EG, EJ og EM.

Það er kannski ekki alveg rétt orðað að tala um að Eyjafjallajökull eða Ísland hafi verið "vinsælt" meðal annarra þjóða, en fram að því hafði þó ekkert annað orð komið Íslandi jafn rækilega á kortið um allan heim.

Eyjafjallajökulsgosið olli stórfelldum truflunum á samgöngum um allan heim, en fyrir bragðið varð eftirsóknarverðara að fara til þessarar eyju nyrst í höfum og setja með því af stað hina stórfelldu fjölgun ferðamanna, sem hefur nánast ein og sér skapað hér kærkomina uppsveiflu efnahagslífsins eftir Hrunið.

Á því sást, að bölmóður í gosinu og fyrst eftir það  vegna afleiðinga af því var á algerum misskilningi byggður, því að aldrei fyrr í sögu Íslands hafði nafn landsins fengið eins rækilega kynningu og auglýsingu.

EM-ævintýrið er jákvæðara en eldgos og þegar nafninu Eyjafjallajökuli er bætt við EM og eldgos koma út þrjár skammstafanir sem byrja á stafnum E.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.

23.3.2015:

"Árið 2001 spáði Vil­hjálm­ur Bjarna­son þingmaður og þáver­andi sér­fræðing­ur hjá Þjóðhags­stofn­un því að hingað til lands myndi koma um ein millj­ón ferðamanna árið 2016 ... en tal­an fékkst meðal annars með því að fram­reikna þá fjölg­un sem varð á ferðamönn­um milli ár­anna 1990 og 2000."

Spá­in reynd­ist nærri lagi

Steini Briem, 26.3.2015

Þorsteinn Briem, 29.6.2016 kl. 02:25

2 identicon

Það var stórmerkilegt viðtalið sem þulur RÚV tók við reynsluboltann Bjarna Felixson eftir leikinn.  Hann var ekki hissa á stöðu mála.  Hann skýrði út hvernig ESB virkar, hvernig Bretar hafa vanrækt æskuna og borgað fúlgur fjár fyrir fáeina leikmenn.  Núna eru þeir að uppskera.  Brexit gengur út á þetta.  Fólk er að mótmæla þessari þróun.  Það hefur ekkert með útlendingaandúð að gera.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.6.2016 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband