Vendipunktur í 76 ára gamalli sögu Evrópusamvinnu.

Þegar ljóst var að Frakkar væru að tapa stríðinu við Þjóðverja vorið 1940 og þýskar hersveitir voru komnar langt inn í Frakkland, flaug Winston Churchill til fundar við frönsku ríkisstjórnina til að stappa í hana stálinu.

Hann varð fyrir áfalli að verða vitni að uppgjafartóninum í frönsku ráðamönnunum og gerði þeim þá örvæntingarfullt tilboð um að komið yrði hið snarasta á sameiginlegum ríkisborgararétti begggja þjóðanna.

Þessu höfnuðu Frakkar, og 22. júní gáfust þeir upp fyrir Þjóðverjum og sömdu frið.

Charles De Gaulle, leiðtogi Frjálsra Frakka, bjó við sært þjóðarstolt og var alltaf í nöp við Breta.

Hann komst til valda í landinu 1958 á þeim tíma þegar gríðarleg efnahagsuppsveifla ríkti í Vestur-Evrópu og Frakkland, Ítalía og Benelux-löndin höfðu lagt grunninn að núverandi ESB með Kola- og járnsambandi, sem þróaðist upp í Efnahagsbandalag.

Þáverandi ráðamenn í Bretlandi höfðu áhuga á að ganga inn í hið stækkandi efnahagsbandalag, en meðan De Gaulle ríkti, allt til 1968, stóð hann í vegi fyrir því.

Eftir að hann lét af völdum fór af stað hægfarfa stækkunarferli sambandsins sem endaði með því að Breta gengu inn og smám saman allar þær þjóðir sem nú eru í ESB.

Í efnahagshruninu 2008 urðu kaflaskil í öfuga átt í sambandi ESB og EES-ríkjanna, því að nú voru það ekki Frakkar sem voru tregir, heldur Bretar og fleiri þjóðir.

Ef Bretar ganga nú úr ESB hefur orðið vendipunktur í 76 ára gamalli sögu evrópskrar samvinnu.

En jafnvel þótt kosið hafi verið í þessa veru nú, mun það taka langan tíma að koma þessari útgöngu að fullu á, ef hún þá verður nokkurn tíma alger, og auðvitað hafa Bretar ekki "gengið úr Evrópu" eins og sumum hefur hætt við að túlka það sem er að gerast.

Alþjóðasamvinna er einfaldlega komin lengra en svo að hægt sé að sundra henni í einu vetfangi.


mbl.is Bendir enn til útgöngu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþjóðasamvinna felst ekki í að láta nafnlausa og umboðslausa embættismenn í Brussel ákveða hvernig við hin högum lífinu. Þetta er eitthvað sem kratar koma aldrei til með að skilja.

Í gær gerðust stórkostlegir hlutir. Alþýðan í Bretlandi ákvað að sniðganga krata, snobbara og lattelepjandi lopatrefla, og færa völdin heim frá nafnlausu og umboðslausu embættismönnunum. Þetta gerðist þrátt fyrir gríðarlegan haturs og hræðsluáróður frá þeim sem vildu halda áfram að fleyta rjómann ofan af, á kostnað fólksins.

Ekki veit ég hvort kratar telji sig meðal þeirra útvöldu, eða hvort þeir bara skríða í duftinu fyrir snobbliðinu, lattelepjandi lopatreflunum og hinum andlistlausu embættismönnum, en hvort sem er, þá varð ósigurinn beiskur og bitur, og skilur þá eftir algerlega rúna trausti og virðingu.

Það sem gerist hér heima er það, að Samfylkingar allra flokka skríða aftur undir steinana, enda er ekki neitt ESB til að berjast fyrir lengur. Einsmálsfólkið hefur endanlega verið stimplað út. Vissulega heyrum við áfram eitthvað bergmál frá fólki sem skilur ekki sinn vitjunartíma, en bergmálið deyr út að lokum.

Happy days!

Hilmar (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 07:29

2 identicon

Almenningur þolir ekki þessa yfirbyggingu.  Það er eitthvað sem framsóknarmenn eiga erfitt með að skilja enda væla þeir mikið núna.  Þetta er góður dagur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 08:22

3 identicon

Afturhaldssöm gamalmenni kusu "leave", unga fólkið kaus "remain." Gott að losna við Bretana í nokkur ár, en án þeirra verður auðveldara að styrkja innviði EU. Góður dagur fyrir Evrópu. Var að hlusta á Níundu.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 08:37

4 identicon

Neró spilaði á fiðlu á meðan Róm brann. Nýir menn, nýir tímar, nýir siðir, býst við að Níunda sé við hæfi, á meðan ESB brennur til grunna.

Holland, Ítalía, Frakkland og Danmörk krefjast atkvæðagreiðslu um útgöngu. Fleiri ríki eiga eftir að bætast í þann hóp. Einungis fólk með hugaróra og ranghugmyndir um eigið ágæti, mikilvægi og greind, hlustar á Beethoven og álítur allt sé í himnalagi.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 09:09

5 identicon

Kannanir sýna að gamalmenni og analphabetar kusu "leave", ungt fólk með góða menntun kaus "remain". Annars er þetta Bretum til skammar, háborinnar skammar. Evrópa EU landa hefur aldrei verið eins sterk og lýðræðisleg og í dag, velmegun var aldrei meiri. Burt með öll landamæri, burt með alla fána, þjóðsöngva, fjallkonur og annað þjóðrembingslegt kitsch. Við viljum "multi-ethnic, multicultural" samfélög, en ekki samfélög "ignorants rednecks."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 09:29

6 identicon

Mikið óskaplega ertu vel gefinn Haukur.  Heimurinn getur svo sannarlega þakkað fyrir menn eins og þig.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 09:51

7 identicon

Það er alltaf pínulítið fyndið, þegar mannhatandi ESB aðdáendur eins og Haukur boða umburðarlyndi. Þetta eru svona John Lennon móment, friður á jörð og landamæralaus heimur, milli þess að hann lamdi konur í buff, þegar engar myndavélar voru á honum.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 10:01

8 identicon

Ευχαριστώ Elín Sigurðardóttir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 10:01

9 identicon

þetta verður fróðlegt ferli. er Evrópubandalagið ekki bara íslenska leiðinn. það þurfti alltaf að kaupa ný lönd inní sambandið til þess að auka veltu þess. því ef velta hrundi væri sambandið dautt, alltaf komu fleiri fátæk lönd. nú virðist sambandið ekki getað keypt meiri veltu. því mun það hrynja. þetta er fyrsta skrefið. nú skulum við vona að þetta endi ekki eins og mörg önnur hrun með stríði

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 10:31

10 identicon

Hilmar; what the hell is that?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 11:13

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bretland er hvorki með evru né í Schengen-samstarfinu og úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu skiptir þar engu máli.

Skotland verður 
hugsanlega sjálfstætt ríki sem fær aðild að Evrópusambandinu og tekur upp evru í stað breska pundsins.

Norður-Írland sameinast
jafnvel Írlandi og tekur þar með upp evru í stað breska pundsins.

Fall breska pundsins getur haft þau áhrif að mun færri Bretar ferðist hingað til Íslands en ella
, sem skiptir miklu máli fyrir íslenska ríkið og efnahag okkar sem búum hér á Íslandi, þar sem Bretar eru hér mjög stór hluti erlendra ferðamanna.

Þúsundir Íslendinga búa og starfa í Bretlandi, Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið eru sameiginlegur vinnumarkaður og þar með Bretland og Ísland.

Þar að auki eru engir tollar á milli ríkja í Evrópusambandinu.

Fjölmargir Bretar starfa
einnig í öðrum ríkjum Evrópusambandsins og þar búa gríðarlega margir breskir lífeyrisþegar.

Þorsteinn Briem, 24.6.2016 kl. 15:45

12 identicon

 skildi nú skotar og n.ÍRLAND fá flýtimeðferð hjá Evrópubandalaginu. hvað eru þeir þá að kalla yfir sig hluti af Spáni vill rjúfa ríkisambandið hluti af ÍTALÍU vill fara. eflaust eru fleiri svæði til skildi sambandið þora að taka þá áhættu sem myndi filga því að taka skota inní ríkjasambandið

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 16:34

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kristinn Geir,

Ekki gleyma Frakklandi, Hollandi, Danmörk etc. Öll þessi lönd hafa beðið eftir úrslitunum í Brexit og nú verða ríkisstjórnir þessara landa að leifa þjóðaratkvæði um áframhaldandi veru í ESB.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.6.2016 kl. 22:09

14 identicon

no.13.er þekktur fyrir að muna bara það sem ég vill muna. annað ekki. er ekki viss um að það væri gott að leifa svona kosningar í öðrum löndum eins og staðan er í dag. vandamálið er ekki þjóðirnar heldur a fjármagnið frá fátækari löndum sambandsins sogast til þeirra ríkari ef sambandið getur leist það væri betra að hafa sambandið saman en sundrað vandamálið að viljinn virðist ekki vera til staðar því þarf að skipuleggja undanhaldið vel úr því sem komið er. mæti byrja á því að taka upp gömlu myntirnar. en hver veit kannski kemur sambandið standandi niðurúr þessu ástandi. það væri betra. með kveðju til houston

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 15:36

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það verður aldrei, (ég nota orðið aldrei næstum því ekki), Bandaríki Evrópu eins og USA, Þýsk og Frönsk valdagræðgi hefur verið stunduð í gegnum aldirnar, en hefur alltaf mistekist og kemur ekkert frekar að virka núna.

ESB var hugsað sem frivezlaunarbandalg og virkaði mjög vel þangað til að það fór út í Þýska og Framska valdagræðgi, þá byrjaði spillingin fyrir alvöru allt á leiðini til andskotans.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.6.2016 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband