetta, að gefa sér, að íslenzka ríkið hafi verið í órétti í Icesave-málinu, var þvert gegn öllum staðreyndum um lagalega réttarstöðu okkar skv. tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC og innfærslu hennar í ísl. lög nr. 98/1999.

Guðni vildi ekki standa á rétti okkar - harla ólíkur Jóni forseta Sigurðssyni! Og er þetta ekki býsna alvarlegt fyrir Guðna Th. sem forsetaframbjóðanda, að hann var í raun þægur viðhlæjandi ríkjandi valdastéttar og stuðningsaðila hennar meðal viðskiptafræði-prófessora, ESB-manna eins og Benedikts Jóhannessonar og Ólafs Stephensen, þáverandi ritstjóra, SA- og SI-leiðtoga, jafnvel forseta ASÍ, hins ESB-samvinnuþýða Gylfa Arnbjörnssonar, og ótal annarra, sem óðfúsir vildu "landa" þessum "glæsilegu" Icesave-samningum.

Viljum við þannig forseta, sem hugar ekki sjálfstæða hugsun, heldur lætur aðra leiða sig, í stað þess að fara eftir réttlætinu í þágu eigin þjóðar?

Jón Valur Jensson, 14.6.2016 kl. 00:49

15 identicon

Jón V lætur gamminn geisa. Honum væri þó rétt að lesa pistil á vísindavefnum þar sem fjallað er af hlutlægni og visku um Æseif. Þar segir m.a: „Þá innihéldu samningarnir fyrirvara um hvort íslenska ríkið bæri ábyrgð gagnvart innstæðueigendum vegna lágmarkstryggingar við kerfishrun á fjármálamarkaði. Eins og þekkt er komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu hinn 28. janúar 2013 að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð gagnvart Icesave-innstæðueigendum. Í ljósi niðurstöðu EFTA-dómstólsins er ekki útilokað að þessi fyrirvari hefði leitt til niðurfellingar ábyrgðar ríkissjóðs á greiðslum vegna samninganna og kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra því enginn.

Þá er og sagt að skv. samningum 1 (sem hr. Ólafur samþykkti umyrðalaust) og 2 að kostnaður ríkissjóðs hefði samtals numið 140 milljörðum en skv. 3 að kostnaðurinn hefði orðið 65 milljarðar, eða sem nemur 5% af heildarskuldum ríkissjóðs. Þá segir enn fremur: „Heilt yfir er ekki ólíklegt að samþykkt Icesave-samninganna hefði leitt til hraðari útgreiðslna úr búi LBI og því hefði kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra þá hugsanlega verið nokkrum milljörðum og jafnvel tugum milljarða króna lægri en hér er áætlað.“

Margt fleira er í þessari fróðlegu samantekt og er Jón V hvattur til að lesa hana.

Sem sagt: Jón V kýs manninn sem kom öllu í þrot en flestir hinna þann sem taldi rétt að sýna samfélagslega ábyrgð.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 16.6.2016 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband