Hættan sem fljótfærni og of hörð viðbrögð skapa.

Þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu við landamæri sín í fyrra og Rússar sögði að hún hefði verið utan lofthelgi Tyrklands en Tyrkir sögðu að hún hefði verið í sinni lofthelgi, skóp það harkaleg viðbrögð.

NATÓ lýsti yfir eindregnum stuðningi við málstað Tyrkja en Rússar gripu til refsiaðgerða gegn Tyrkjum.

Á tímabili óttuðust margir að þetta gæti undið upp á sig og stigmagnað hernaðarástand myndast.

Ef Tyrkir hefðu þá gefið út sams konar yfirlýsingu og þeir gefa nú, ári síðar, hefði slíkt ekki gerst.

Þetta minnir á það hve viðkvæmt ástand getur orðið vegna aðgerða, sem snerta hernaðarlegt öryggi þjóða og mikilvægt það er að hrapa ekki að stórum yfirlýsingum og aðgerðum.

Á þeim tímum þar sem hagsmunir öflugra hernaðarbandalaga og þjóða rekast á, og tilvist kjarnorkuvopna, sem búa yfir gereyðingarmætti, er staðreynd, er þetta sérstaklega mikilvægt.

Raunar átti þetta fyrirbæri, harkaleg viðbrögð vegna hryðjuverks, sem skópu á keðjuverkandi hátt heila heimsstyrjöld, aldar afmæli í hitteðfyrra.   


mbl.is Biðst afsökunar á árás á herþotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló, mjög mikilvægt: http://albafos.wbs.cz/international.html

adavo (IP-tala skráð) 28.6.2016 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband