Mótsagnir og margræðni. "Rule, Britannia" á útleið?

Margt af því sem tengist úrsögn Breta úr ESB virðist fullt af mótsögnum og margræðni.

Þannig tala talsmenn meira sjálfstæðis tveimur tungum í Englandi og í Skotlandi, vilja fara úr ESB í Englandi, en í Skotlandi vill meirihlutinn vera áfram í ESB. Línurnar þar eru að vísu ekki alveg skýrar, en fyrir Skota eru yfirráð og áhrif Englendinga stærra mál en hugsanleg áhrif frá Brussel.  

Það er mikil margræðni í málinu öllu.

Það er löng hefð fyrir því í Englandi að hinn landfræðilegi aðskilnaður, sem Ermasundið veitir, skili sér í því að hamla gegn áhrifum frá meginlandinu.

Og hefðin fyrir mótþróa Skota gegn breskum yfirráðum og áhrifum í Skotlandi er einnig löng.

Kannski er það, sem er að gerast núna, upphaf á því að á Bretlandseyjum verði þrjú eða jafnvel fjögur sjálfstæð ríki, Írland, með Norður-Írland innanborð, Skotland og England-Wales, eða England sér og Wales sér.

Endalok Stóra-Bretlands síðustu þriggja alda? Þeir, sem elska að syngja hvatningarsönginn "Rule, Britannia!" senn að syngja sitt síðasta?


mbl.is Bretar kjósa að ganga úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir voru ekki nógu snöggir að losa sig við gamlingjana Bretarnir.  Helvítin fengu að kjósa.

http://www.ruv.is/frett/aldradir-thjodverjar-sendir-til-utlanda

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 10:54

2 identicon

Það eru engar líkur á að Norður Írland haldi kosningar um sameiningu við Írland. Þar er lítil stemming fyrir slíku, þó svo að Sinn Fein reyni að skora pólitískar keilur í kjölfar þessarar ánægjulegu ákvörðunar meirihluta Breta.

Engar líkur eru á brottför Wales, enda er landið algerlega samofið Englandi.

Litlar líkur eru á kosningum í bráð í Skotlandi, enda einungis ár síðan að Skotar kusu með áframhaldandi sambúð.

Og þá stendur það eftir, að enginn veit hvað bíður ESB. Sennilegast að það hrynji. Og í hvers konar samband ætlar Skotland þá í? Ef þeir bíta af sér England, Norður Írland og Wales, þá er ekkert víst að þeir fái nokkurs staðar inni.

Blogg eins og þetta, og hjá fólki eins og Agli Helga, gengur út á vonina um að Bretland fari til fjandans, sem hefnd fyrir lýðræðislega ákvörðun bresku þjóðarinnar.

Og þar höfum við það, hatur krata á lýðræðislegu ferli er algert.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 11:08

3 identicon

Ég vil óska Bretum til hamingju fyrir að hafa tekið skynsamlega ákvörðun. Íslenzkir vinstrimenn eru auðvitað svekktir, eins og gallharði ESB-sinninn Katrín Jakobs, sem er ánægjulegt. Mín skoðun er sú, að ef brezk yfirvöld svíkja ekki kjósendur, að staða Bretlands gagnvart sambandinu muni vera eins og staða Noregs, að Bretar fái fullveldi sitt aftur að mestu.

Úrslitin koma mér ekkert á óvart, því að Bretar voru þegar á síðustu öld hundóánægðir með EBE, og ekki bætti úr skák þegar þetta spillta, óskilvirka bandalag stökkbreytist í þá ófreskju sem ESB er orðið. 

Það er áhugavert að þú skyldir nefna "Rule Britannia", Ómar, því að viðlagið um Britannia Rule the Waves endurspeglar einfaldlega þá staðreynd að Bretland var eitt sinn mesta siglingaþjóð heims, en mikilvægara er að söngurinn endar á orðunum "We shall never, never, never, never be slaves". Hvað sem segja má um framferði Breta gagnvart öðrum þjóðum gegnum aldirnar líður að öðru leyti, þá er óhætt að segja að ef aðildarríki EBE hefðu haft þetta fyrir augum á seinni hluta 20. aldarinnar (þ.e. aldrei að vera þrælar), þá hefði ESB aldrei orðið að veruleika.

Nú hafa Bretar tekið þetta gæfuskref að fleygja af sér hlekkjum ESB, þrátt fyrir lygar, blekkingar og hrakspár ESB-sinnanna og það er ekki loku fyrir það skotið að afskiptasemi Obama hafi gert herzlumuninn. Í Danmörku þar sem ég bjó lengi var gríðarlegur áróður fyir því að Danir samþykktu fyrst Maastricht-sáttmálann og síðar tækju upp evruna, sem var hafnað. Lygar samrunasinnanna voru af sama toga og talið um Kúbu norðursins ef IceSave svikasamningnum yrði hafnað: Að allt myndi fara til fjandans. En það gagnstæði varð raunin: Gengi dönsku krónunnar styrktist í stað þess að hrapa, seðlabankavextir héldust óbreyttir í staðinn fyrir að hækka upp úr öllu valdi, fasteignaverð hélzt óbreytt í staðinn fyrir að botninn dytti úr markaðnum og lánalínur héldust opnar eins og áður.

Það ætti að vera augljóst hverjum manni, að samrunasinnarnir gæta einungis hagsmuna embættismannaklíkanna, uppgjafaþingmannanna, bankanna og fjölþjóðafyrirtækjanna, en þeir þykjast alltaf vera að hugsa um velferð alþýðunnar. Það er meðal þessara ESB-sinna sem mestu hræsnarana er að finna. Það mun koma í ljós, að engar hrakspár í sambandi við Brexit munu rætast. Þótt pundið hafi fallið smávegis í dag, þá mun það ná sér á nýjan leik þegar á líður. Og enska landliðið mun eflaust fyllast eldmóði fyrir næsta leik.

laughing 

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 12:00

4 identicon

Athugum gaumgæfilega hvað eitt af því fyrsta sem Katrín Jak. segir um þessi tíðindi:

„Það þarf fyrst og fremst að skoða hvaða áhrif þetta hef­ur á Evr­ópu­sam­bandið og það sam­starf og hvernig það mun þró­ast í framtíðinni.“

Það þurfi fyrst og fremst að athuga hvernig ESB líður, ekki hvernig Bretar fái í framtíðinni að ráða sínum sínum eigin málum. Hjarta Katrínar slær fyrir þetta spillta samband og henni er nákvæmlega sama um sjálfsákvörðunarréttinn og lýðræðið sem brezkir kjósendur hrifsuðu á ný úr krumlum buraukratanna í Brussel. Enda eru hugtök eins og þjóðarréttur og lýðræði svo langt frá hugmyndfræði VG sem hugsazt getur. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 12:11

5 identicon

Gott að þú nefnir Katrínu Jakobsdóttur Pétur D.  VG (BP) er einmitt gott dæmi um úrkynjaða stjórnmálastétt eins og hún blasir við Íslendingum.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 12:20

6 identicon

Sema Erla er með góðan pistil um Brexit kosninguna. Hér er smá sýnishorn, en slóðin er fyrir neðan. "Þeir sem fagna nú hvað mest eru breskir og evrópskir þjóðernissinnar og popúlistar sem ráku óhuggulega og óheiðarlega kosningabaráttu byggða á hræðsluáróðri og lygum. Baráttan snérist aldrei um hvað aðild felur í sér heldur tókst þeim einfaldlega að hræða fólk til ákvörðunar um að ganga úr ESB. Óttinn sigraði skynsemina í þessari kosningu en viðskiptalífið, stjórnmálamenn og allir helstu sérfræðingar í málefnum Evrópusamrunans vöruðu við útgöngu Breta úr ESB - sem og margir af helstu andstæðingum sambandsins."

https://www.facebook.com/semaerla?pnref=lhc.unseen

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 13:02

7 identicon

Er þetta þessi Sema Erla, sú sama sem notar hvert tækifæri til að viðra gyðingahatur sitt, meðan hún steinþegir meðan landar hennar í Tyrklandi fremja fjöldamorð á Kúrdum? Henni ferst að tala um öfga. Reyndar ferst henni að tala yfir höfuð, þar sem hennar helsta barátumál er að þagga niður í allri umræðu sem ykkur krötunum er illa við.

En að málefninu sjálfu. Nú skjálfa feitu kettirnir í ESB. Hver á fætur öðrum koma þeir og boða umbætur á ESB, eitthvað sem þeir hafa þaggað niður undanfarin ár með rasistakjaftæðinu, eins og Sema Erla. Þeir óttast að lygarnar komi þeim nú um koll, þeir óttast um starfsferilinn, þeir óttast að verða fjarlægðir frá rjómaskálinni.

En umfram allt, hin sjálfskipaða elíta óttast fólkið. Þeir óttast eigin samborgara. Nú hefur spilið snúist við. Nú sitja þessi ræskni skjálfandi af hræðslu, og hundarnir þeirra eru sendir á samfélagsmiðla, sumir til að hóta Nigel Farage lífláti, aðrir hóta einhverju öðru, sumu verra en öðru skárra, og þetta sama vesæla fólk ásakar meirihluta Breta um að vera öfgahægrimenn. Skárri eru það nú fíflin, þar sem meirihluti stuðningsmanna Verkamannaflokksins kaus með Brexit. Það eru nú meiri hægrimennirnir.

Einungis fábjánar halda áfram að gera sömu mistökin, í þeirri von um að niðurstaðan verði önnur. Semi Erla og hinir kratarnir halda áfram rasistakjaftæðinu, þar til þeim verður kastað öfugum út. Reyndar þarf Sema Erla ekki að óttast neitt, því meira að segja hennar eigið fólk hafnaði henni svo afgerandi í varaformannskosningum.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 13:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið rýkur nú moldin í logninu, hefði hún amma mín á Baldursgötunni sagt.

Þorsteinn Briem, 24.6.2016 kl. 14:08

9 identicon

Mikið var nú amma þín heppin að einhver skildi hana.  Aldraðir Þjóðverjar búa ekki við þann lúxus.  Fluttir í gámum eitthvert út í buskann.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 14:40

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bretland er hvorki með evru né í Schengen-samstarfinu og úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu skiptir þar engu máli.

Skotland verður 
hugsanlega sjálfstætt ríki sem fær aðild að Evrópusambandinu og tekur upp evru í stað breska pundsins.

Norður-Írland sameinast
jafnvel Írlandi og tekur þar með upp evru í stað breska pundsins.

Fall breska pundsins getur haft þau áhrif að mun færri Bretar ferðist hingað til Íslands en ella
, sem skiptir miklu máli fyrir íslenska ríkið og efnahag okkar sem búum hér á Íslandi, þar sem Bretar eru hér mjög stór hluti erlendra ferðamanna.

Þúsundir Íslendinga búa og starfa í Bretlandi, Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið eru sameiginlegur vinnumarkaður og þar með Bretland og Ísland.

Þar að auki eru engir tollar á milli ríkja í Evrópusambandinu.

Fjölmargir Bretar starfa
einnig í öðrum ríkjum Evrópusambandsins og þar búa gríðarlega margir breskir lífeyrisþegar.

Þorsteinn Briem, 24.6.2016 kl. 15:43

11 identicon

 skildi Evrópusambandið þora að taka þá áhættu að taka skota inn.  með nokkur ríki í upplausn í Evrópubandalaginu. myndi það ekki flytja fyrir hruni bandalagsins er þó á brauðfótum nú þegar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 16:41

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að afgreiða bloggskrif mínum "sem ósk um að Bretland fari til fjandans" er nokkuð sem ég get með engu móti fundið út úr skrifunum né að ég óski Bretlandi ills.

Ómar Ragnarsson, 24.6.2016 kl. 17:32

13 Smámynd: Aztec

Hér er áhugaverð grein á vef Alþýðufylkingarinnar um eðli og uppruna samrunastefnunnar í Evrópu. Þetta tekur af allan vafa á því hverjir standa að baki þessarar stefnu:

http://althydufylkingin.blogspot.is/2016/05/stri-um-heimsyfirra-hnattrn.html

Aztec, 25.6.2016 kl. 00:15

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta dæmi sýnir svo vel galla þjóðaratkvæðis.  

Gallarnir koma sérlega skýrt fram þegar það tengist þjóðrembingi.

Forsvarsmenn útgöngu í Bretlandi bulluðu svo mikið útfrá tilfinningalegum þjóðernisrökum, - að ekki stendur steinn yfir steini og gott ef þeir hafa ekki nú þegar, á fyrsta degi, svikið þrjú af meginloforðum sínum.

Það er ekkert vit í að taka að 1-2% munur geti tekið ákvörðun um útgöngu á fölskum forsendum eða einhverju sem logið var í fólk.  Það er ekki lýðræðislegt.

Ótrúlega slæm hugmynd hjá Cameron þessi þjóðaratkvæðagreiðsla sem enginn bað um.  

Eg er steinhissa á að meirihluti breta skuli ekki skynsamari en þetta eða hugsa lengra.

En þetta sýnir svo vel, að þegar þjóðerniskennd og útlendingaandúð er vakin, - þá víkur oft skynsemin.

Umræðan í Bretlandi fyrir kosningar fór að snúast mikið til um innflytjendur.  Að þeir væri rót alls ills og einhverra hluta vegna væru innflytjendur ESB að kenna.

Það er ljóst að afar erfitt er að eiga við útlendingafóbíu í já/nei þjóðaratkvæðagreiðslum.   Það virðist með ólíkindum hve auðvelt er að rugla marga í ríminu með einföldum 101 þjóðernisáróðri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2016 kl. 01:11

15 identicon

"Ótrúlega slæm hugmynd hjá Cameron þessi þjóðaratkvæðagreiðsla sem enginn bað um."

Þetta er ekki rétt hjá þér, Ómar Bjarki. Þjóðaratkvæðagreiðslan var fín hugmynd og virkilega aðkallandi. Cameron er hetja í mínum augu. Hins vegar var það dálítið öfugsnúið að hann skyldi styðja áframhaldandi veru í ESB, því að ef svo færi að meirihluti Breta kysu að vera áfram, þá hefði ekkert áunnizt og Cameron hefði litið út fyrir að vera fífl. Nú fer hann í sögubækurnar sem maðurinn sem helsærði Fjórða ríkið. Ekki að ég trúi því að bureaukratarnir muni linna því kverkataki sem þeir hafa á þjóðríkjunum, en fleiri þjóðir geta nú sagt sjálfum sér, að það sé gerlegt að rísa upp mót kúgurunum. Spánverjar fylltust eldmóði, eftir að Íslendingar köstuðu IceSave svikasamningi ESA fyrir róða, nú munu Frakkar (mikil óánægja ríkir með ESB í Frakklandi) auk Suður- og Austur-Evrópuþjóðanna ekki lengur taka frekjunni í Merkel þegjandi. 

Nú er embættismannaklíka ESB í sjokki og er það vel. Eitt er víst, Bretar hafa í lýðræðislegri kosningu valið að trúa ekki lygaáróðri ESB-sinnanna og geta nú losað sig undan þýzku drottnunarsýkinni sem stjórnar ESB. Og nú hlýtur allt heimskulegt hjal um endurnýjaða aðildarumsókn Íslands að steinþagna.

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 14:35

16 identicon

Hér er Pat Condell með sannleikann um ESB:

https://www.youtube.com/watch?v=JFt-pRIvL9E

Hér er Brexit the Movie:

https://www.youtube.com/watch?v=eYqzcqDtL3k

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband